Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 52
fullkominn óbótamaður á Kópavogsþingi og síðar tekinn af
lífi; sumar heimildir segja, að aftakan hafi verið framkvæmd
heima á Bessastöðum. Þegar Hinrik frétti þetta, sendi hann
vini sínum, Kristjáni II. orðsendingu þess efnis, að hann væri
afhuga öllum Islandskaupum, af því að sér væri orðið kunn-
ugt, að Islendingar væru búnir að drepa alla styrktarmenn
þeirrar höndlimar.
Við vegbrúnina austur af Þinghústóft er aflöng dys, gróin
grjóthrúga, og nefnist Hjónadysjar, en þar rétt norðaustur af
voru svonefnd Systkinaleiði. Þau hafa nú lent undir húsum
við Fífuhvammsveg. I Hjónadysjum er talið, að þjófar tveir
liggi, maður og kona, sem Ámi Magnússon segir, að legið hafi
í Hraunhelli fyrir sunnan gamla Örfiriseyjarsel um 1677, en
náðust og voru tekin af. Engar áreiðanlegar sagnir eru um,
hverjir hafi átt að hvíla í Systkinleiðum, en ágizkanir greina
frá sakafólki frá Árbæ. Um 1700 bjó þar ungur og ókvæntur
maður með móður sinni, Sigurður Arason að nafni. Á móti
honum sátu jörðina Sæmundur Þórarinsson og Steinunn Guð-
mundsdóttir. Er ekki orðlengja, að ástir takast með Sigurði
og Steinunni. Þann 21. sept. 1704 fannst Sæmundur örendur
í Skötufossi í Elliðaám; Sigurður var grunaður um morð,
tekinn og meðgekk hann að hafa unnið á Sæmundi að undir-
lagi konu hans. Steinunn játaði hlutdeild sína og voru þau
tekin af 15. nóv. 1704, „Sigurður höggvinn skammt frá tún-
garði í landnorður frá þinghúsinu, en Steinunni drekkt í lækn-
um þar fyrir austan. Hafði höggstaðurinn ávallt áður verið
uppi á hálsinum, en drekkt í Elliðaá syðri,“ segir í gömlum
annál.
Árbæjarmálið minnir óneitanlega mjög á þjóðsögurnar um
Þorgarð.
Allmiklar heimildir eru til um fólk, sem lét lífið á þessum
stað á dögum erlendrar harðstjórnar og kaupþrælkunar, sumt
fyrir engar sakir að okkar dómi. Þannig fæddi Guðrún Odds-
dóttir vinnukona í Kirkjuvogi andvana barn, en faðir þess
var giftur maður. Hún reyndi að leyna fæðingunni, en upp
komst og var hún tekin af lífi, drekkt sennilega í Elliðaám.
Hér var fjallað um hin illræmdu Hvassafellsmál og Swarts-
kopfsmál, morðmál á Bessastöðum. En það skiptir ávallt
nokkru hverjir glæpina drýgja. Höfðingjarnir, sem létu sálga
Appolloniu Swartskopf voru auðvitað sýknaðir. Um þetta
mál fjallar Guðmundur Daníelsson í skáldsögunni Hrafnhetta.
Að göngulokum
Hér lýkur að segja frá lengstu og eftirminnilegustu mótmælagöngu, sem farin hefur verið á Islandi. Hún ýtti við mörgum,
sem fallinn var í værðarmók andvaraleysis, stælti vilja manna og metnað. Hún fékk íslenzkum hemámssinnum ærið umhugs-
unarefni. „Vísir mun ekki hlæja daginn eftir gönguna," hafði einhver sagt. Það sannaðist rækilega. I blaðinu hafa birzt tugir
æsingagreina um gönguna, þar af hátt í tíu leiðarar. Hinum erlendu vígamönnum á Miðnesheiði er ekki heldur rótt. Þeir leggja
sig nú í framkróka um að vingast við hina innbomu, em farnir að láta ljósmynda sig með æruverðum peysufatakonum og
bjóða þeim á hersýningar! Dýrmætast var þetta framtak göngumönnum sjálfum vegna þeirrar reynslu, sem það færði íslenzk-
um hemámsandstæðingum: að ekkert er eins vel til þess fallið að eyða misklíð, samstilla húgina og jákvæð athöfn, er allir
góðir menn geta átt hlut að með stolti — notað til að sýna vilja sinn í verki, sýna mannslund sína, staðfastan ásetning sinn að
vera hvað sem yfir dynur: m e n n .
Keflavíkurgangan staðfesti orð elztu konunnar í hópnum: að bak við gönguna byggi djúp alvara þeirra sem gengu. Enginn
hlífði sér við erfiði til að hún mætti sem bezt takast, í undirbúningsstarfinu var enginn foringi og enginn undirmaður, allir
unnu saman eins og vinir og félagar sem góður málstaður tengdi. Framkoma allra sem þátt tóku í göngunni einkenndist af
prúðmennsku og virðulegri festu, þeir létu ekki æsa sig til óhæfuverka þótt smámenni gerðu tilraun til þess, þeir skeyttu því
ekki þótt hrópuð væru að þeim ókvæðisorð, en forsmáðu hina leiðu með því að anza þeim ekki.
Viðtökurnar í höfuðstaðnum sýndu svo Ijóst sem verða mátti, að mál þetta á jafnvel enn dýpri hljómgrunn með þjóðinni
nú en nokkru sinni fyrr, að stórum hluta hennar er einlægt hjartans mál að fá hersetunni aflétt án tafar — vegna þeirrar hug-
raunar sem hún er þeim hverjum og einum persónulega, vegna þess geigvænlega háska sem herstöðvum fylgir, vegna þeirrar
lægingar sem hersetan bakar þjóðinni, vegna þeirrar skerðingar á sjálfsforræði hennar og fullum ráðum yfir landi sínu sem þeir
finna sáran til, vegna þeirrar hörmulegu siðspillingar og fjármálaóreiðu sem hersetan hefur valdið og viðheldur.
Einni dagleið er lokið. Við eygjum markið framundan, heillandi fagurt: alfrjálsa þjóð í alfrjálsu landi. Við nemum
ekki staðar fyrr en því er náð.
Einar Bragi.
50
Keflavíkurgangan