Prentarinn - 01.04.1987, Side 5

Prentarinn - 01.04.1987, Side 5
til sín starfsfólk afallt öðru saudahúsi en það er sjálft. Verkafólk getur hvorki né má treysta öðrum til þjónustu fyrir sig en fólki úr sínum eigin röðum. “ Þó nokkrar umræður urðu undir þessum dag- skrárlið og hélt einn ræðumanna nærri klukkustundarlanga ræðu og kom víða við eins og við mátti búast á svo löngum tíma, en mest bar þó á harðri gagnrýni í garð stjórnar. Ámælisvert taldi ræðumaður vera allt það sem stjómin hafði framkvæmt, hvort heldur um var að ræða kjaramál eða viðhald fast- eigna og allt þar á milli. Verst þótti honum þó það sem stjórnin hafði ekki gert, svo sem að koma á „bridge“ keppni milli FBM og Tré- smiðafélags Reykjavíkur og skákkeppni á milli FBM og Verkamannafélagsins Dags- brúnar. Margt fleira athyglisvert kom fram í máli þessa félaga og vildu ugglaust margir fá meira að heyra. í lok þessa dagskrárliðar var samþykkt eftir- farandi ályktun: „íIjósi þeirra breytinga sem orðið hafa í efna- hagslífinu síðan síðustu kjarasamningar voru undirritaðir, er óhjákvœmilegt annað en að endurskoða launalið kjarasamnings félagsins. Nýgerðir samningar við opinbera starfsmenn eru allt öðruvísi en þeir samningar sem FBM gerði síðast og tryggja þeir opinberum starfs- mönnum mun meiri hœkkanir á launum. Ástœða er til að fagna þessum samningum með opinberum starfsmönnum. Það breytir þó ekki því að óhjákvœmilegt er annað en að endurskoða launaliði samninga FBM í Ijósi þeirra samninga. Þeir „fastlaunasamningar" sem VSÍ er nú að gera við verkalýðsfélög eru á margan veg at- hyglisverðir. Nauðsynlegt er i Ijósi þeirra að endurskoða launalið samninga FBM og at- huga vel hvort ekki sé eðlilegt að taka upp , starfsaldurshækkanir nú þegar. Niðurstaða síðustu kjarakönnunar og þeirrar fyrstu sem FBM og FÍP sömdu um í síðustu samningum er þess eðlis að mikilvœgt hlýtur að teljast að samningsaðilar setjist niður og endurskoði launaliði samninga og leiðrétti þá til samræmis við niðurstöðu kjarakönnunar- innar. í framhaldi af framansögðu fer aðalfundur FBM1987fram á að teknar verði upp viðræð- ur strax á milli aðila og þess freistað að leið- rétta launaliði samninga og það jafnframt at- hugað nákvæmlega hvort ekki sé eðlilegt í Ijósi fenginna upplýsinga að semja um starfsaldurs- hækkanir. “ Reikningar Gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins og kom fram í þeim að staða félagsins er nokkuð góð ekki síst ef tekið er tillit til þeirra miklu út- gjalda sem áttu sér stað á liðnu ári í tengslum við viðhald fasteigna. Nokkrar umræður og fyrirspurnir komu fram undir þessum lið. Umræður spunnust m.a um það hvort ekki væri eðlilegt að koma á fót sér- stökum vinnudeilusjóði og sýndist öllum sem tjáðu sig um það mál það vera þjóðráð. Þegar gjaldkeri hafði svarað fyrirspurnum fundar- manna voru reikningarnir bornir undir at- kvæði og voru þeir samþykktir athugasemda- laust með öllum greiddum atkvæðum. Undir þessum dagskrárlið voru samþykktar tvær tillögur frá fundarmönnum. Fyrri tillag- an var um fjárhagsstuðning við kvennaat- hvarfið í Reykjavík og hin um fjárhagsstuðn- ing við D-sveit Blásarasveitar Akureyrar. Þá var tillaga stjórnar um 200 þúsund króna framlag til Bókasafns bókagerðarmanna sam- þykkt í einu hljóði. Lagabreytingar og stjórnar- skipti Þrjár breytingartillögur lágu fyrir fundinum og náði einungis ein þeirra fram að ganga, en til þess þurfa 2/3 fundarmanna að greiða at- kvæði með viðkomandi tillögu. Fyrir lá tillaga um að hætta að kjósa eftir iðnsviðum til trúnaðarmannaráðs og var hún felld þó hún fengi meirihluta greiddra atkvæða. Eins fór fyrir tillögu um breytingu á fundarsköpum. Hinsvegar náði orðalagsbreytingartillaga við reglugerð Sjúkrasjóðs FBM fram að ganga. Stjómarskipti áttu sér stað að vanda á þessum aðalfundi, en breytingin var einungis sú að Elísabet Skúladóttir tók sæti Ásdísar Jóhannesdóttur í stjórninni. Fundarmenn fögnuðu nýkjörinni stjórn og þökkuðu Ásdísi vel unnin störf i þágu félagsins með dynjandi lófataki. PRENTARINN 4.7.'87 5

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.