Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 4

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 4
var í málefnasamningi stjórnarflokkanna heitið að fylgja fram áðurnefndri ályktun Alþingis. Á því hafa ekki orðið efndir enn. f desembermánuði 1956 tilkynnti ríkisstjórnin, að viðræðum við Bandaríkin um endurskoðun samningsins hefði verið frestað. Síðan hefur ekkert gerzt í málinu svo vitað sé. Við undirrituð viljum ekki una þessari málsmeðferð. Við teljum ríkisstjórnina og stuðningsflokka hennar bundin af ályktun Alþingis frá 28. marz 1956, loforðum stjórnarflokk- anna í seinustu þingkosningum og málefnasamningi þeim, sem stjórnarsamstarfið byggist á. Þess vegna krefjumst við þess, að málið verði þegar í stað tekið upp af nýju, endur- skoðun fari fram og herinn víki úr landi að lögskyldum fresti liðnum. Við heitum á þjóðina að þreytast ekki, en sækja rétt sinn af einurð og festu. Við heitum á fólkið í landinu að rísa upp, maður við mann, og fylkja liði í þeirri baráttu fyrir brottför hersins, sem hafin er að frumkvæði íslenzkra rithöfunda. Unum engum málalokum öðrum en þeim: að þing og stjórn standi við heit sín og herinn fari. Anna Guðmundsdóttir, bókavörður Anna Sigurðardóttir, frú Arni Böðvarsson, cand, mag. Ásgeir Karlsson, stud. mag. Ásmundur Sveinsson, myndhöggvari Auðunn Guðmundsson, stud. jur. Baldur Jónsson, stud. mag. Barbara Árnason, listmálari Benedikt Gunnarsson, listmálari Bjarni Benediktsson frá Hofteigi Björn Th. Björnsson, listfræðingur Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur Drífa Thoroddsen, frú Einar Bragi, skáld Einar H. Kristjánsson, stud. oecon. Einar Sigurðsson, stud mag. Elías Mar, rithöfundur Emil R. Hjartarson, stud. med. Finnbogi R. Þorvaldsson, prófessor Finnur T. Hjörleifsson, stud. mag. Friðjón Stefánsson, rithöfundur Geir Kristjánsson, rithöfundur Gils Guðmundsson, rithöfundur Grétar Geir Nikulásson, stud. med. Guðmunda Andrésdóttir, listmálari Guðmundur Georgsson, stud med. Guðmundur Guðmundsson, st. med. Guðmundur Oddsson, stud. med. Guðrún Guðjónsdóttir, frú Gunnar Benediktsson, rithöfundur Gunnar Dal, rithöfundur Gunnar M. Magnúss, rithöfundur Gunnlaugur Scheving, listmálari Gylfi Gröndal, stud. mag. Halldóra B. Björnsson, rithöfundur Haukur Helgason, stud. oecon. Hjörleifur Sigurðsson, listmálari Hörður Ágústsson, listmálari Hörður Bergmann, stud. mag. HösKuldur Björnsson, listmálari Ingiberg S. Hannesson, stud. theol. Jóhann Gunnarsson, stud. philol. Jóhann Hjálmarsson, skáld Jóhannes Helgi, rithöfundur Jóhannes úr Kötlum, skáld Jóhannes Jóhannesson, listmálari Jóhannes Steinsson, rithöfundur Jón Haraldsson, stud. philol. Jón Óskar, skáid Jón M. Samsonarson, stud. mag. Jón úr Vör, skáld Jónas Árnason, rithöfundur Jökull Jakobsson, rithöfundur Kjartan Guðjónsson, listmálari Kristinn E. Andrésson, magister Kristinn Guðmundsson, stud. med. Kristinn V. Jóhannsson, stud. philol. Kristinn Kristmundsson, stud. mag. Kristján Bender, rithöfundur Kristján frá Djúpalæk, skáld Kristmann Eiðsson, stud. jur. Laufey Vilhjálmsdóttir, frú Lárus Þorv. Guðmundsson, st. theol. Magnús Á. Árnason, listmálari Magnús Bjarnfreðsson, stud. oecon. Magnús Stefánsson, stud. med. Málfríður