Prentarinn - 01.04.1987, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.04.1987, Blaðsíða 6
Val í nefndir og önnur störf Endurskoðendur voru kosnir Þórir Þorvalds- son og Grétar Jónsson og til vara þeir Ingimar Jónsson og Ólafur Emilsson. í iðnréttinda- nefnd voru kosin Ólafur Björnsson, Edda Harðardóttir, Tryggvi Þór Agnarsson, Bjarni Jónsson, Grétar Sigurðsson og Hjörleifur Hjörtþórsson. Ritstjóri Prentarans var kosinn Magnús Einar Sigurðsson. í laganefnd voru kjörnir Sæmundur Ámason, Grétar Sigurðs- son og Jóhann Guðmundsson og í bókasafns- nefnd voru kjömir til tveggja ára þeir Jón Ágústsson og Svanur Jóhannesson, en fyrir er í nefndinni Stefán Ögmundsson. Sveitasælan og önnur mál í auglýsingu um aðalfundinn var þess getið sérsaklega að undir liðnum önnur mál yrði fjallað um orlofssvæði félagsins. Fyrir fund- inum lágu tvær tillögur frá stjóm, sem skoða verður sem frekari útfærslu hluta sam- þykktarinnar um orlofssvæðin sem gerð var á aðalfundinum 1986. Sú samþykkt fól í sér stefnumörkun varðandi orlofssvæði félagsins og er hún birt hér með þessari grein til frekari upplýsinga fyrir félagsmenn, enda þótt hún hafi verið birt áður í Prentaranum. Auk stefnumörkunarsamþykktarinnar em jafn- framt birtar hér með þær samþykktir sem vom gerðar á fundinum núna og snerta þessi mál. Þær samþykktir sem nú vom gerðar em þess eðlis að þær munu tefja uppbyggingu, en eins og menn sjá við lestur breytinga- og viðbótartillagna við tillögur stjórnarinnar em þær til að tefja málin, en það var vilji fundar- ins og því ekkert við því að gera. Undir þessum dagskrárlið lá beiðni frá Amnesty International vegna fimm pólitískra fanga í jafnmörgum löndum. Beiðnin fólst í því að menn sendu póstkort til valdhafa við- komandi ríkja og mótmæltu óréttlætinu. Fundarmenn tóku að sjálfsögðu vel í þessa málaleitan og fór fjöldi korta í póst frá fundar- mönnum. Það hlýtur að liggja í verkahring verkalýðshreyfingarinnar að berjast gegn ranglætinu hvar og hvenær sem það birtist. Lok Löngum, en áhugaverðum aðalfundi er lokið. Ákvarðanir vom teknar, starfsemin skoðuð og línur lagðar fyrir framhaldið. Aðeins einn skugga ber jafnan á þessa mikilvægu fundi okkar, fleiri félagsmenn ættu að mæta til leiks en raun ber vitni. Fundarstjórar, Þórir Guð- jónsson og Gísli Elíasson, stóðu sig með ágæt- um og stýrðu fundinum af festu og réttsýni. Eftirfarandi til- lögur um orlofs- svæðin voru sam- þykktar: a) — Aðalfundur FBM, haldinn 9. maí 1987 felur stjórn félagsins að kanna áhuga félagsmanna fyrir úthlutun lóða undirsumarbústaði I Miðdal. Komi I Ijós að nægjanlegur fjöldi félagsmanna (til að fylla lágmarks skipulagssvæði) séu reiðubúnir til sumarbústaðabygginga, skal stjórn FBM ákveða byggingar- svæði og sjá um að lóðir geti verið til út- hlutunar. Þeir sem þannig fengju úthlutað lóðum verða, við úthlutun, að greiða ákveðið óafturkræft staðfestingargjald og siðar, þegar lóðin er afhent byggingarhæf, skal lóðarhafi greiða að fullu þann kostnað sem hlotist hefur af að gera lóðina byggingarhæfa. b) — Aðalfundur FBM, haldinn 9. maí 1987 felur stjórn félagsins að selja land og bústað sem FBM á í Brekkuskógi. Skilyrði fyrir sölu eru: 1. Að viðunandi verðtilboð fáist. 2. Að andvirði hins selda renni til or- lofsuppbyggingar í Miðdal. 3. Að bústaðurinn I Brekku verði ekki afhentur kaupanda fyrr en byggður hefur verið nýr bústaður I Miðdal. Greinargerð: — Undirritaðir vísa að öðru leyti til hug- mynda á uppdrætti yfir Miðdal hvað snertir skipulag orlofsuppbyggingar og hugsanlegra úthlutunar lóða undir einkabústaði. Þá vísa undirritaðir á samþykkt aðalfundar FBM frá 26. apríl 1986 um framtíðarskipulag orlofs- svæða félagsins, en þar er ákveðið að Miðdalur skuli vera það svæði sem framtíðaraðstaðan hafi búsetu. I Ijósi þess er óhjákvæmilegt annað en að hefjast handa við þá uppbyggingu sem kveðið er á um og til þess þarf fjármagn og einföldun á rekstri núverandi orlofs- svæða FBM — Stjórn FBM c) Skilyrði fyrir framkvæmd tillögu merktri a) er að öll mál núverandi lóðahafa séu að fullu frágengin. Sæmundur Arnason Skúli Flelgason d) Athugað verði hvort ekki reynist hag- kvæmara að skipta landi FBM í Brekku- skógi í t.d. 'A hektara reiti og landið selt þannig og hafi þá félagsmenn rétt á að ganga þar inn í hæsta tilboð og njóta forkaupsréttar óski þeir þess og gangi frá kaupsamningi þar um fyrir árslok 1987. Ómar Franklínsson Þorkell Flelgason 6 PRENTARINN 4.7.'87

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.