Prentarinn - 01.04.1987, Qupperneq 19

Prentarinn - 01.04.1987, Qupperneq 19
og hún skoðuð, en þar vinna um 2000 manns. Eins og nærri má geta hefðum við þurft enn betri tíma til að skoða þessa stóru prentsmiðju en eina morgunstund. f>að sem vakti einna mesta athygli okkar var að fyrirtækið rak heimavist fyrir iðnnemana. F>að vakti að sönnu jafn- framt athygli okkar hversu vel tækjum prentsmiðjan var búin og hversu vel var að vinnuumhverfi staðið. Eftir hádegi var dagurinn frjáls og notuðum við hann til að rölta í nokkrar búðir, þótt lítið væri verslað. Þá gengum við um hina miklu götu Unter den Linden, skoðuðum múr- inn og Brandenborgarhliðið, allt var það stórfenglegt að sjá og vitnaði um veröld sem við eigum ekki að venjast norður við hjara. Að sjálfsögðu fengum við okkur svo bjór með hæfilegu millibili, svona til að njóta enn betur en ella þessara stunda í Berlín. Um kvöidið var svo haldið veg- legt kvöldverðarhóf í kveðjuskyni og var þar vel veitt í mat og drykk. Rætt var um það á fundinum hvort eðlilegt væri að endurvekja reglulegt samband þessara þjóða með ráðstefnu- haldi á borð við þessa, t. d. annað eða þriðja hvert ár. Þátttakendur voru sam- mála um að athuga vel hvort það væri ekki rétt og var það raunar álit þeirra. Samþykkt var að Austur-Þjóðverjar könnuðu málið og að næsta ráðstefna yrði þá síðla árs 1988. Eftir þessa daga í Berlín, sem voru bæði skemmtilegir og fróðlegir, er eng- inn vafi á því að FBM á að halda áfram þessu samstarfi og ekki láta mismunandi þjóðfélagsuppbyggingu hafa áhrif í því sambandi. í raun búum við alls staðar við sömu vandamálin og fólkinu svipar sam- an hvar sem er í heiminum. Við undirritaðir þökkum fyrir okkur og vonum að Félag bókagerðarmanna beri gæfu til að senda fulltrúa á næstu ráðstefnu Eystrasaltsríkja, Noregs og ís- lands. Sæmundur Árnason Magnús Einar Sigurðsson Vaxandi ótti við þá ógnun sem að friðnum oglífríki jarðar- innar steðjar Það sem eftilvill er einkennandi fyrir samtím- ann öðru fremur er sá vaxandi ótti sem fjöldi fólks býr við frá degi til dags. Hér er átt við þann ótta sem fólk ber með sér vegna stöð- ugrar hernaðaruppbyggingar, vopnavæðing- ar og svo sú hætta sem lífríki jarðarinnar er búin af sömu og öðrum ástæðum af manna- völdum. Á ráðstefnunni var fjallað allverulega um frið- arbaráttuna og hlut verkafólks og samtaka þess í þeirri almennu friðar- og afvopnunar- viðleitni sem hefur verið að ryðja sér til rúms. í þessari umræðu kom fram einlægur vilji hjá öllum þátttakendum að það væri ekki einasta verðugt verkefni fyrir verkalýðshreyfinguna að leggja sitt af mörkum í friðar- og afvopnun- arbaráttunni, það væri jafnframt heilög skylda verkalýðshreyfingarinnar að leggja lífinu þannig lið. f ályktun ráðstefnunnar kemur fram stuðning- ur við hugmyndirnar um kjarnorkuvopnalaus svæði og þá með það að leiðarljósi að slík svæði muni á endanum teygja sig um allan heim. Veröld án vopna og valds. Ályktunin tekur skilmerkilega á verndun lífríkisins á landi og í legi og bent er alvarlega á þá hættu sem höfunum er búin og lífinu í þeim á meðan um þau fari farartæki búin kjarnorkuvopnum og öðrum óþverra andstæðum lífinu. Niðurstaða. Látum einskis ófreistað, tökum höndum saman og linnum ekki starfi fyrr en hernaðarpostularnir láta sér segjast og við búum í heimi án vopna og valds, í heimi sem ætlaður er til búsetu fyrir alla án tillits til þess hvar þeir búa. PRENTARINN 4.7.'87 19

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.