Prentarinn - 01.04.1987, Síða 12

Prentarinn - 01.04.1987, Síða 12
Stefán ðgmundsson: Minni stofnendanna flutt á 90 ára af- mælishátíð samtaka bókagerðar- manna 4. apríl 1987 „Við eigum brautryðjend- unum ennþá stóra skuld að gjalda Áke Rosenquist og Stefán Ögmunds- son. Kæru gestir, góöir félagar'. Mér er þaö bæði ánægja og heiður að hafa fengið tækifæri til að minnast stofn- enda Hins íslenzka prentarafélags. Þeir voru mér þó ekki með öllu ókunnir, því með 7 af 12 stofnendum vann ég og lærði af þeim sem ungur maður. Mér eru þeir allir kærir, þótt ólíkir væru um margt. Eitt var þeim öllum sameiginlegt: það var samstaðan og eindreginn vilji til þess að láta félag sitt njóta þess besta sem í þeim bjó. Starfið í þágu félagsins var jafn sjálfsagt og vinna, matur og svefn. Hvergi sjást þess gleggri dæmi en frá upphafsárum Prentarafélagsins hversu ríkur þáttur samhjálpin var í hugum þeirra, sem þar voru að verki. Með stofnun Prentarafélagsins voru frumherjarnir að leggja á nýjar brautir og ókunnar að mestu, til verndar lífi sínu og sinna. Þeir voru að stíga hættuspor á þunnum ís, þar sem elfur gamalla for- dóma og ríkjandi stéttar dunaði undir. Tíðum mátti heyra hótanir og hrakspár í svo til hverju spori hinna ungu samtaka. Samstaðan og gagnkvæmur skilningur hinna fátæku hlaut þá oft hinar verstu nafngiftir. Það kom þó ekki í veg fyrir að prentarar ættu þrek og reisn til þess að líta jafnan til næsta manns og gæta þess hvort allt væri með felldu um líðan hans. Þótt prentarahópurinn, sem stofnaði Hið íslenzka prentarafélag, væri fá- mennur var styrkur samhjálparinnar til staðar. Skortur og sjúkdómar, einkum berklaveikin, hafði þegar á fyrsta ári höggvið skarð í hópinn og hélt því áfram næstu áratugina. Þótt það tæki sjö ár að fá samningsrétt- inn viðurkenndan, þarf engan að undra þótt sjúkratryggingarmálin væru strax á fyrsta ári félagsins það sem frumherjarn- ir unnu að. Það var verndun heilsunnar til viðhalds lengra lífi. 12 PRENTARINN 4.7.'87

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.