Prentarinn - 01.04.1987, Qupperneq 10
áttu og baráttu morgundagsins aö þekkja
forsöguna. Afstaða atvinnurekenda hef-
ur nefnilega ekki breyst í grundvallarat-
riðum þótt vinnubrögð séu önnur og
sveigjanlegri. Mótsagnirnar eru enn þær
sömu, stéttabaráttan óhjákvæmileg hvað
sem hver segir og hvernig sem reynt er að
villa fólki sýn. í „Sú var tíðin“, sögu-
ágripi sem dreift hefur verið hér á sam-
komunni, segir höfundurinn, Stefán Ög-
mundsson, á einum stað: „Þær stundir
eru hins vegar alltaf nálægar, að ekki má
augum hvika frá stöðugri vernd þeirra
réttinda, sem alþýðan hefur náð með
baráttu sinni í samningum og á löggjafar-
sviði“. Þetta eru að sönnu þörf orð: ekk-
ert er sjálfgefið. Á bakvið réttindi okkar
og lífskjör liggur þrotlaus barátta, tár og
sviti og sagan er ólygnust. Um leið og við
sækjum fram á veginn verðum við stöð-
ugt að verja hin áunnu réttindi. Um það
höfum við nýleg dæmi úr þjóðlífinu og
á allra síðustu dögum höfum við
bókagerðarmenn mátt stríða við þá sem í
orði kveðnu eru málsvarar verkalýðs og
félagshyggju.
„Gripu þeir hið einmana fljóð
og glaðir í prísund drógu,
afstyrmin með ölmusuna
œptu og hlógu
— Þrœlslund aldrei þrýtur mann,
þar er að taka afnógu “
kvað Jóhannes úr Kötlum í Sóleyjar-
kvæði.
Árið 1923 stóðu bókagerðarmenn í
hörðum átökum við atvinnurekendur,
sem kröfðust þess að umsamin réttindi
væru afnumin eða skert og að laun lækk-
uðu. Staða bókagerðarmanna var erfið,
atvinnuástandið slæmt og fátækt al-
menn. Bókagerðarmenn stóðust þessa
árás. Þrátt fyrir langa vinnustöðvun
héldu þeir áunnum réttindum. Bóka-
gerðarmenn skildu þá, eins og nú, að hin
félagslegu réttindi mætti ekki skerða
undir neinum kringumstæðum. Það að fá
að ganga uppréttur var og er forsenda
Kristján Thorlacius, formaður BSRB
mætir á afmælishátíðina.
Örn Jóhannsson formaður FÍP mættur í
afmælið.
hamingjuríks lífs, hugsjón verkalýðs-
hreyfingarinnar snýst um mannlega
reisn, efnahagslegt sjálfstæði. Á þessu
atriði hefur því miður slaknað að undan-
förnu. „Hreppstjóravaldið11 er aftur að
skjóta rótum. Félagsleg réttindi hafa
ekki vaxið í réttu hlutfalli við þær breyt-
ingar sem hafa orðið í þjóðfélaginu. Af-
leiðingin er aukinn ójöfnuður og hlut-
skipti alltof margra hefur orðið bón-
bjargarleiðin. Þeir sem harðast verða úti
eru þeir sem veikastir eru fyrir og búa við
skertan hlut. Eftirlaunafólk, öryrkjar,
börn og konur eru m.a. hópar sem mega
nú þola aukinn ójöfnuð. Þjóðfélagið
krefst allra starfhæfra handa, efnahagur
heimilanna krefst þess að allar starfhæf-
ar hendur fjölskyldunnar dragi björg í
búið. Á sama tíma er börnum og öldnum
úthýst. Margur er sá sem þarfnast að-
hlynningar án þess að fá hennar notið.
Öruggt og lifandi skjól fyrir aldna og
unga er nokkuð sem verkalýðshreyfingin
verður að berjast fyrir af fullri hörku, all-
ar aðstæður krefjast þess. Líkast til bitn-
ar þetta óréttlæti gagnvart börnum og
Ingibjörg og Edda stýrðu hátíðarsam-
komunni af myndarskap.
öldruðum hvað þyngst á konum. Ein-
faldlega vegna þess að konur axla ábyrgð
í þessu tilfelli í ríkara mæli en við karlar.
Flestar vinnufærar konur eru úti á vinnu-
markaðnum og það er nákvæmlega sama
hvort litið er til þeirra kvenna sem t.d.
vinna á bókbandsstofum ellegar þeirra
sem eru í störfum þar sem krafist er há-
skólamenntunar. Konur búa við launa-
misrétti á öllum vígstöðvum. Orsakir
þess eru margar en m. a. þær sem nefndar
eru hér að framan og tengjast umönnun
ungra og aldraðra. Misréttinu á milli
kynja verður ekki útrýmt nema verka-
lýðshreyfingin láti málið til sín taka og þá
ekki bara í orði kveðnu. Það verður að
berjast fyrir þessu af fullri einurð. bæði í
samningum við atvinnurekendur og með
kröfum um löggjöf sem tryggi og auki hin
félagslegu réttindi. í þessu sambandi tel
ég rétt að gefa Jóhannesi úr Kötlum orð-
ið aftur, hann ávarpar konur betur en ég
get gert:
„Dómar heimsins dóttir góð
munu reynast margvíslegir.
10
PRENTARINN 4.7.'87