Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 13
arstað. Og síðan frétt — kærkomin vinakveðja frá Japan,
bróðurhönd rétt okkur hinum megin af hnettinum: Öflug bar-
átta gegn herstöðvum í Japan — Kishi að hrökklast frá völd-
um!
íslenzki fáninn og kröfuspjöldin eru tekin fram: „Herinn
burt! Ævarandi hlutleysi íslands! Við tökum okkur stöðu
„Helgi S. Jónsson, fyrrverandi nazisti og núverandi fréttaritari Morgun-
blaðsins“ (lengst til hægri) —
til annars en gerast leppar erlends valds, að fordæmi þeirra
hefur ekki náð að eitra kynslóð okkar sem heild.
Við viljum sýna öllum þjóðum, að sú mynd er ekki rétt,
sem þær kunna að hafa gert sér um íslendinga út frá kynnum
sínum af viðskiptum íslenzkra valdamanna við Bandaríki
Norður- Ameríku.
Við viljum sýna þeim íslendingum, sem síðar munu byggja
framan við blikkskilti nokkurt, merkt stórum svörtum ein-
kennisstöfum Atlantshafsbandalagsins: N A T O — hér er
víghreiður þess á íslandi. Einhver í hópnum drepur við því
hnúum, og það glymur tómlega í blikkinu eins og hér sé
enginn heima. Hermannahyskinu hefur sýnilega verið skipað
að fela sig. En niðri á veginum sést nú hvar Helgi S. Jónsson,
fyrrverandi nazisti og núverandi fréttaritari Morgunblaðsins,
vappar fram og aftur við fjórða mann.
Það er á sama veður og í Reykjavík: suðvestan stinnings-
kaldi, þokuloft og regnhraglandi. Nokkrir einkabílar hafa
komið með fólk úr Reykjavík, Keflavík og Njarðvíkum, sem
ætlar að vera viðstatt þegar gangan leggur af stað og taka
þátt í henni fyrsta spölinn. Um 250 manns fylkja sér undir
fána og kröfuspjöld á berangri þessa ömurlega staðar. Ein-
ar Bragi, sem kjörinn hafði verið til að ávarpa göngufólkið
áður en lagt yrði af stað, klífur upp á steingnípu og hefur
ávarp sitt. Vindurinn dreifir orðum hans yfir regnvota mó-
ana, en öll nemum við mál hans, finnum að hann talar fyrir
munn okkar allra:
Góðir samherjar.
Haft er eftir einum þeirra mörgu yfirgangsseggja, sem sag-
an kann frá að greina, að engin borg sé óvinnandi, ef asni
klyfjaður gulli komist gegnum borgarhliðin.
Því miður hefur margsannazt, að hann hafði allt of rétt
fyrir sér, þrællinn.
þetta land, að okkar kynslóð hafi a. m. k. ekki beðið sitt
skipbrot án þess að spyrnt væri við fæti, og það þannig að
eftir væri munað.
Við skulum vita, að þegar við sjálf heyrum horfnum tíma
til, verður um það spurt á íslandi, hverjir lögðust flatir 1960
og hverjir risu upp — hverjir voru í göngunni löngu.
Ég vil beina því til þeirra, sem kann að vaxa í augum
erfiði þessarar göngu, að minnast okkar fólks á fyrri tíma
— vannærðra vermanna á göngu um Suðurnes — kaghýddra
kóngsþræla Bessastaðavaldsins og allra fátækra manna, sem
geymt hafa lífsneista íslenzkrar þjóðar um langar aldir og
þrautafull ár.
Björn Þorsteinsson:
Herstöðvar eru smánarblettur á Islandi og brot gegn sögu-
legri erfð okkar Islendinga og menningu. Þær verða að hverfa
af íslenzkri grund, ef íslenzk þjóð á að lifa. Um annað er
ekki að ræða í þessu máli. Ég hef beitt mér fyrir því, að
mótmælaganga verði farin frá Keflavík til Reykjavíkur, af
því að ég er sannfærður um að hún muni vekja ýmsa af
sinnuleysissvefni um þetta mál og gæti orðið undanfari frek-
ari aðgerða gegn herstöðvum á Islandi.
Keflavíkurgangan
11