Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 31

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 31
Jóhannes úr Kötlum: íslendingar! Marga niðurlægingu urðu áar vorir að þola á því sjö alda skeiði sem land vort laut erlendu konungsvaldi. En eitt var þjóðin laus við alla þá hörmungatíð: smán erlendrar hersetu. Vígaferli áttu sér nokkurn stað fram eftir öldum, en jafnan dró úr vopnaburði unz hann þraut með öllu. Og þá er oss jókst megin af nýju og vér öðluðumst fullveldi var það vort fyrsta verk að lýsa yfir ævarandi hlutleysi gagnvart hernað- arátökum annarra þjóða. Vér afsögðum að taka þátt í dauða- dansi mannkynsins. En fyrir tuttugu árum, á öndverðri síðari heimsstyrjöld, gekk brezkur her hér á land og tók það með ofbeldi. Hikis- stjórn Islands mótmælti — i fyrsta og síðasta sinn. Ári síð- ar bað umboðslaust þing um amerískan her í staðinn fyrir brezkan. Síðan hafa allar vorar ríkisstjórnir ýmist barizt fyrir hinni erlendu hersetu ellegar svikið loforð um að aflétta henni. Þeir sem nú eru tvítugir og þaðan af yngri hafa alla ævi lifað í hersetnu landi. Sjálft lýðveldið stofnuðum vér undir stríðs- hjálmi og unum hlakki ránfuglanna enn i dag. Þannig höfum vér þá ávaxtað hina dýrlegu sjálfstæðisbaráttu feðranna. Oss hefur þótt stórmannlegra að eiga frelsi vort undir framandi tortímingaröflum en eigin manndómi og verðskuldan. Jóhannes úr Kötlum sig fyrir svona málefni. Það er ekkert afrek að ganga 50 kíló- metra. Rétt eins og meðal smalaferð. — Hvert er þitt álit á göngunni. Heldurðu að eitthvað vinnist með henni? — Mér lízt stórvel á þessa hugmynd og ég held að ekki dugi minna en svona stórframkvæmdir til að vekja fólk af þeirri deyfð sem ríkt hefur um hernámsmálið undanfarið. Við verðum að koma í veg fyrir að fólk líti á hernámið sem sjálf- sagðan hlut. Það er enginn vafi, að gangan mun vekja mjög marga til umhugsunar og umræðu um þessi mál, ekki ein- ungis þá, sem taka þátt í henni heldur og marga úti um land, sem ekki eiga þess kost að ganga, en fylgjast með atburðun- um. Umhugsun og umræður um hernámið hljóta alltaf að vera hernámsandstæðingum í hag. Ég vil að síðustu skora á allt ungt fólk, sem er heilt heilsu, að sýna hug sinn til hernámsins með því að taka þátt í göng- unni. Þuríður Magnúsdóttir: Þuríður Magnúsdóttir er 21 árs og vinnur hjá Samvinnu- sparisjóðnum. Hún er ákveðin að taka þátt í göngunni og hefur þegar látið skrá sig. — Hvaða gildi telur þú að ganga sem þessi hafi, Þuríður? — Með henni gefst okkur tækifæri til að sýna í verki and- úð okkar á hernáminu og þá fyrst og fremst á þeim verknaði forráðamanna þjóðarinnar að svíkja herinn inn í landið. Með þátttöku okkar, unga fólksins, sýnum við að íslenzk æska er fús að leggja nokkuð á sig til að losna við smán hernámsins. — Telur þú að gangan muni marka þáttaskil í baráttunni gegn hernáminu? — Já, tvímælalaust. Hér er farið inn á nýja braut, ný að- ferð reynd til að gera baráttuna virkari og vekja fólk til um- hugsunar um þetta mál málanna, því það er það. Á meðan enn dvelst erlendur her á íslandi er sjálfstæðisbaráttu Islend- inga ekki lokið. — Sumir telja gönguna of erfiða til þess að stúlkur geti farið í hana. Þú ert ekki á þeirri skoðun? — Nei, ég anza því ekki. Ungum, fullhraustum stúlkum er engin ofraun að ganga þessa leið. Þvert á móti — ég skora á allar ungar stúlkur, sem andvígar eru hernáminu, að fylkja liði í gönguna á sunnudaginn. Hrafn Sæmundsson: Hrafn Sæmundsson prentari er þekktur maður meðal ungra sósíalista. Hann varð fyrir valinu sem fyrsti formaður Æsku- lýðsfylkingarinnar i Kópavogi, sem stofnuð var fyrir ári sið- Keflavíkurgangan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Keflavíkurgangan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.