Prentarinn - 01.04.1987, Side 26
Nunnurnar heimsottar
Snyrtimennskan
í fyrirrúmi
Laugardaginn 15. ágúst sl.
fóru ellilífeyrisþegar í FBM og
makar þeirra í hina árlegu
sumarferö. Aö þessu sinni var
farið til Stykkishólms. Leiö-
sögumaður var Jón Árnason,
skólastjóri, en hann erfæddur
og uppalinn í Hólminum. Þátt-
takendur í ferðinni voru um
50 manns. Lagt var af staö
snemma morguns í góöu veöri
og var útsýni hiö fegursta.
Stansað var í Borgarnesi og
drukkið kaffi á vesturleið, en
eftir hádegisverö í Hótel
Stykkishólmi var fariö í skoð-
unarferð í Sjúkrahús St.
Fransisku systranna. Systurn-
ar reka þarna ýmsa starfsemi
m. a. prentsmiðju og barna-
heimili, fyrir utan stóra kapellu
sem okkur var sýnd, en þar
byrjar hver dagur hjá nunnun-
um meö morgunandakt eins
og siður er í klaustrum. Systir
Petra tók á móti okkur og fór
meö okkur um ganga spítal-
ans inn í sali gamla blýprents-
ins. Þarna eru furðu margar
vélar í frekar litlum húsakynn-
um. Meðalstór Heidelberg-
pressa og Intertypesetningar-
vél eru stærstu vélarnar, en
auk þeirra er þarna minni
prentvél, skurðarhnífur, sauma-
vél o. fl. Það var eins og að
koma inn á prentminjasafn,
prentararnir trúðu varla sínum
eigin augum, því það sást ekki
blettur af óhreinindum neins
staðar. En skyldi þá nokkuð
vera prentað þarna? Það var
nú öðru nær. Nunnurnar
sýndu okkur ýmsa prentgripi
sína, sem þær höfðu annað-
hvort unnið að hálfu eða öllu
leyti sjálfar. Þarna var meira að
segja hægt að fá keyptar
handsettar bækur með gamla
laginu. Nunnurnar stofnuðu
prentsmiðju sína rétt eftir
1950. Sú sem stóð aðallega
fyrir því er af gamalli prentara-
ætt í Belgíu og þekkti því vel til
í faginu og hafði unnið við það
í heimahúsum. Eftir þessa
skemmtilegu heimsókn var
ekið um kauptúnið og Jón
Árnason sagði okkur frá ýms-
um gömlum sögulegum hús-
um, en endað var við útsýnis-
skífu á Bókhlöðuhæð þar sem
sást vítt yfir til Breiðafjarðar-
eyja. Var síðan haldið heim á
leið.
Sv.Jóh.