Prentarinn - 01.04.1987, Side 27

Prentarinn - 01.04.1987, Side 27
Komandi kjarasamningar Fyrir liggur hver kjör félagsmanna FBM eru og í Ijós hefur komiö í því sambandi að einn smánarblettur öðr- um stærri er samfara kjörum fólks í FBM. Hér er að sjálfsögðu átt við kjör óiðnlærðra félagsmanna, einkum þeirra sem starfa á bókbandsstofum. Nú er það svo að í mörgum undangengnum samningum hefur verið iagt upp með það að leiðarljósi að leiðrétta kjör þessa fólks. Eftirtekjan hefur hins vegar verið rýr eins og öllum ætti nú að vera Ijóst. Spurningin er: Hvers vegna? Ein skýr- ingin er eftilvill sú að þetta fólk hefur ekki sjálft samið við atvinnurekendur um sín kjör. Þó stjórn félagsins á hverjum tíma hafi verið öll af vilja gerð, hefur henni ekki tekist að fá fram leiðréttingu á þessum kjörum. Ógern- ingur er að una þessu ástandi lengur. Verkalýðsfélag á ekki bara að vera tákn samstöðu, það verður jafnframt að sanna gildi samstöðunnar. f komandi samningum væri ástæða til að reyna aðrar leiðir en hingað til. Væri ekki reynandi að hinir óiðnlærðu veldu þrjá úr sínum hópi sem störfuðu með stjórn félagsins að allri samn- ingsgerðinni og að félagsmenn standi sem einn maður að baki ákvörðun um að iægstu laun verði fólki bjóð- andi. Ljosmynda- blaðið Út er komið 1. tbl. af Ljósmyndablað- inu 1987. Héreráferðinni vandað blað og greinilegt að hugsjónafólk stendur að baki útgáfunni. Auðvitað er hægt að finna að öllu, en hvað Ljósmyndablað- ið snertir er það þó býsna erfitt, sá sem þetta ritar vildi þó, ef hann mætti ráða breyta umbroti blaðsins nokkuð. í heildina er blaðið hið vandaðasta og ástæða til þess að óska aðstandend- um þess til hamingju. Þó efni þessa blaðs snerti eftilvill ekki okkar starfs- greinar beint, snertir það þær óbeint, það er því ástæða til þess að hvetja bókagerðarmenn til þess að lesa þetta blað. Ljósmyndunin og sú tækni sem þar býr að baki snertir störf okkar nær daglega. Nýtt blað Félagstíðindi áhugafólks um verka- lýðssögu hefur nú komið út. Ritstjóri þessa 1. tölublaðs er Magnús Guð- mundsson. (blaðinu eraðfinnaýmsar fróðlegar upplýsingar til þeirra sem hafa áhuga á verkalýðssögu. Þá eru í blaðinu birtar gamlar myndir. Það er ástæða til að fagna þessu blaði og vona um leið að framhald verði á út- gáfunni. Blaðið er hins vegar meingallað út frá sjónarmiðum fagurfræðinnar og fag- legrar kunnáttu og dettur manni helst í hug að fúskarar hafi séð um setningu og umbrot, enda þess ekki getið hvar eða hver hafi unnið blaðið. Vonandi verður þetta lagfært i næsta tölublaði, annað væri ekki sæmandi þeim sem eru að fást við varðveislu sögunnar. Ágætu bóka- geröarmenn. Við undirritaðir frambjóðendur til stjórnarkjörs í Félagi bókagerðar- mannan þökkum ykkur veittan stuðn- ing. Einnig viljum við óska þeim sem náðu kjöri til hamingju, þó sérstaklega Elísabetu Skúladóttur sem náði stór- kostlegri kosningu. Ásbjörn Sveinbjörnsson Auöur Atladóttir Jón Trausti Daníelsson Runólfur Þór Andrésson Sigurlaug Jónsdóttir Stefán Eiríksson Framkvæmdastjori á villigötum Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSf er okkur bókagerð- armönnum að góðu kunnur. Að minnsta kosti okkur bókagerðar- mönnum sem höfum áhuga á þorsk- inum, nýjum og söltum, svo mikið sem hann hefur frætt okkur um eðli hans. Nú eru hins vegar þeir hörmu- legu atburðir að gerast að Þórarinn er farinn að fjalla um aðra málaflokka og þótt eldmóður „kennarans" svíki hann ekki nú frekar en fyrri daginn þá virðist hans svið vera á slóðum þorsksins, ekki annars staðar. Hvað er svo málið? Þórarinn vill nú fara að skipuleggja verkalýðshreyfinguna uppá nýtt með það að leiðarljósi að þau mannréttindi sem henni eru tryggð með lögum verði afnumin. Af kenningum Þórarins er það helst að skilja að verkfallsrétt fyrir verkafólk eigi einungis að hafa á sínum snærum forseti og varaforseti ASÍ og kannski formaður BSRB. Það er svo til vitnis um ágæti Þórarins sem kennimanns að gamalreyndur iðnrekandi, formað- ur VSf, hefur meðtekið boðskap stráksins og gert hann að sínum og eftilvill eru það örlög fleiri í stjórnunar- störfum hjá VSf að lúta leiðsögn hans. Hitt er þó Ijóst að nú er Þórarinn á villi- götum, hvort heldur litið er á málið út- frá lýðræðisvitund fólks ellegar hans eigin kenningum um „frelsi einstak- lingsins". Megum við aftur fá notið þekkingar Þórarins á þorskinum, megi það verða hlutskipti allra manna að vera á réttri hillu í lífinu. PRENTARINN 4.7.'87 27

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.