Prentarinn - 01.04.1987, Qupperneq 15

Prentarinn - 01.04.1987, Qupperneq 15
Tafla 2. Niðurstöður mælinga eftir prentsmiðjum. Prentsmiðja nr. Prentaðferð Heildaráhrif Fj. sýna 1 Hæðarprent <0.05 2 Offset <0.05 5 Meðaltal <0.05 samt. 7 2 Hæðarprent 0.17 4 Offset 0.27 5 Meðaltal 0.22 samt. 9 3 Hæðarprent <0.05 1 Offset 0.08 4 Meðaltal <0.06 samt. 5 4 Offset 0.31 7 5 Flexóprentun 0.39 4 6 Flexóprentun 0.95 11 7 Offset-prentun 0.45 12 Offset - bókband <0.05 1 Meðaltal 0.42 samt. 13 Mæliaðferðir og framkvæmd mælinganna Til að kanna mengun lífrænna leysiefna í prentiðnaði hérlendis voru fram- kvæmdar mælingar í 7 prentsmiðjum síðari hluta ársins 1986. Prentsmiðjurn- ar sem þátt tóku í mælingunum voru Anilínprent, Seltjarnarnesi, Plast- prent, Prentsm. Árna Valdimarssonar, Prentsm. Edda, Prentsm. Grafík, Prentsm. Guðjóns Ó og Prentsm. Oddi. Mælingarnar náðu eingöngu til lífrænna leysiefna en ekki annarrar mengunar. Til að reyna að fá sem besta vitneskju um þá mengun sem starfsmenn verða fyrir voru þeir við mælingarnar látnir bera sérstakan sýnatökubúnað á sér við vinnuna. Þessi búnaður samanstóð af loftdælu sem sogaði ákveðið magn af lofti í gegnum kolrör sem staðsett var nálægt vitum viðkomandi starfsmanns. í kolrörið safnast síðan gufurnar frá líf- rænu leysiefnunum en tegund þeirra og magn var síðan greint með gasgreini og var það framkvæmt af Institut för Ar- betshygien í Finnlandi. Niðurstöður Eins og áður hefur komið fram var mælt í 7 prentsmiðjum og þá svo til ein- Tafla 1. Efnin sem mældust í prentsmiðjunum. Fj. prentsm. Fj. sýna þar sem sem efnið Efni efnið mældist greindist í Etanól 2 9 (sóprópanól 5 8 Díklórmetan 2 14 N-própanól 2 13 Etýlacetat 2 9 Tólúen 1 8 Xýlen 3 4 1,1,1 -Tríklór- etan 2 14 Terpentína 7 51 göngu við sjálfa prentunina. Þegar frá eru talin þau 2 sýni sem mistókust í mælingunum voru alls tekin 57 sýni og stóð sýnatakan yfir í samtals 100 klukkustundir og 43 mínútur. Við hæðarprentun kemur mengunin aðallega frá hreinsiefnum, en í nokkr- um tilvikum er notuð hrein terpentína til hreinsunar. Einnig eru notuð ýmis úðunarefni sem innihalda lífræn leysi- efni, en það er yfirleitt í litlum mæli. Við offsettprentun kemur mengunin aðallega frá hreinsiefnum, en einnig frá prentlitunum. Við ákveðna prentað- ferð er notað isoprópanól og própanól sem valdið getur mengun. Sem dæmi um hreinsiefni má nefna „Superwash" sem inniheldur m. a. terpentínu (White spirit). í nokkrum tilvikum eru notuð hrein lífræn leysiefni til hreins- unar. I flexóprentun kemur mengunin bæði frá prentuninni þar sem prentlitirnir eru leystir í lífrænum leysiefnum og frá þvotti á völsum o. fl. en algengt er að notuð séu hrein lífræn leysiefni við þvott. Eins og fram kemur í töflu 3 var meng- un við hæðarprent að meðaltali 10% af mengunarmörkum og ekkert sýnanna yfir mörkum. Við offsettprentun var mengun að meðaltali 28% af mengun- armörkum og 2 sýni yfir mörkum. í báðum tilvikum var um þvott að ræða. Við flexóprentun var mengunin að meðaltali 80% af mengunarmörkum og 4 sýnanna yfir mörkum. í þremur til- fellanna var um venjulega vinnu við prentvél að ræða, þynna liti o. s. frv., en í einu tilviki var starfsmaður m. a. að þurrka bakka eftir þvott. í töflu 4 er gerður samanburður á mis- munandi þáttum offsettprentunar þ. e. í fyrsta lagi þegar svo til eingöngu var um prentun að ræða, í öðru lagi þegar PRENTARINN 4.7/87 15

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.