Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 15
spillingu og andlegu úrkynjun sem Nato og hersetan í landinu
hefur gegneitrað með þjóðlifið hátt og lágt og magnazt með
hverju ári, svo að heilbrigð augu fá ekki betur séð en fram
undan sé tortíming á manndómi og frelsi landsmanna.
Við göngum til þess að rif ja upp þá staðreynd fyrir íslenzku
þjóðinni, að skelli á styrjöld, mun það óumflýjanlegt, að
allur obbi þjóðarinnar farist í helryki og atómeldi. Þetta er
ekki sagt til þess að hræða menn með Austri eða Vestrinu,
heldur ótruflað mat á veruleikanum.
Og við göngum til að vekja þjóðina til þess veruleikaskyns,
að hið eina og aðeins það eitt getur bjargað okkur frá tor-
tímingu í striði, að við höldum í fullum heiðri hlutleysisyfir-
lýsingar okkar. Yrði einhver stríðsþjóð til að brjóta á okkur
hlutleysið, myndi illu til skárra að þola það, þegar dagar
samvizkunnar koma, heldur en að hafa selt eða skenkt
landið fyrir skotpall og skotmark í kjarnorkustyrjöld.
Ég vona að sem flestir Reykvíkingar og fólk í næstu byggð-
arlögum innan 35 ára fylki sér í gönguna frá Keflavíkurher-
velli næsta sunnudag til að mótmæla í verki þeirri verstu
smán, sem þjóð vor hefur fallið niður í síðan höfðingjar
landsins afhentu Hákoni konungi land og lýð fyrir hart nær
sjö öldum.
Það þótti ekki mikið afrek, þegar' undirritaður var um
þrítugsaldur, að trítla aleinn í samfelldri lotu frá Stað i
Steingrímsfirði vestur að Arngerðareyri, né frá Neðri-Bakka
í Langadal suður að Skógum í Þorskafirði, allháa og hnökr-
ótta fjallvegi, sem hvor um sig er allt að þvi eins langur
og leiðin frá Keflavíkurvelli til Reykjavíkur. Og ekki fannst
’Mömmugöggu sérlega mikið á sig lagt þó að hún labbaði
marga ferðina án mikilla hvílda sunnan úr Njarðvík til höf-
uðstaðarins, og klæddi sig meira að segja uppá strax og hún
kom í bæinn og brygði sér í bíó.
§d^trúi ekki að óreyndu að reykvísk æska sé nú orðið svo
úr sér gengin að henni vaxi i augum að spásséra hingað slétt-
an veginn sunnan frá Keflavíkurherstöðinni. Og varla trúi
ég heldur, að hún telji sér skyldara að sækja ball eða geim
heldur en að mótmæla forsmáninni.
Tryggvi Emilsson:
Þegar ég var spurður um afstöðu mína til göngu frá Kefla-
vík til Reykjavíkur, til þess að mótmæla frekari hersetu í
landi voru, tók ég strax þeirri hugmynd með fögnuði. Öll
hreyfing fyrir íslenzkri sjálfsvitund, íslenzkri frelsisást og al-
gjörri friðlýsingu lands vors, er hreyfing í rétta átt. Hverju
því oki sem hvílir á sjálfstæði voru, ber að létta af.
Herseta á íslenzkri grund er smánarblettur, í senn á okkai
■ ástkæra landi og þeim mönnum sem innleiddu hersetuna,
vegna aðgerða þeirra í þjónkunarskyni við erlent stórveldi.
Keflavíkurgangan
13