Prentarinn - 01.04.1987, Blaðsíða 7
Stefnumarkandi sam-
þykkt um orlofssvæða-
mál Félags bókagerðar-
manna, gerð á aðalfundi
1986
Framtíð-
arskipan
orlofs-
svæða
FBM
Töluvert hefur verið rætt um nauðsyn þess
að félagið kæmi sér niður á framtíðarskipu-
lag á uppbyggingu orlofssvæða félagsins.
(þeirri umræðu hefur einhvernveginn ver-
ið gengið út frá því sem óhjákvæmilegri
nauðsyn að félagið seldi eitthvað af þeim
svæðum sem það hefur yfir að ráða. Rök-
semdin fyrir þessu er að sjálfsögðu sú að
þannig fengist fjármagn til að byggja upp
raunhæfa aðstöðu á einum ákveðnum stað
á hraðvirkan hátt. Um þetta eru menn
nokkuð sammála, þ.e. ef uppbyggingin á
að verða mjög hröð, jafnframt eru menn þá
sammála um það að nothæft fjármagn í
þessu sambandi fengist einungis með því
að selja annað hvort Miðdalinn eða
Brekku. Salaá Ölfusborgum og á llluga-
stöðum gæfi einungis af sér eitt hús í
hvoru tilfelli, ef það gerði það þá; auk þess
mælir margt með því að við höldum að-
stöðu okkar á þessum stöðum og hefur
það verið rökstutt áður og vísast til þess. Ef
menn vilja byggja hratt upp hina félags-
legu aðstöðu á einu svæði standa þeir
frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun að velja
á milli þess að selja Miðdal eða Brekku.
Ónefndur er þá sá valkostur að eiga öll
svæðin, a.m.k. um sinn en velja engu að
síður út eitt svæði sem framtíðarsvæði
með því fjármagni sem handbært er hverju
sinni. ( eftirfarandi tillögum er reynt að
miða við að sem breiðust félagsleg sam-
staða geti verið um þær, enda hlýtur það að
vera heillavænlegast sé til framtíðar litið og
allir þættir starfsemi félagsins hafðir í
huga.
1.
Framtíðar orlofssvæði Félags bókagerðar-
manna skal vera Miðdalur í Laugardals-
hreppi. Þar eru möguleikar félagsins til
allrar framtíðar mestir sökum landrýmis.
a) I þessu sambandi skal láta grófgera
framtíðarskipulag af félagslegri uppbygg-
ingu á svæðinu og svæði undir einkabú-
staði reynist vera vilji fyrir því og þegar
búið er að koma lóðasamningamálum ein-
stakra bústaðaeiganda í rétt horf; að því er
nánar vikið síðar.
b) Unnið skal að því að reisa tvö ný orlofs-
hús í Miðdal á næstu 5 árum og að koma
upp viðhlítandi tjaldaðstöðu og hreinlætis-
aðstöðu í því sambandi.
c) Kanna skal meðal félagsmanna hvort
vilji er fyrir því að úthlutað verði fleiri lóðum
undir einkabústaði. Reynist það vera skal
skipulagt svæði í því sambandi og beri þá
væntanlegir bústaðaeigendur af þvi allan
kostnað. Áður en til slíkrar úthlutunar gæti
komið verða öll núverandi lóðasamninga-
mál að vera komin í viðhlítandi horf.
d) Vinna skal að því í samvinnu við Mið-
dalsfélagið að gera göngustiga um alla or-
iofsbyggðina í Miðdal. I því sambandi skal
unnið að því að þeir verði þannig úr garði
gerðir að unnt sé að komast um þá með
hjólastóla og kerrur.
e) Gera skal nákvæma athugun á þvi hvort
hægt er að fá jörðina tekna úr ábúð á
grundvelli nýrra viðhorfa í landbúnaðar-
málum. Kanna skal jafnframt hvort grund-
völlur sé fyrir því að gera jörðina að svo-
kallaðri skógræktarjörð.
f) Kanna skal hvort hagkvæmt væri að taka
núverandi íbúðarhús í Miðdal í notkun fyrir
félagslega aðstöðu, miðstöð, á svæðinu og
reisa þá íbúðarhús af eðlilegri stærð fyrir
ábúanda, ef jörðin verður áfram í ábúð. I
þessu sambandi er bent á að húsið er stórt
og gæti rúmað þá aðstöðu sem félagið
þyrfti að bjóða uppá.
2.
Lagt er til að félagið haldi enn um sinn
a.m.k. aðstöðu sinni í Brekku. Bent er á að
svæðið er vinsælt og hefur marga augljósa
kosti. Kostnaður af því er í hæsta máta
eðlilegur. Ör uppbygging er á svæðinu
sem félagið sæi sér eftilvill hag í að taka
þátt í síðar, auk þess sem þessi uppbygg-
ing, þó hún sé ekki á vegum FBM, gerir
þetta svæði verðmeira í nánustu framtíð.
Undirritaðir telja alls ekki hægt að byggja
upp aðalframtíðarsvæði félagsins í Brekku,
en það er okkar mat að það sé góður kostur
að eiga svæðið a.m.k. enn um sinn. I
þessu sambandi er þó talið rétt að gerð
verði athugun á því hvað fengist fyrir
svæðið, annars vegar allt og hins vegar
helming þess. Slík athugun væri til auð-
veldunar í öllum ákvörðunum í framtíðinni.
3.
Lagt er til að félagið eigi áfram bústaði sína
í Ölfusborgum og á lllugastöðum. Svæðin
eru vinsæl og félagið þegar búið að leggja (
töluverðan kostnað við uppbyggingu á
svæðunum, sem ekki fengist endur-
greiddur við sölu. Auk þess eru augljósir
kostir fyrir félagið að eiga á þennan hátt
samstarf við fjölda verkalýðsfélaga.
4.
Félaginu ber að leita eftir samstarfi um
tímabundin skiþti á húsum við önnur
orlofssvæði til þess að auka á fjölbreytni.
Þá skal félagið halda áfram að taka þátt í
samvinnu um ódýrar ferðir til útlanda og
jafnframt leita leiða til að auka valkosti í því
sambandi.
Eins og segir í inngangi að þessum tillög-
um eru þær settar fram í því augnamiði að
samstaða geti orðið sem víðtækust. Góð
samstaða um svo mikilvægan málaflokk
verður ekki metin til fjár.
PRENTARINN 4.7.'S7
7