Prentarinn - 01.04.1987, Side 23

Prentarinn - 01.04.1987, Side 23
Leiðbeiningar Hérlendis hefur komið út bæklingur frá Vinnueftirliti ríkisins, Vinna við tölvu- skjái, þar sem er að finna leiðbeiningar um vinnutækni og vinnuaðstöðu, auk þess eru t. d. sérstök ákvæði í samning- um bókagerðarmanna, eins og áður hefur fram komið. Erlendis eru komnar margháttaðar reglur og tilmæli varðandi skjávinnu, t. d. sérstakir prófunarlistar, sem starfsmenn og fyrirtæki fylla í með vissu millibili, og ætlað er að tryggja sem bezt vinnuskilyrði. Þessi atriði eru ýmist komin frá opinberum aðilum, eða eru í samningum vinnuveitenda og verkalýðsfélaga. Hér eru ótaldar ýmsar greinar og rit- gerðir á þessu sviði, og mun það efni án efa aukast mjög í nánustu framtíð. Ekki er heldur úr vegi, að þeir sem störfin vinna láti frá sér heyra, á þess- um vettvangi eða öðrum, því þar er auðvitað þekkingarsjóður, sem öðrum getur komið að ómetanlegu gagni. Lokaorð. Ég hefi á sl. árum átt 135 viðtöl við meðlimi Félags verksmiðjufólks í Sví- þjóð, sem orðið hafa fyrir vinnusköð- un. Þótt þetta svið sé að flestu leyti óskylt bókagerð þá er það svo, að í pappírs- og umbúðaiðnaði hafa sam- tökin ekki verið sammála um hvoru verkalýðsfélaginu ýmsir ættu að til- heyra. Þetta kemur að vísu tölvuvinn- unni lítið sem ekkert við, en nokkrum almennum félagslegum atriðum, sem ég varð vör við í þessum samskiptum vil ég gjarnan koma á framfæri. Verk- smiðjufólkið hafði hlotið ýmiss konar vinnuskaða, bæði vegna hættulegra efna, sem það hafði unnið með, slysa, sem stöfuðu af því að ekki var sinnt eft- irliti á þeim búnaði sem notaður var, eða starfsmönnum fannst vinnan ganga hraðar fyrir sig ef öryggishlífar væru fjarlægðar, svo dæmi séu tekin. Rang- ar vinnustellingar og léleg vinnuað- staða leiddu gjarnan til allskyns sjúk- dóma í stoðkerfi og fleira mætti nefna. Ég gleymi aldrei manninum, sem hafði unnið í gúmmíverksmiðju við að vikta duft, sem líktist kakói. Eftir margra ára starf við þetta var einn morguninn komið upp skilti þar sem tilkynnt var, að þessa vinnu mætti aldrei fram- kvæma án þess að bera munnhlíf, þar sem efnið væri stórhættulegt öndunar- færunum. Af 16 vinnufélögum var hann einn á lífi, — öryrki. Það sem hins vegar sló mig mest var hræðsla þessa fólks við að leita réttar síns í stóru og smáu. hræðsla við að hafa samband við hvers kyns yfirvöld og þurfa að endurtaka erindi sitt marg- oft, eða vita hreinlega ekki hvert það ætti að snúa sér. Nú má geta þess, að í Svíþjóð er allri upplýsingamiðlun um þjónustu opinberra fyrirtækja mun bet- ur háttað en hér, og eru það t. d. einu auglýsingarnar sem leyfðar eru í sjón- varpinu. Því nefni ég þetta hér, að sú tilhneiging er ávallt til staðar að lesa ekki það upplýsinga- og fræðsluefni sem berst, bæði frá opinberum aðilum og stéttarfélögum t. d. Mörgum hættir til að hugsa: „Þetta kemur ekki fyrir mig“, og því ekki ástæða til að kynna sér þá lesninguna. Margt af því fólki, sem ég átti viðtöl við hafði í raun ekki ýkja miklar menjar vinnuskaða síns, en kom samt, vegna þess að það átti við ýmis önnur vandamál að stríða gagn- vart kerfinu og eygði þama möguleika að hitta manneskju, sem kannski gæti leiðbeint. Ég fékk sívaxandi áhuga á þessu vandamáli í stærra samhengi, og setti að lokum fram þá tilgátu, að það hlyti að vera í verkahring verkalýðsfé- laganna að haga starfsemi sinni þannig, að meðlimirnir fyndu, að þangað gætu þeir ávallt leitað með vandamál sín, — að þeir fyndu að þar yrði aldrei gert lít- ið úr þekkingarskorti þeirra á kerfinu, og þar væri fyrir hendi þekking, sem gæti hjálpað fólki að stíga fyrstu skrefin til að leita réttar síns. Aðalatriðið væri, að fólk fyndi til slíks félagsanda, að þegar erfiðleikar steðjuðu að, þá kæmi alltaf upp þessi hugsun: „Það er best að ég spyrji þá hjá verkalýðsfélaginu, þeir hljóta að vita þetta“. Ég ætla ekki að lýsa þeim mýmörgu dæmum sem ég hef séð þar sem leitað var upplýsinga hjá konunni í næsta húsi, vinnufélögum, eða trúnaðarmönnum, og þær reyndust vissulega stundum réttar, en allt of oft rangar og villandi og leiddu til þess, að fólk fór á mis við skýlausan rétt sinn. í Prentaranum hafa áður birzt greinar um málefni af svipuðum toga og þessi og má t.d. benda á tbl. 4.5 ’85,3.6. ’86, 1.7. og 2.7. ’87. Sigríður Stefánsdóttir PRENTARINN 4.7.’87 23

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.