Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 14
Þórbergur Þórðarson:
Við göngum til að minna valdhafana á, að sú yfirlýsing,
gefin oftar en einu sinni, verði ekki svikin lengur, heldur í
heiðri höfð, að íslenzka ríkið skuli vera ævarandi hlutlaust í
hernaðarbralli annarra þjóða, og engan her hafa í landinu.
Þetta hátíðlega heit sviku valdamennirnir, þegar þeir leyfðu
erlendu herveldi að ala hér her á íslenzkri grund.
Við göngum til þess að undirstrika þá kröfu, áreiðanlega
mikils hluta þjóðarinnar, að við segjum okkur úr Nato, því
að þátttaka okkar í hernaðarbandalagi er bersýnilegt brot á
hlutleysisyfirlýsingu okkar og auk þess stórháskaleg, ef til
styrjaldar drægi.
Við göngum til þess að leggja þunga á þá kröfu, að herinn
sé látinn fara tafarlaust burt úr landi voru og herstöðvarnar
lagðar niður.
Við göngum til þess að kunngera í verki, að við unum ekki
lengur þeirri niðurlægingu, þeirri forsmán, þeim endemum,
að land okkar sé setið af útlendum her á friðartímum og að
ýmsir peningasjúkir landar okkar geri þjóðinni þá skömm að
mæna eins og soltnar hundtíkur eftir beinum af borðum
bandarískra stríðsgosa.
Við göngum til þess að vara þjóðina alvarlega við þeirri
Sobbeggíafi og Mammagagga í áningastað
Þau eru mörg hliðin á Islandi.
Eitt þeirra hefur þó algjöra sérstöðu: hliðið sem nú stönd-
um við hjá.
Öðrum megin við það hafa erlendir vígamenn hreiðrað um
sig í umboði auðugasta herveldis heims, og enginn íslending-
ur veit hvaða vopnum þeir eru búnir.
Hinum megin tekur við þjóðvegurinn heim í traðir á Ing-
ólfsbæ hinum forna, þar sem helmingur þjóðar okkar á nú
heimili sín.
Um hliðið atarna kæmust hæglega fjórir asnar fullklyfj-
aðir samtímis. Það getum við sannfærzt um af eigin sjón, nú
þegar við höfum það fyrir augum, mörg í fyrsta sinn.
Við vitum líka vel, að gegnum þetta hlið hefur hátt á ann-
an áratug gengið óslitin lest gullklyfjaðra burðarjálka, mis-
jafnlega margfættra, frá aðalbækistöð bandarískra á Islandi
til höfuðborgar lýðveldisins — og síðan áfram út um alla
landsbyggðina.
Ekki hefur vantað viðtakendur, því er verr. Við þekkjum
hvert og eitt ófá dæmi um íslenzka karla og konur, sem virt-
ust efni í nýta menn, en urðu af aurum apar, eins og segir í
fornu kvæði. Og nú á þjóðin öll — að undanskildum örfáum
hröppum — að súpa seyðið af þeirri botnlausu spillingu og
fjármálaóreiðu sem hermangsgróðinn innleiddi í íslenzkt þjóð-
líf: hið beiska seyði sárustu fátæktar og nöprustu smánar.
Við höfum margan ósigur beðið í viðureign við hið erlenda
vald og skósveina þess, satt er það.
En borgin er ekki unnin.
Það sannið þið, borgarbúar sem hér standið í morgunsári
þessa júnídags, þrjózkir og viljafastir, staðráðnir að ganga
brautina fram í friðarins nafni, en neita þjónustu við vopna-
Einar Bragi ávarpar langgöngumenn
12
Keflavíkurgangan