Prentarinn - 01.04.1987, Qupperneq 24

Prentarinn - 01.04.1987, Qupperneq 24
GUÐLAUGUR R. GUÐMUNDSSON Heimsmet — og nú ekki miðað við fólksfjölda í hendur mínar barst fyrir nokkru síðan bók sem heitir „LETUR OG MERKI“ og er eftir Guðlaug R. Guð- mundsson en útgefandi er Iðnskólaút- gáfan í Reykjavík 1987. Bók þessi vakti athygli mína fyrir það hve illa hún er unnin, sama á hvaða þætti bókagerðar er litið, ef undan er skilið líming í kápu og prentun hennar. Eftir að hafa flett í gegnum bókina fór ég að leita skýringa í huga mér af ástæðunum fyrir hinu hroðalega útliti gripsins, en fann enga nema verið gæti sparnaður, sem hlýtur að vera í meira lagi hæpinn í þessu tilfelli. Ekkert kemur fram í formála um að þetta sé óköruð tilraunaútgáfa, heldur gæti lesandinn haldið að hann sé með í höndunum verk sem unnið er sam- kvæmt þeim kröfum sem gera verður til kennslubóka fyrir bókagerðarmenn. Efnisyfirlit bókarinnar er eftirfar- andi: Formáli bls. 2-4 Letur - 5-18 Tákn - 19-36 Skrift - 37-58 Prent - 59-72 Setning - 73-86 Merki - 87-102 Rétting - 103-110 Verkefni - 111-138 Heimildir - 139-140 Eins og sjá má af þessu efnisyfirliti þá fjallar fyrri hluti bókarinnar, 72 síður um ýmislegt faglegt efni sem bókagerð- armönnum er þarft að kunna skil á og sjálfsagt er að kenna í faglegu námi þeirra. Síðari hluti bókarinnar er að frátöldum kaflanum „Rétting bls. 103- 110“, efni sem ekki á heima í faglegu námi bókagerðarmanna sérstaklega, heldur tilheyrir íslenskunámi almennt. Athuga ber að „setning“ í efnisyfirliti merkir ekki það sem bókagerðarmenn kalla setningu heldur er hér átt við hluta málsgreinar í íslensku máli. „Merki" í efnisyfirliti er heldur ekki það sem bókagerðarmenn nota þetta orð yfir heldur er hér átt við greina- merki í texta. „Rétting“ í efnisyfirliti er átt við það sem bókagerðarmenn kalla leiðréttingu. Þessi atriði sýna einnig vanþekkingu á faginu og því máli sem þar er notað þó skilja megi orðin. Bókin hefði lagast mikið ef þessu efni hefði verið sleppt. Lesandinn hefði fengið færri illa unnar síður og minna af faglegum sóðaskap. Heimildaskrá er á tveim síðum og ef rennt er yfir hana þá kennir þar margra grasa. Hlýtur skráin að vera höfð til að koma því inn hjá lesandanum að þarna sé um lært rit að ræða, en eins og með þetta er farið hefði alveg eins verið hægt að lengja skrána um tvær síður, og hefði það auðvitað lyft verkinu mikið miðað við hið fyrra. Einnig var leið, og kannski skynsamlegust í stöðunni að sleppa skránni alveg því ekki er vitnað til hennar nema með örfáum undan- tekningum. Má í því sambandi t. d. nefna textann um lausaletur á bls. 61. en þar hefði að ósekju mátt geta þess að hann væri þýðing úr Sort og rpdt eftir R. Broby Johansen 1982. Ekki hafði ég við hendina nærri öll þau rit sem upp eru talin í skránni og fannst raunar ekki eyðandi tíma í að bera saman texta og heimildarit. Þarna sýnir höfundur að- eins á sér enn eina hliðina og því miður er hún ekki betri en hinar fyrri. Hér á árum áður keypti ég nokkuð af kennslubókum í bókagerð og hélt þeirri iðju áfram um árabil þó ekki fengist ég óslitið við fagið. Ég hef reyndar ekki keypt margar bækur af þessum toga undanfarin ár, en samt nokkrar og hafa þær sannfært mig um að hugsun og hefðir í útgáfu slíkra bóka hafa lítið breyst, hvað varðar útlit og vandaðan frágang. Við Islendingar erum fámenn þjóð og það er í kennslu bókagerðar eins og í fleiri sérhæfðum greinum að við verð- um að notast við erlendar kennslubæk- ur, þó við vildum auðvitað heldur hafa LETUR OG MERKI IÐNSKÓLAÚTGÁFAN 1987 Þetta er kápa þess rits sem fjallað er um í meðfylgjandi grein. íslenskar. Við verðum að setja okkur það mark, að því aðeins verði íslenskar bækur notaðar að þær komi fyllilega í stað þeirra erlendu, að ekki sé talað um hvað faglegan frágang varðar. Mikið vatn er til sjávar runnið frá því ég var lítillega tengdur prentdeildinni í iðnskólanum. Þá var ekki um auðugan garð að gresja hvað fagbókmenntir á ís- lensku varðar, en þó menn vilji nokkuð á sig leggja til að geta notað bækur á móðurmálinu þá er ég þess fullviss að þeir kennarar sem þá kenndu við deild- ina þeir Hafsteinn Guðmundsson, Óli Vestmann Einarsson, Hjörleifur Bald- vinsson og ég hefðum ekki tekið til notkunar bók eins og þá sem hér um ræðir, og illa þekki ég Óla Vestmann, skoðun hans á faginu og metnaði fyrir því, ef hann gerir sig í dag ánægðan með bók sem þessa. Raunar er einnig sú hlið á þessu máli, sem vert er að at- huga, að nemar í bókagerð hafa gott af því að venjast við að lesa og kynna sér faglegt efni á erlendum tungumálum. Það víkkar sjóndeildarhring þeirra og það er borin von að hægt sé að fylgjast með öllum nýjungum með því að lesa aðeins fagrit á íslensku. 24 PRENTARINN Ai:B7

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.