Prentarinn - 01.04.1987, Qupperneq 14

Prentarinn - 01.04.1987, Qupperneq 14
Mengunarmælingar við prentun Miklar tæknibreytingar hafa átt sér stað innan prentiðn- aðarins á undanförnum árum. Einnig hafa átt sér stað breyt- ingar á efnanotkun, mjög mismunandi þó eftir prentað- ferðum. Geysilegur fjöldi efna eru og hafa verið notuð í prentiðnaði í gegnum árin. Meðal efna sem mikið hafa verið notuð í prentiðnaði eru lífræn leysiefni. Er það aðal- lega við sjálfa prentunina sem þau koma fyrir, en einnig geta þau komið fyrir t. d. í bókbandi (við límingu) og víð- ar. Lífræn leysiefni eru ekki neinn einn sameiginlegur efnaflokkur, efnafræðilega séð. Flokkunin er fremur til- komin vegna svipaðra eigin- leika þeirra, t. d. að þau eru yfirleitt rokgjörn, leysa upp fitu o. fl. Heilsufarsáhrif Eituráhrif leysiefna geta verið mismun- andi eftir efnum. Magnið og tíminn sem dvalið er í mengun skipta einnig mjög miklu máli í sambandi við eitur- áhrif. Auk þess fer upptaka efnanna í líkamann eftir þáttum eins og öndun og blóðrás (öndunarhraða og hjartsláttar- hraða), leysanleika efnanna í blóðinu og vefjum líkamans. Þannig er upptak- an mismunandi t. d. eftir því hvort um erfiðisvinnu er að ræða eða ekki. Til að losa sig við efni verður líkaminn í flestum tilvikum að breyta þeim, þó sum efni yfirgefi líkamann óbreytt t. d. með útöndunarloftinu. Þær efnabreyt- ingar sem verða á lífrænum leysiefnum í líkamanum eru í mörgum tilvikum ekki þekktar til hlítar. Efnin sem myndast eru venjulega meira vatns- leysanleg en upphaflegu efnin og eiga því greiðari leið út úr líkamanum t. d. með þvagi. Lifrin er það líffæri sem mesta hæfileikana hefur til að um- breyta efnum en önnur líffæri eða líf- færakerfi eins og nýru og þarmar gegna einnig stóru hlutverki í þessu sam- bandi. Venjulega myndast efni sem eru minna eitruð en upphaflegu efnin, en hið gagnstæða er einnig þekkt. Hin bráðu deyfingaráhrif lífrænna leysiefna hafa verið þekkt í langan tíma. Áhrif eins og þreyta, erfiðleikar með einbeitingu, almennur pirringur og lítið þol gagnvart alkóhóli benda til viðvarandi skaða á taugakerfinu. Það er því algengt að lífræn leysiefni hafi áhrif á taugakerfið og þá sérstaklega miðtaugakerfið. Gufur frá lífrænum leysiefnum berast út í blóðrásina í lung- unum. þar sem leysiefnin leysast vel í fituríkum vefjum safnast þau m. a. fyr- ir í hinum fituríku vefjum miðtauga- kerfisins þar sem eituráhrifa þeirra síð- an gætir. Mörg leysiefni geta einnig borist inn í líkamann í umtalsverðu magni í gegnum húðina. í sumum tilvikum ganga áhrifin sem efnin valda til baka og á það sérstak- lega við um bráð áhrif sem verða þegar viðkomandi verður fyrir tiltölulega mikilli mengun í stuttan tíma. Það er þó háð því hvers konar áhrif er um að ræða og hvaða líffæri á í hlut. Þannig hefur lifrin mikla hæfileika til að láta áhrif ganga til baka, meðan miðtaugakerfið hefur takmarkaða getu til þess. Að ein- hverju leyti geta þó óskemmdar tauga- frumur tekið við hlutverki skemmdra fruma en sá hæfileiki minnkar með aldrinum. Auk þess sem lífræn leysiefni geta bor- ist inn í líkamann í gegnum húðina, leysa þau upp fituvefi hennar, þannig að hún verður þurr og sprungur geta myndast í henni. Við síendurtekna snertingu getur verið hætta á exemi. Einnig geta þau haft þau áhrif að önnur efni eigi greiðari leið inn í líkamann í gegnum húðina en ella. Mengunarmörk fyrir einstök efni í starfsumhverfinu segja til um hve mikil mengun tiltekins efnis má mest vera að meðaltali yfir 8 stunda vinnudag. Ef mengun er undir mörkum á að vera tryggt að flestir geti unnið við slíkar að- stæður án þess að þeir bíði tjón af. Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að ákveðnir einstaklingar, sem næmari eru en almennt gerist, finni fyrir óþæg- indum eða geti borið skaða af. Meng- unarmörkin eru byggð á þeirri þekk- ingu sem til staðar er hverju sinni um heilsufarsáhrif einstakra efnasam- banda og þeim breytt ef nýjar upplýs- ingar gefa tilefni til þess. Þess vegna eru mengunarmörkin ekki neinn fastur og óumbreytanlegur staðall og almennt gildir sú regla að mengun á vinnustöð- um eigi að vera eins lítil og kostur er og ekki yfir mengunarmörkum. PRENTARINN 4.7.'87

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.