Prentarinn - 01.04.1987, Síða 13

Prentarinn - 01.04.1987, Síða 13
Viðurkenningin á samningsréttinuiq var stórt skref að sama marki: tryggingu fyrir heilbrigðu lífi við góða heilsu og að- búnað bæði einstaklinga og fjölskyldu. Bömin áttu að njóta þess besta, sem hægt var að veita. Þar var hugsað til fræðslu og menntunar sem undirstöðu andlegs þroska. Stytting vinnudagsins var líka megin- áfangi á þessari leið. Og að því unnið alla tíð að knýja fram styttri vinnudag. Lengi var að því hugað að vernda frístundina og selja hana ekki nema óhjákvæmilegt væri að hraða nauðsynlegu verki. Krafan um átta stunda vinnudag var líka, auk þess að gera líf okkar ríkara og frjórra, varúð gegn vélinni. Þessi undursamlega smíð, sem hugvit mannsins hafði mótað í fjölbreytilegri mynd, kveikti von í brjóstum margra, vonina um að vélin myndi létta af þeim oki þrældóms. Ekkert var í rauninni eðlilegra en stétt erfiðismanna og iðnaðarfólks sæi birta af degi, og hugvitið og snillin, sem í vél- tækninni bjó yrði upphaf að betri lífs- kjörum. En þegar ljóst varð, að arðurinn af tækninni myndi fyrst og fremst lenda í höndum þeirra sem réðu atvinnutækjun- Erlendir gestir. um, hurfu tálsýnir flestra um bættan hag við léttari störf. Þannig varð það líka meðal bókagerðarfólks. Við höfum hlot- ið reykinn af réttunum og vitum nú að vinnuok tækninnar er ein af hættunum, sem við búum við. Það hefur ekki aðeins í sér fólgið mengun hættulegra efna, hraða, streitu og sóun á þreki, heldur og það sem er manneskjunni ekki síður háskalegt: andlegan sljóleika, sem gróðaöflin geta leikið sér með að vild. Þannig skilur tæknin líka oft við manninn sem útslitið fólk í einhvers konar manns- mynd. Þrátt fyrir þetta eigum við mikið af góðri félagslegri lagasmíð, sem orðið hefur til vegna baráttu okkar gegnum ár- in. En sjálf þurfum við að þekkja þann rétt sem hún veitir og auka við hann. Þá erum við á þeirri braut, sem frumherj- arnir ruddu í upphafi. Það skal enginn halda, að kjarasamn- ingar og góð félagsmálalöggjöf sé okkur varanlegur sigur, nema við fylgjum hon- um fast eftir með vökulu auga og varð- veislu í starfi. Það starf getur enginn unn- ið fyrir okkur, hvorki löggjafarþing, nkisvald né embættismenn þess. Atta stunda vinnudagurinn var stærsti sigur prentarastéttarinnar. Sá sigur sem hún vann hér fyrst verkalýðsfélaga árið 1921. Hann var tákn um skilning á gildi frístundarinnar. Við þennan sigurhöfum við aukið uns 40 stunda vinnuvikan var í höfn. En því verður ekki neitað að vit- undin um gildi frístundarinnar hefur ekki vaxið í hlutfalli við unna sigra á þessu sviði. Þar erum við eftirbátar þeirra sem hófu hana til vegs í byrjun aldarinnar. Meðan við verndum hana ekki munu þeir sem eiga gróðann einan fyrir sinn guð heimta frístundir okkar allar, þegar þeim hentar, vitsmuni okkar, heilsu og heimilislíf. Það er ekki ný saga að eignastéttin standi ekki við gefin loforð þegar um kaup og kjör er að ræða; en eins og flest í þróun nútímans er bundið meiri hraða en áður, þannig hefur hin fjármagnaða sjónhverfing og bragðvísi gagnvart okk- ur og öðru launafólki orðið að fjölþættari og skjótvirkari meðulum til hughvarfa en fyrr. Fortíð og nútíð kallast á. Það er kallað á baráttu okkar til að njóta arðsins af tækninni, njóta frístundar- innar. Við megum ekki gleyma því að snilli tækninnar hefur fært okkur marga möguleika til þess. Við megum heldur ekki gleyma því að hér í norðrinu eigum við hvítan snjó, ferskt og svalandi regn og marga heiðríka sólskinsdaga. Það er ekki sök brautryðjendanna, þótt við lát- um ágirndina æra okkur af leið og fylla líf okkar gervimenningu gróðans og sér- hyggjunnar. Þar er sökin okkar sjálfra. Stofnendur samtaka bókagerðarfólks lögðu hinn félagslega grundvöll sam- hyggjunnar. Okkar er að varðveita verk þeirra gegn árásaröflum sérhyggjunnar. Við eigum brautryðjendunum ennþá stóra skuld að gjalda.

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.