Prentarinn - 01.04.1987, Page 4
Aðalfundur
Félags bókagerðarmanna 1987
„Efnahagslegt
jafnrétti
mikilvægast“
Töluverð spenna ríkti hjá stjórnarmönnum
FBM fyrir síðasta aðalfund. Ákveðið hafði
verið að halda fundinn i nýuppgerða félags-
heimilinu og höfðu menn semsagt af því
nokkrar áhyggjur hvemig það mundi reynast
til slíkra fundarhalda. Áhyggjurnar reyndust
ástæðulausar, vel fór um fundarmenn og
salurinn reyndist afar vel til fundarhalda af
þessu tagi.
Aðalfundur FBM var haldinn 9. maí s.l. og
hófst hann kl. 10.30 árdegis, en til hans var
boðað kl. 10.00. Að vanda voru umræður líf-
legar um ýmis mál. Haldnar vom stuttar,
langar og afar langar ræður. Þær fjölluðu um
málefni félagsins og nokkur önnur atriði er
lágu þungt á mönnum, enda þótt þau hafi
kannski ekki verið beinlínis á dagskrá. Hér
gildir: ekkert mannlegt er okkur bókagerðar-
mönnum óviðkomandi.
Skýrsla stjórnar
Formaður flutti yfirlitsræðu um starfsemi fé-
lagsins á liðnu starfsári. Þeir málaflokkar sem
vom fyrirferðarmestir í starfseminni vom tví-
mælalaust kjaramálin, fag- og iðnréttinda-
málin, viðhald og framkvæmdir við húseign
félagsins og undirbúningur 90 ára afmælis-
hátíðar. Auðvitað vom fjölmörg önnur mál til
umfjöllunar og þótt þau hafi ekki tekið jafn-
mikinn tíma vom þau engu að síður mikilvæg.
Lokaorð formanns í umfjöllun hans um kjara-
mál vom eftirfarandi:
„Fráfarandi ríkisstjórn hœlir sér af því að hafa
náð árangri i baráttunni við verðbólguna.
Óneitanlega hefur hún lcekkað á undanförn-
um mánuðum, þó það verði tœplega þakkað
ríkisstjórninni, lœkkunin hefur nefnilega verið
öll á kostnað verkafólks. Lœkkun verðbólgu
með þeirri aðferð einni að leggja álögur á
verkafólk og rýra kjör þess getur aldrei verið
varanleg lausn í baráttunni við verðbólguna,
orsakir hennar liggja annars staðar, og verka-
fólk rís upp gegn ranglœtinu fyrr eða síðar.
Hér eins og annarsstaðar erþað hið efnahags-
lega jafnrétti í þjóðfélaginu sem getur haldið
verðbólgunni í skefjum. Á meðan hinir ríku
verða ríkari og ójöfnuður eykst dag frá degi
mun ekki verða ráðið við verðbólguna, hún
mun slíta af sér böndin fyrr en varir. Efna-
hagslegt jafnrétti og sjálfstceði allsfólks í land-
inu er grundvallarforsenda fyrir stöðugleika í
efnahagsmálum. Öllu skiptir að verkalýðs-
hreyfingin geri sér grein fyrir þessu og þori að
berjastfyrir þjóðfélagi jafnréttis og samstöðu.
Eins og mál eru í dag er verkalýðshreyfingin
því miður ekki fcer um að takast á við þennan
vanda. Hún beinir sjónum sínum ( allar áttir
ogheldur að hún eigi vini íforustu allra stjórn-
málaflokka, jafnvelþó þeir opinberlega berjist
gegn hagsmunum verkafólks. Meðan þessi
blinda rceður ríkjum mun verkalýðshreyfingin
engin lönd vinna, hún mun í besta falli geta
hirt molana afborðum atvinnurekenda. Þetta
er ömurleg staðreynd. Verkafólk verður að
rísa upp, vinnuþrcelkun verður að linna, dag-
vinnutekjur verða að nœgja til framfcerslu.
Verkafólk verður sjálft að takast á við vand-
ann, útilokað er að treysta örfáum einstakl-
ingum, í mörgum tilvikum samviskulaus-
um framagosum, fyrir hagsmunum sínum.
Verkafólk getur einungis sjálft endurreist styrk
samtaka sinna og það með þvíað fara sjálft að
stjórna þeim. Styrkur verkafólks liggur í
hreyfingu samtaka þess, en hreyfingin verður
stöðnun ef verkafólk velur þann kost að ráða
PRENTARINN 4.7.'87
4