Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 46

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 46
þar komið í Hafnarfjarðarblágrýtið, en það nær austur yfir Hamarinn að Hamarskotslæk, sem fellur með suðurjaðri Hafnarfjarðarhrauns. Það er runnið úr Búrfellisgíg inn af Helgadal og greinist að nöfnum í Vífilsstaðahraun, Hafnar- f jarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. Ef til vill var Alfta- nes eyja, áður en Hafnarfjarðarhraun rann og fyllti sundið milli lands og eyjar. Hraunsholtslækur, sem fellur úr Vífils- staðavatni fylgir norðurbrún hraunsins. Sagan Um aldaraðir hafa íslendingar lagt leið sina suður með sjó, þrammað þar eftir götutroðningum oft með drápsklyfjar í illri færð um miðjan vetur á leið i verið og haldið til baka með mikinn eða lítinn afla að vori. Á síðustu öld var ein ferð suð- ur á nes öðrum frægari. Haustið 1870 fór Oddur Vigfús Gísla- son prestaskólakandidat gangandi úr Reykjavík suður í Njarð- víkur eins og margir aðrir og kom þar að Þórukoti til Björns vinar síns siðla dags. Oddur var 34 ára og hafði lagt gjörva hönd á margt, meðal annars unnið við lýsisbræðslu suður i Höfnum. Þar hafði hann kynnzt Önnu Vilhjálmsdóttur, 19 ára heimasætu í Kirkjuvogi, og felldu þau hugi saman. Svo kom, að Oddur bað meyjarinnar, en Vilhjálmur Hákonarson, faðir hennar, synjaði honum ráðahagsins, taldi Odd lítinn reglumann, efnalausan og eigi líklegan til auðsælda. Vilhjálm- ur var héraðshöfðingi suður þar, þótti ráðríkur og bar ægis- hjálm yfir sveitunga sína. Erindi Odds kvöldið góða var að fá Björn í Þórukoti til þess að aðstoða sig við að nema Önnu í Kirkjuvogi að heim- an næstu nótt. Björn léði honum tvo röska menn til fararinn- ar. Þeim tókst að ná Önnu og komast með hana inn í Njarð- vikur undir morgun. Þegar þangað kom, hafði Björn hrundið fram sexæringi albúnum til siglingar. Þau Oddur stigu strax á skip, en í sömu svifum bar þar að eftirreiðarmenn Vilhjálms bónda, en þeir fengu ekkert að gert. Oddur sigldi með heit- mey sína til Reykjavíkur og voru þau þar gefin saman af dóm- kirkjuprestinum á gamlársdag 1870. Erlendar bækistöðvar, ofríki og orustur Fæstar ferðir manna suður með sjó hafa verið jafnróman- tískar og séra Odds. Þótt Suðurkjálkinn sé ekki ýkjafrjósam- ur, þá hefur hann um langan aldur haft töluvert seiðmagn sökum auðsældar. Þar og í Vestmannaeyjum hafa erlend riki og erlendir menn verið ásælnastir og ágengastir á Islnadi, og eru af því langar frásögur. Á 15. öld settust Englendingar að í hverri krummavík á Suðurnesjum og sátu þar sums staðar innan víggirðinga eins og til dæmis í Grindavík. Eftir nær- fellt 150 ára setu tókst að lokum að flæma þá burt, en það kostaði blóðfórnir. Hæðin, sem klaustrið i Hafnarfirði stend- ur á, hét að fomu Ófriðarhæð. Eigi er vitað, hve sú nafngift sé gert og þetta var nýstárlegt. Við getum ekkert á okkur lagt, sem er of erfitt til þess að koma hernum úr landi. Ég trúi á sigur í baráttunni, málstaðurinn hefur styrkzt, — og ólíklegasta fólk hefur vaknað úr dvala við þetta, — gangan hefur því haft mikil áhrif í rétta átt. Hannes Sigfússon, rithöfundur: — Keflavíkurgangan hefur fært sönnur á, svo að ekki verð- ur um villzt, að menn af öllum flokkum eru andvígir her- stöðvunum og reiðubúnir að sýna það í verki. Greinilegt er, að hún hefur vakið nýjan sóknarhug meðal almennings, en ótta í röðum hermangaranna: — Hersýningin á Keflavíkur- flugvelli er glöggt dæmi um það! Sveinbjörn Beinteinsson: Eg fór í þessa göngu vegna þess að ég taldi þörf á nýrri hreyfingu. Og ég treysti því að þetta ágæta fólk hafi ekki lokið göngu sinni. Enn um sinn verður gengið fyrir þetta mikla málefni: lausn íslands frá hersetu. Eftir baráttuna mun þessari göngu ljúka við það sama hlið þar sem fyrr hófst hún. Þá verður herinn farinn af íslandi og þjónar hans völdum sviftir á þessu landi. Þá hefst önnur ganga móti nýjum degi og nýjum vanda. Sigurður V. Friðþjófsson: „Það þarf ekki að ganga fyrir þó" Piltamir fjórir eru allir á aldrinum 12 til 14 ára. Sá yngsti verður ekki 13 ára fyrr en í nóvember. Hann heitir Guðlaug- ur Þórisson og á heima á Klapparstig 20. Hann er fæddur 10. nóvember 1947 og er sonur Helgu Júníusdóttur og Þóris Jónssonar verkamanns. Næstur í röðinni er Kristinn Þorbergsson, fæddur 1. júní 1947. Hann á heima á Hverfisgötu 54 og er sonur hjónanna Kristínar Ásmundsdóttur og Þorbergs Sigurjónssonar kaup- manns. Þriðji pilturinn heitir Birkir Pétursson. Hann er sonur Helgu Tryggvadóttur og Péturs Hraunfjörð bilaviðgerðarmanns og á heima í Blesugróf. Birkir er fæddur 12. maí 1947. Elztur f jórmenninganna er Guðmundur Viggósson til heim- ilis að Bárugötu 7. Hann er 14 ára, fæddur 22. apríl 1946. 44 Keflavíkurgangan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Keflavíkurgangan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.