Einarsdóttir, frú Matthías Kjeld, stud. med. Nanna Ólafsdóttir, ritstjóri Ólafur Pálmason, stud. mag. Ólafur J. Pétursson, stud. philol. Ólafur Jóh. Sigurðsson, rithöfundur Páll Lýðsson, stud. mag. Rannveig Tómasdóttir, rithöfundur Sigríður Einars frá Munaðarnesi Sigríður Eiríksdóttir, hjúkrunarkona Sigurður Róbertsson, rithöfundur Sigurður Sigurðsson, listmálari Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur Sigurjón Ólafsson, myndhöggvari Skúli H. Norðdahl, arkitekt Snorri Arinbjarnar, listmálari Snorri Hjartarson, skáld Stefán Hörður Grímsson, skáld Stefán Jónsson, rithöfundur Svavar Guðnason, listmálari Sveinbjörn Beinteinsson, skáld Sveinbjörn Björnsson, stud. polyt. Sveinn Skorri Höskuldsson, st. mag. Thor Vilhjálmsson, rithöfundur Valdimar Örnólfsson, stud. phil. Valtýr Pétursson, listmálari Vilborg Dagbjartsdóttir, kennari Vilborg Harðardóttir, stud. philol. Þorsteinn Valdimarsson, skáld Þorvaldur Skúlason, listmálari Þóra Elfa Björnsson, skáld Þóra Vigfúsdóttir, ritstjóri Þórbergur Þórðarson, rithöfundur Þórunn Elfa Magnúsdóttir, rithöf. Ávarpið birtist í blaði, sem kom út fundardaginn og nefndist Herinn burt. Borgarafundurinn um herstöðvamálið var haldinn í Gamla Bíói 8. desember og var svo fjölsóttur, að naumur helmingur fundarmanna komst í sæti, en hinir fylltu ganga og forstofu út úr dyrum, og fjöldi manns stóð úti á götu. Að fundinum loknum var farin fjöldaganga að bústað for- sætisráðherra, Hermanns Jónassonar, og honum færð álykt- un fundarins, þar sem krafizt var tafarlausra efnda á sam- þykkt Alþingis frá 28. marz 1956 um endurskoðun hervernd- arsamningsins með brottför hersins fyrir augum. Samtökin Friðlýst land Hinn 20. marz 1958 stofnuðu þeir, sem unnið höfðu saman að undirbúningi fundarins, með sér samtök til að vinna að frekari framgangi málsins. Hlutu þau nafnið: „Friðlýst land — samtök rithöfunda og menntamanna." Fyrsta verk samtakanna var að boða ásamt Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík til almenns fundar í Gamla Bíói, þegar tvö ár voru liðin frá því er alþingissamþykktin var gerð, og fundarefni enn hið sama: að knýja á um efndir. Reykvíkingar sýndu sem fyrr hug sinn og alvöru í þessu máli með því að fylla fundarsalinn. Um vorið létu samtökin semja og gáfu út bækling, þar sem safnað var í einn stað öllum helztu staðreyndum, er styðja hinn íslenzka málstað. Bæklingurinn bar nafn sam- takanna — Friðlýst land — og var seldur í miklum fjölda eintaka um allt land. I júnímánuði 1958 gengust samtökin fyrir fundahöldum víðsvegar um Suður- og Suðvesturland og í septembermánuði í flestum bæjum og fjölmennari kauptúnum á Austfjörðum, Norðurlandi og Vestfjörðum. Fundina sóttu þúsundir manna, og var sérstaklega áberandi hve stuðningsmenn þeirra flokka, er á sínum tíma samþykktu hervemdarsamninginn, sýndu nú miklu meiri áhuga á málinu en stundum fyrr. Þessum fundá- höldum lauk með fjölmennum fundi í Reykjavík 2. nóvember, og sama dag gáfu samtökin út blað, Friðlýst land. Þegar hér var komið, var vinstristjómin að fara frá og 2 Keflavíkurgangan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Keflavíkurgangan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.