Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 26
að marki sást ekki fyrir enda göngunnar efst
í Bankastræti. Mannþröngin við skólann þétt-
ist án afláts. Loks var eitt mannhaf yfir að
líta, frá skólanum, yfir þvera Lækjargötuna
og að Lækjartorgi.
Klukkan var níu.
Á að gizkt átta þúsund
hernámsandstæðingar höfðu
fylkt sér til fundar!
Fyrsta áfanga var náð.
Fyrsti sigurinn var unninn.
H. S.
Leið göngunnar um bæinn
en sennilegt að þeir yrðu við þeim tilmælum. Það er nokkurn-
veginn víst, að þeir drægju sig í hlé.
Hvers vegna? mun margur spyrja. Er nú svo víst, að þeir
myndu anza okkur? Ætli þeir færu ekki sínu fram, hvers-
svosem við kynnum að óska?
Slíkar spurningar eru stórhættulegar. Þær eru hættulegar
sökum þess að þær bera vott um það sálarástand — hvort-
heldur er hjá einstaklingi eða þjóð — sem á ekki skyldara við
neitt annað en uppgjöf og skort á sjálfsvirðingu. Því miður
hef ég heyrt þeim fleygt meðal manna, sem ofur vel skilja
hættuna, tilgangsleysið og niðurlæginguna af hersetu í land-
inu og vilja Island frjálst og hlutlaust. Það er eins og þeim
sé skapi næst að segja: Þetta þýðir ekkert — Bandaríkja-
menn myndu vera hér kyrrir, þótt hver einasti Islendingur
bæði þá að fara.
En ég trúi því ekki að óreyndu, að þetta sé rétt.
Að sjálfsögðu er varla við því að búast, að Bandaríkjamenn
taki það upp hjá sjálfum sér að draga sig í hlé og fara héðan
(endaþótt það væri eitthvert það snjallasta diplomatiskt bragð
sem þeir gætu viðhaft, og öruggt til að styrkja aðsöðu þeirra
gagnvart Rússum á málþingum). En hvaðan eiga þá tilmælin
að koma — ef ekki frá okkur sjálfum? Og hvað myndi Banda-
ríkisstjórn geta gert? Annað tveggja: farið burt með her
sinn og bækistöðvar allar — eða setið um kyrrt í trássi við
yfirlýstan vilja okkar. — En ég tel ólíklegt, að þeir sæju sér
hag í því að taka síðari kostinn. Svo vel er fylgzt með því,
sem gerist í heiminum í dag, hvarvetna, a.m.k. í öllum menn-
ingarlöndum, og svo rækilega er hvaðeina gagnrýnt og metið,
á báða bóga, að þeir yrðu ekki öfundsverðir af slíkum við-
brögðum. Þess vegna tel ég líklegt — nánast fullvíst — að
þeir myndu fara að okkar vilja.
Engu er samt líkara en meðal Islendinga fyrirfinnist marg-
ir, sem þori ekki — eða vilji ekki — trúa þessu. Hersetan er
óneitanlega komin upp í vana. Hún virðist vera okkur til
lítils baga í daglegu lífi; hættan af henni er svotil engin — á
meðan ekki er styrjöld; við jafnvel „græðum á henni“ (!).
Svo langt er gengið, að margir þeir, sem vilja sjá fyrir end-
ann á þeim ófögnuði, virðast hafa misst trúna á þeim mögu-
leika, en álíta hann nánast fallegan óskadraum og siðferði-
lega skyldu til að friða samvizkuna — annað ekki. Þeir búast
heldur ekki við neinum stuðningi eða þróun í þessa átt frá
þeirri stjórn, sem nú situr að völdum (sem kannske er ekki
von).
En allt slíkt hik, allt slíkt vonleysi, er stórhættulegt; hættu-
legra en flest önnur hugarfarsspilling eða sljóleiki sem yfir
nokkra þjóð getur komið.
Hvað hefði mönnum eins og Skúla Magnússyni og Jóni Sig-
urðssyni orðið ágengt í baráttu þeirra tíma, ef þeir hefðu
hugsað sem svo: Allt okkar starf er í rauninni tilgangslaust;
Danir sleppa aldrei tökum sínum á Islandi? — Eða: Við er-
24
Keflavíkurgangan