Prentarinn - 01.04.1987, Qupperneq 20

Prentarinn - 01.04.1987, Qupperneq 20
Könnun á tölvum og tölvuvinnu í prentiðnaði Inngangur. í júlí og ágúst í sumar voru þættir í Rík- isútvarpinu undir heitinu „Konur og ný tækni“, sem um margt voru athyglis- verðir. Þar var m. a. spjallað við undir- ritaða, og finnst mér ástæða til að gera lesendum Prentarans grein fyrir atrið- um, sem þar komu fram, að nokkrum viðbættum. Tækniþróunin brennur mjög á öllu inn- skriftarfólki í dag og ég hef undanfarið verið að viða að mér efni m. t. t. könn- unar á skjávinnufólki innan prentiðn- aðarins. Ég vona að lesendur Prentarans hafi áhuga á að fylgjast með holskeflu ör- tölvutækninnar og þeirri vitneskju, sem ávallt er að koma fram og eflast í sambandi við hana, því þetta svið snertir ekki einungis þá starfsmenn, sem beinlínis vinna við skjái eða tölvu- búnað, heldur hlýtur, eins og allar meiri háttar breytingar á starfsaðferð- um, að hafa djúpstæð áhrif á vinnu- staðina í heild. Það er ekki einvörðungu svo, að vinnu- verndarmálum hafi fyrst af alvöru ver- ið sinnt á undanförnum árum, heldur hafa með þróuninni á þessu sviði einnig aukist möguleikar á að uppgötva fyrr, og stundum nánast jafnóðum, skaðleg áhrif ýmissa þátta í atvinnulífinu. Ýmis vitneskja, mælitæki og efni hafa komið á markaðinn, sem auðvelda þetta starf, auk þess sem meðvitund fólks um hugs- anlega áhættuþætti hefur stórum auk- ist. Könnun. Svanur Jóhannesson, varaformaður Félags bókagerðarmanna, hefur af þess hálfu einkum sinnt vinnuverndar- málum, svo sem lesendum mun kunn- ugt. í samstarfi okkar á öðrum sviðum fórum við fyrir alllöngu að ræða hug- myndina um að gera könnun meðal þeirra félagsmanna, sem vinna við tölvuskjái, og hin fjölmörgu atriði, sem tengjast því. Ég var strax þeirrar skoð- unar, að ekki væri einungis um verðugt og spennandi verkefni að ræða, heldur væri það einnig aðgengilegt, að því leyti, að það væri a. m. k. að hluta til auðvelt í framkvæmd frá vísindalegu sjónarmiði, þar sem skráning félagsins væri þannig vaxin, ásamt fjölda þeirra, sem slíka vinnu stunda, að um heildar- úrtak yrði að ræða, þ. e. athugunin gæti náð til allra þeirra félagsmanna, sem vinna á þessu sviði, og jafnvel ófé- lagsbundinna. Þessi atriði hafa síðan leitt til þess, að ég hef unnið upp spurn- ingalista, þar sem ég hef sett á blað öll þau atriði, sem ég hef álitið mögulegt að spyrja um, og snerta marga þætti at- vinnu og einkahagi. Þessi listi liggur nú sem umræðugrundvöllur fyrir Öryggis- nefnd prentiðnaðarins og mun væntan- lega verða tekin afstaða þar með haust- inu. Hér er einungis um uppkast að ræða og því algjörlega eftir að taka af- stöðu til umfangs, framkvæmdarmáta o. s. frv. og því ekki ástæða til að gera nákvæma grein fyrir smáatriðum að svo stöddu. Þó vil ég tæpa á nokkrum stærri sviðum, sem vakið hafa sérstaka athygli okkar og gætu ef til vill vakið umhugsun þegar á þessu stigi málsins. Fræðsluefni. Jafnframt hefur komið fram hugmynd um að vinna upp fræðsluefni fyrir starfsfólk við tölvuskjái, þar sem tekið væri mið af þeim upplýsingum, sem fram kæmu í könnuninni, og það erlent efni, sem við höfum til taks, aðlagað þeim íslensku aðstæðum, sem mikil- vægastar eru. Þetta myndi þjóna því sameiginlega markmiði samtaka laun- þega og atvinnurekenda að upplýsa sitt fólk, sem mest og bezt, um aðstæður allar, sem m. a. skilar sér í auknum gæðum framleiðslunnar. Þeir sem þátt tækju í könnuninni myndu væntanlega einnig finna aukinn tilgang með henni, þegar markmiðin væru ljós. Þess má geta, að bókagerðarmenn er- lendis hafa gert sér mikið far um, að fylgjast með framvindu mála í tölvu- væðingunni, enda hefur hún stórfelld áhrif á starfsvettvang þeirra. Samningar. Ef við víkjum fyrst að samningsbundn- um ákvæðum, þá má nefna, að í 4. kafla samnings bókagerðarmanna og atvinnurekenda frá 1984, er að finna sérstök ákvæði um textainnritunarvél- ar, ljóssetningartæki og tölvustýrð setningarkerfi. Þarna er m. a. að finna ákvæði um hvíldartíma, sem upphaf- lega átti við samfellda leiðréttingar- vinnu við skjái, en hefur í tímans rás verið talið eiga við alla skjávinnu. Sú aukahvíld, sem hér um ræðir, er vænt- anlega til komin vegna þess, að fólki varð ljóst þegar í upphafi örtölvubylt- ingarinnar, að augnþreyta var óhjá- kvæmilegur fylgikvilli skjávinnunnar, þetta fundu, og finna, allir sem nálægt skermunum koma um lengri tíma. Nú er það svo, að sumir samningar eru 20 PRENTARINN 4.7.'87

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.