Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 16
valdið sem búizt hefur um bak við þessa girðingu.
Borgin er ekki unnin.
Það munu sanna þúsundir samherja ykkar, sem koma til
móts við gönguna á ýmsum skeiðum.
Það sannar einnig ótalinn fjöldi í öllum byggðum landsins,
sem fylgist af fögnuði með þessari göngu.
Og enn fleiri eru með ykkur í för.
Þið munuð á þessum degi heyra þungt fótatak horfinna
ættliða sem á þrautagöngu um myrkar aldir gáfu aldrei upp
vonina um óskert frelsi sinnar þjóðar.
Þið munuð heyra fótatak óborinna kynslóða, sem fordæmi
ykkar verður til örvunar þegar íslenzk þjóð á í vanda á ókomn-
um tímum.
Það voru fáir ónafngreindir einstaklingar, sem fyrstir tóku
ákvörðun um að þreyta þessa göngu til að vekja þjóðina af
háskalegum sinnuleysissvefni. En við hlið hvers eins þeirra
fylkja margir tugir liði þegar í dögun, og þeir verða þúsund
að kvöldi.
Forvígismenn göngunnar hafa orðið ásáttir um sameigin-
lega yfirlýsingu, einkunnarorð þeirrar baráttu sem bíður okk-
ar:
Vér viljum ævarandi hlutleysi Islands.
Vér viljum engan her hafa í landi voru, og engar her-
stöðvar.
Vér krefjumst þess,
að ísland segi upp varnarsamningi við Bandaríki Ame-
ríku,
að herstöðvar allar hér á landi séu niður lagðar og hinn
erlendi her verði á brott úr landinu,
að ísland gangi úr Atlantshafsbandalagi og lýsi yfir þvi,
að það muni aldrei framar gerast aðili að hemaðar-
samtökum.
Þessa viljayfirlýsingu gefst ykkur fyrstum allra kostur á að
staðfesta með undirskrift ykkar, og síðan hverjum íslendingi
sem þess óskar.
Góðir samherjar.
Af viti og seiglu háði islenzka þjóðin um aldir baráttu fyrir
frelsi sínu og sjálfstæði.
Viti og seiglu mun hún öðru fremur þurfa á að halda til að
varðveita heiður sinn í framtíðinni.
Af viti og seiglu skulum við þreyta þessa göngu leiðina á
enda: Fara hægt af stað en síga á og ætla okkur þó jafnan af.
Snúum baki við smáninni og biðjum hana aldrei þrifast.
Göngum á brott heim — heim til Islands hins góða.
Að ávarpinu loknu skipar hópurinn sér í fylkingu niðri á
veginum, fánaberinn fremst, en kröfuspjöldunum dreift hæfi-
lega um hana alla. Menn sneru bökum við smáninni, víg-
hreiðrinu á Keflavíkurheiði, og lögðu af stað í gönguna löngu
— heimleiðis.
Við viljum þurrka smánarblettinn af landinu og krefjast þess
að herinn verði látinn hverfa á brott, að ísland segi sig úr
Atlanzhafsbandalaginu og að aldrei framar verði herseta
nokkurs ríkis leyfð á íslandi.
Með göngu frá Keflavík til Reykjavíkur viljum við árétta
þá baráttu sem við höfum háð og heyjum þar til sigur vinnst.
Gangan er tákn þess að á Islandi býr þjóð, sem hefur þrek
og þor til þess að verja sjálfstæði sitt með tiltækum aðgerð-
um, og að æska lands vors er fús til að tryggja fulla friðlýs-
ingu og hlutleysi síns lands, til varnar þeirri menningu sem
við höfum upp byggt og helgri þjóðarvitund í eigin landi
gegn því siðleysi og dýpstu ómenningu sem hersetan er. En
hersetan þýðir herstöðu gegn öðru herveldi og felur í sér
dauða og tortímingu dragi til átaka.
Ég er sannfærður um að verkamenn munu ekki láta á sér
standa þegar til göngunnar kemur, að leggja sitt pund á vog-
arskálina. Hver eftir sinni göngugetu.
Verkalýðshreyfingin hefur frá öndverðu mótmælt herset-
unni og innlimuninni í Atlanzhafsbandalagið. Það sýna 30.
marz-atburðirnir frægu, þegár Fulltrúaráð verkalýðsfélag-
anna í Reykjavík gekkst fyrir mótmælaútifundinum við Al-
þingishúsið, þegar ósóminn var samþykktur á Alþingi. Og
nú eigum við tækifæri til að sýna þann mótmælakraft, sem
við berum með því að taka þátt í göngunni, fara til móts við
hana, eða mæta á útifundinum þegar gangan kemur. Margir
tala um að þessi ganga sé löng og erfið, og máske er hún það.
En ég minnist þess frá því ég var unglingur um og yfir ferm-
ingu, að oft var ég sendur úr Öxnadalsbotnum til Akureyrar
— sem er um 50 km — og fór ætíð þá leið á einum degi,
en lagði tvo daga undir heimleiðina, og þá ætíð með byrði.
Og þótti engum mikið. Þá var þó oft misjafnt færi og sjaldan
nóg að borða. Ég get þvá ekki vorkennt ungu fólki að ganga
þessa leið í góðu færi, og enginn þarf að vera svangur á ferð.
Þessi ganga hefur stóru hlutverki að gegna í þágu fullrar frið-
lýsingar og sjálfstæðis lands vors. Og jafnframt kröfunni um
útrýmingu herstöðvanna er gangan framlag til alheimsfriðar.
Friðar sem er í hættu og hverjum manni ber skylda til að
vernda vegna sjálfs sín og lífsins i kringum sig.
Vegna tilgangs síns verður gangan stolt hvers manns sem
tekur þátt í henni, eða styður hana á annan hátt. Atburður
sem aldrei gleymist.
Magnús Á. Árnason:
Eitt af dagblöðum bæjarins talar um „vonda menn í
Bandaríkjunum“. Þetta er rétt athugað hjá blaðinu, það eru
til vondir menn i Bandaríkjunum, eða að minnsta kosti eigin-
gjarnir menn. Þar eru til hemaðarsinnar og yfirdrottnunar-
seggir, og svo eru þar líka til auðmannaklíkur, sem græða á
14
Keflavíkurgangan