Prentarinn - 01.04.1987, Side 17

Prentarinn - 01.04.1987, Side 17
* Aukum félagslífið og notum stórbætta aðstöðu félagsins Þeir sem hafa lagt leið sína í félagsheimilið á undanförn- um vikum og mánuðum hafa að sjálfsögðu tekið eftir því að miklar viðgerðir og end- urbætur hafa staðið yfir á húseign okkar að Hverfis- götu 21. Á meðfylgjandi myndum er reynt að sýna hvílíkar aðgerðir og breyt- ingar hafa átt sér stað. Til þess þó að átta sig til fulls er nauðsynlegt að fólk líti inn og skoði með eigin augum. Endurbæturnar á sjálfu félagsheimilinu eru þess eðlis að nú hafa opnast nýir möguleikar í félagsstarf- seminni. Auk hins rúmbetra og endurbætta húsnæðis er nú til staðar í félagsheimilinu myndbandstæki og sjón- varp og opnar það að sjálf- sögðu vissa möguleika í fræðslu og skemmtistarfi. Ljóst er að nú er á mark- aðnum töluvert af mynd- bandsefni úr okkar iðngrein- um og því nýjasta sem er að gerast á hverjum tíma i tæknimálunum. Ætlunin er að útvega myndbönd ef áhugi reynist vera fyrir hendi hjá félagsmönnum. rLS

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.