Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 18

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 18
Þá var klukkan 7.55. Skipaðir höfðu verið göngustjórar þeir Björn Þorsteins- son, Böðvar Pétursson og Gísli Ásmundsson. En mér er nær að halda að ákefð göngufólksins hafi tekið af þeim ráðin á fyrsta áfanganum, því greitt var gengið — svo greitt, að nokkrir varfærnir menn höfðu orð á að þetta kynni ekki góðri lukku að stýra. En takmarkið blasti við augum okkar tæpum fimmtíu kílómetrum fjær — og þennan dag voru menn langskyggnir, þrátt fyrir dumbunginn. Vindstrekkingurinn, sem sjálfsagt var nöturlegur fyrir her- búðahyskið er norpaði innan girðinga langt að baki, reynd- „Allir skálmuðu jafn greitt og snerpulega að hinu setta marki . . .“ Ég vil leiðrétta þann misskilning, sem fram hefir komið, að samtökin „Friðlýst land“ samanstandi af mönnum úr ein- um stjórnmálaflokki. Samtökin hafa aðeins eitt mál á stefnu- skrá sinni: burtför hernámsliðsins, úrsögn úr Atlanzhafs- bandalaginu, og að ísland verði aftur hlutlaust land í átökum stórveldanna. Ég veit að í samtökunum eru menn úr þremur stjórnmálaflokkum og auk þess flokksleysingjar eins og undir- ritaður. Ég get ekki fallizt á þá kenningu, að „andskotans kommúnistarnir séu hinir einu þjóðræknu menn, sem eftir eru í þessu landi“. Gunnar M. Magnúss: Hinn 18. júlí 1918 náðist hinn langþráði sigur, er ísland endurheimti sjálfstæði sitt er þjóðin hafði verið svipt í 656 ár. Danmörk viðurkenndi Island sem fullvalda ríki og til- kynnti jafnframt, „að ísland lýsi yfir ævarandi hlutleysi sínu og að það hafi engan gunnfána“. ÞessT dýri arfur var nútíma kynslóð Islands fenginn í hendur. Þetta var heimssögulegur atburður, sem vakti fögnuð friðelskandi manna víða um lönd. Hinn 1. desember 1918 var ríkisfáni Islands, hinn ævarandi hlutleysisfáni, í fyrsta sinn dreginn að hún á Stjórnarráðsbyggingunni. Á næstu áratugum var hlutleysisyfirlýsingunni á lofti haldið innan- ist vera hollvinur okkar og óþreytandi að hvetja og létta okkur gönguna. Regnúðinn, sem hafði virzt svo ófýsilegur þegar við litum út um gluggann í býtið, svalaði okkur á göng- unni, en varaðist eins og heitan eldinn að smjúga gegnum föt okkar. Islenzkt veðurfar hafði greinilega lagzt á sveif með okkur, jafnskjótt og sýnt var að okkur skorti ekki mann- dóm til að þiggja liðstyrk þess. Fáninn varð svo sókndjarf- ur í þessum góða byr, að við lá að fánaberinn yrði að hlaupa við fót til að hafa við honum. Flugvallarafleggjarinn er malbikaður — og háll í bleytu, stendur á ensku og íslenzku á járnskilti við vegbrúnina (enska letrið sýnu ábúðarmeira en hið íslenzka) — en engum varð hált á þeirri sigurbraut sem við höfðum nú lagt undir fót. Fótabúnaðurinn var að vísu misjafn — strigaskór, hnallar, gúmmískófatnaður, venjulegir götuskór, skæðin af öllum hugs- anlegum gerðum, og raunar göngufólkið líka: ljósmóðir, blikksmiður, listmálarar, blaðamenn, iðnnemar, fjölritari, frúr, bændur og sjómenn, söngstjóri, háskólastúdent, prest- ar, rafvirkjar, læknir, verkamenn, trésmiður, nuddkona, póst- maður, alþingismaður, fyrrverandi alþingismaður, rithöfund- ar, kennarar, verkfræðingur, verslunarfólk, prentarar, fóstr- ur, magisterar, skrifstofufólk, sagnfræðingur, hagfræðingur og háskólabókavörður, í einu orði fólk af öllum stéttum, og á öllum aldri: frá tólf ára til sjötíu og tveggja, — en allir skálm- uðu jafn greitt og snerpulega að hinu setta marki. Ef ég man rétt komum við á fyrsta áfangastaðinn hálftíma fyrr en ráð- lands og utan sem göfugu tákni. Hugtakið var sett inn í kennslubækur, börnin voru frá ómálga aldri minnt á þennan dýra arf, — þetta hugtak prýddi þúsund ræður. 16 Keflavíkurgangan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Keflavíkurgangan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.