Prentarinn - 01.04.1987, Blaðsíða 18
Ráðstefna Eystrasaltsríkja, Noregs og íslands
í Austur-Þýskalandi 24.—28. nóvember 1986
Heimavist
fyrir
iðnnema
Umhverfi ráðstefnustaðarins var hið fegursta.
Um margra ára skeið tók Hið
íslenzka prentarafélag þátt
í ráðstefnum Eystrasalts-
ríkja, þ. e. Austur-Þýska-
lands, Rússlands, Finn-
lands, Svíþjóðar, Danmerk-
ur, Póllands, Vestur-Þýska-
lands, Noregs og íslands.
Þessar ráðstefnur, sem allt-
af voru haldnar undir for-
ustu Austur-Þýskalands á
tveggja til fjögurra ára
fresti, fjölluðu um hin marg-
víslegustu efni, en þó bar
alltaf mest á umræðum um
atvinnuöryggi og heilbrigð-
ismál.
Nú um nokkura ára skeið
hafa þessar ráðstefnur legið
niðri. Á ársfundi Nordisk
Grafisk Union 1985 kom
fram óformleg spurning um
það hvort aðildarlönd NGU
hefðu áhuga á að slíkt sam-
starf kæmist á að nýju, og
var svo að sjá að sá áhugi
væri fyrir hendi. Snemma
árs 1986 kom svo boð frá
Austur-Þjóðverjum til FBM
um að sækja ráðstefnu
Eystrasaltsríkja. Ákveðið
var að þiggja boðið og var
samþykkt að þeir Magnús
Einar Sigurðsson og Sæ-
mundur Árnason sæktu
þingið sem átti að vera dag-
ana 24.-28. nóvember í
Smöckwitch, útborg Austur-
Berlínar.
Myndirnar sýna hluta
þátttakenda. Á efri
myndinni sést
Sæmundur og á þeirri
neöri er formaður
Austur-þýskra prentara
að tala með útrétta
hönd.
Snemma morguns 24. nóvember voru
fulltrúar FBM mættir á Kastrup þar sem
mættust fulltrúar frá Norðurlöndum.
Flogið var af stað laust fyrir 10 og var lent
um hádegisbil í Austur-Berlín þar sem
beið okkar móttökunefnd sem bauð upp
á morgunkaffi meðan vegabréf voru
skoðuð.
Eftir hádegi var ráðstefnan sett af Pe-
plowski forseta Austur-Þýska bókagerð-
armannafélagsins. f framhaldi af því töl-
uðu nokkrir fulltrúar Austur-Þjóðverja,
m. a. þær Hannelore Wolf og Sonja
Wieland og töluðu þær um iðnmenntun
og vinnuvernd auk atvinnusjúkdóma.
Þær komu inná skermavinnuna og töldu
að takmarka ætti vinnu við þá.
A miðvikudeginum fluttu þátttöku-
löndin skýrslur um ástand mála hjá sér
og urðu um þær miklar umræður og fyrir-
spurnir. Þá var fjallað um texta sameig-
inlegrar ályktunar ráðstefnunnar.
Þennan dag flutti trúnaðarlæknir
Austur-þýska félagsins afar áhugavert
erindi um áhrif leysiefna á líkamann og
sagði m. a.
„Leysiefni liggja lengi í loftinu og hafa
langvarandi skaðleg áhrif. Þá er einnig
mikil uppgufun af alkóhóli afar hættuleg
og getur hún framkallað lifrarsjúkdóma.
Það er þannig með þessi efni að það tek-
ur ár og daga þar til áhrif þeirra koma í
ljós. Dæmi eru um að þessi efni hafi gert
menn að alkóhólistum.“
A fimmtudeginum var farið í heim-
sókn í prentsmiðju Neues Deutschland
18
PRENTARINN 4.7.'87