Prentarinn - 01.04.1987, Qupperneq 11

Prentarinn - 01.04.1987, Qupperneq 11
John í Sjurðagarði afhendir gjöf frá fær- eyskum félögum. - '• f , . f Danskir félagar á góðri stund í kvöld- fagnaði hjá FBM. WFV 'y r -9p m rT ‘f/jmB&'-; -J jÉk1' 1 w m Lt ■ -tCTM ■ || flfl r É LLjfl m Varðveitt andartök. Glímdu sjálf við sannleikann hvað sem hver segir. Gakktu einatt eigin slóð hálir eru hversmannsvegir. Skeyttu ekki um boð né bann hvað sem hver segir. Inn í brjóst þitt ein og hljóð rýndu fast ef röddin þegir. Treystu á þinn innri mann hvað sem hver segir. “ Framtíðin er óskrifað blað. Við skulum ekki vera áhorfendur, við skulum taka þátt í að skrifa á það blað. Spurningin er um það hver skrifar á þetta blað. Við höfum þegar kynnst gífurlegum breyt- ingum á störfum og starfsháttum okkar og annarra. Og við skulum átta okkur á því til fulls að breytingarnar eru ekki yf- irstaðnar, öðru nær. Þessa dagana eru tvær prentsmiðjur að innleiða tölvutækni við forvinnsluna sem marka enn ein þáttaskil. í þessu sambandi mun reyna á samninga okkar. Réttur okkar á að vera tryggður, en eins og áður er sagt, gildir hér að menn þekki rétt sinn og standi vörð um hann. Við vitum ekki í smáat- riðum hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Við vitum hins vegar að hann boðar áframhaldandi breytingar. Við höfum ekki ástæðu til að örvænta ef við höldum vöku okkar. í því sambandi vil ég nefna nokkur mikilvæg atriði. I fyrsta lagi: Við eigum öll rétt á að hafa atvinnu, skap- andi og lífvænlega atvinnu. Þann rétt hefur enginn leyfi til að taka frá okkur. Þann rétt munum við verja, hvað sem það kostar. í öðru lagi: Hvikum aldrei frá því grundvallarmarkmiði verkalýðs- hreyfingarinnar að berjast fyrir þjóðfé- lagi jafnréttis og bræðralags. Og í þriðja lagi. Þekking okkar og lifandi menntun má aldrei dala. Því kunnáttan mun reyn- ast okkur drjúgur liðsauki í baráttunni um brauðið. Sameining bókagerðarfélaganna 1980 í eitt félag, Félag bókagerðarmanna, var heillavænlegt spor; spor sem mun gera okkur baráttuna léttari, spor sem mun treysta atvinnuöryggi okkar og mennt- un. Spor í anda aukinnar samstöðu, rétt eins og vakti fyrir frumherjunum á sinni tíð. í dag fögnum við merkum áfanga á langri leið. Framtíðin mun geta blasað við okkur sem bjartur dagur ef við miss- um aldrei sjónar á markmiðum og vflum ekki fyrir okkur að takast á við þau vandamál sem upp munu koma. Sam- staðan er okkar vopn í baráttunni og nú stendur ekki baráttan bara um brauðið. Hún stendur jafnframt og ekki síður um lífið á jörðinni okkar. Það er okkar hlut- verk að leggja lífinu lið. Berjast gegn vopnaskaki og mengun lífríkisins. Við heiðrum brautryðjendurna ein- ungis með því að sofna aldrei á verðin- um. Gott fólk! rísum úr sætum, vottum frumherjunum virðingu okkar og innsigl- um með því heit um að halda vöku okk- ar. PRENTARINN 4.7.'87 11

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.