Prentarinn - 01.04.1987, Qupperneq 25

Prentarinn - 01.04.1987, Qupperneq 25
í formála bókarinnar segir: „Rit þetta er einkum ætlað bókagerðarnem- um Iðnskólans í Reykjavík en sú er von mín að það geti einnig orðið þarflegt fyrir nema og kennara í öðrum skól- um.“ Svo mörg voru þau orð. Raunar er eitt gott um þessa bók að segja, og mæli ég með að hún verði notuð í bók- iðnaðardeildinni og annars staðar sem sýnishorn af því hvernig kennslubækur eiga ekki að vera, og skuli henni haldið sérstaklega á lofti í því sambandi, því ekki minnist ég þess að hafa séð áður bók sem jafn afdráttarlaust á það skil- ið. Vegna fjarlægðar minnar um mörg ár frá Iðnskólanum í Reykjavík hef ég ekki séð nærri allt sem Iðnskólaútgáfan hefur gefið út, en af því sem borið hefur fyrir augu mín er þessi bók í sérflokki. Ég hef svolítið velt því fyrir mér hvað liggi til grundvallar þessari útgáfu, en ekki komist að neinni skynsamlegri niðurstöðu. Eins og áður sagði er ekk- ert í formála bókarinnar sem gefur skýringu á því. Krefjast verður þess af útgáfu sem tengd er iðnmenntun í land- inu að hún hafi faglegan metnað á ekki lægra stigi en aðrar útgáfur. Jafnvel þó höfundur bókar sé gersamlega metnað- arlaus á þessu sviði, verður að gera þá kröfu til þess að útgáfan hafi vit fyrir honum og gefi ekki út einhvern fagleg- an sóðaskap eins og hér um ræðir. Hingað til hef ég fjallað lítið um bók- ina efnislega og í sjálfu sér er ekki ástæða til þess á þessu stigi málsins, nema þá sem handrit eða lauslega tillögu að bók, sem með umfjöllun manna, manna sem kunna til verka, gæti kannski verið efni til að byggja á og vinna úr. f þessu sambandi mætti hugsa sér að nemar í setningu, undir leiðsögn kennara, kæmu svona efni í þann búning sem hæfir kennslubók í bókagerð. Runólfur Elentínusson, kennari, Laugum S.-Þing. PRENTARINN 4.7.'87 Bréf til FBM Reykjavík 03.04.87 Til stjórnar Félags bókagerðarmanna Hverfisgötu 21 101 R Við undirritaðar konur í Kennarasambandi íslands, staddar á jafnréttis- námskeiði á Grettisgötu 89, sendum Félagi bókagerðarmanna afmælis- og baráttukveðjur. Okkur hefur borist eintak af félagsblaði ykkar, Prentaranum. A baksíðu blaðsins er auglýstur Wolhenberg pappírsskurðarhnífur og fylgir auglýs- ingunni mynd af nöktum kvenlíkama. Við viljum hér með vekja athygli ykkar á því að auglýsingar af þessu tagi eru liður í kúgun kvenna því kvenlíkaminn er gerður að söluvöru. Ekkert samhengi er milli líkama konu og pappírsskurðarhnífs. Við skorum á stjórn Fél. bókagerðarmanna að gæta þess framvegis að auglýsingar í Prentaranum niðurlægi ekki konur á þennan hátt, slíkt er ekki sæmandi nokkru stéttarfélagi. Mað jafnréttiskveðjum. Ragnhildur Skjaldardóttir Rósa Eggertsdóttir Þórdís Guðmundsdóttir Hanna R. Stefánsdóttir Halla Bogadóttir Ása Björk Snorradóttir Berghildur R. Valdimarsdóttir Rut Guðmundsdóttir Sylvía Guðmundsdóttir Svanhildur Kaaber Elín G. Ólafsdóttir. Sigrún Ágústsdóttir Berit Johnson Lilja M. Jónsdóttir Birna Sigurjónsdóttir Guðlaug Teitsdóttir Hlíf S. Arndal Jóhanna Karlsdóttir Valgerður Eiríksdóttir Áslaug Ármannsdóttir Sigurlaug Þ. Hermanns María Pálmadóttir Hvað getum við annað en dáðsrað styrkleikanum? Bara að horfa, grfiirmanni vissa tilfinningn... Já, bara að horfa á Wolhenbcrg pappírsskurðarhnífinn gefurmanni vissa, trausta tilfínningu. Að sjá Wolhenbcrginn vinna og heyra hvernig hann sker pappír- inn svo ákveðið og örlínt. Vfirburðir Wolhenbcrgs eru ekki síst, tilkomnir vegna mikils örygg- is og cinfaldleika í notkun. Óvenju umfangsmiklar rannsóknir og hárnákvæmar prófanir hafa gert þennan gæöagrip nánast óskcikul- an. Rekstraröryggi rt efst í huga Sigurjóns hjá Grágás n hanii hugsar til II 'olhen- Rétt cr aö vckja athygli á stig- lausri vökvaprcssu, íorprcssun, 40% skurðarhorni og 25% orku- sparnaöi á drifi. Samt er Wolhcn- bcrg hnífurinn cngin lúxus vara heldur nauðsynlcgur í hverri nú- tíma prentsmiðju. I.eitaöu nánari upplvsinga um Wolhenbcrg pappírsskurðarhníf- inn í síma 27333. 1=1 ACOHF IAUGAWEG1168 SlMI 27333

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.