Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 45

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 45
því að þar er víða ekkert ferskt vatn að fá nema regnvatn af þökum. Við Kúagerði er dálítil tjörn; þar er forn áningar- staður, en betra þótti ferðamönnum að hafa eitthvað með- ferðis til þess að blanda drykkjarvatnið. Norður af Höskuldarvöllum við Trölladyngju er snotur eldborg, en úr henni hefur Afstapahraun runnið. Höskuldar- vellir eru eitt mesta graslendi Suðurkjálka, og var vegur lagð- ur þangað fyrir nokkrum árum og tekið að rækta vellina; því miður var þá gígnum spillt með malarnámi. Afstapahraun mun runnið nokkru fyrir landnámsöld, og hefur þá sennilega nefnzt Hvassahraun, samnefnt bæ sem stendur austan við hraunið. Vafasamt er, hvernig heitið Af- stapahraun er til orðið. Handan Afstapahrauns taka við fornleg hraun að nýju, þó hvergi nærri jafngömul og Vatnsleysustrandarhraunin. Þau munu runnin frá ýmsum eldstöðvum undir Sveifluhálsi, m. a. við Mávahlíðar. Við Straum er einna náttúrufegurst á leiðinni sunnan af strönd. Þar eru miklar uppsprettur í fjöru, eins og áður segir. Kapelluhraun nefnist hraunflákinn norðan vegar austur af Straumi, en heildarnafn á hrauni þessu er Bruninn. Það nefn- ist Nýjahraun í Kjalnesingasögu og máldögum fornum og mun runnið á fyrstu öldum íslandsbyggðar. Það er komið upp í um 7 km langri gossprungu við Undirhlíðar norðaust- ur frá Vatnsskarði. Kapelluhraun dregur nafn af kapellu, dá- litlu byrgi við gamla veginn í hrauninu. Við rannsókn fyrir fáum árum fannst þar lítið líkneski heilagrar Barböru. Á þeim stað hefur voveiflegur atburður gerzt fyrir siðaskipti, en eng- ar öruggar sögur greina þar frá tíðindum. — Hraunið hefur steypzt fram af sjávarhömrum, en ægir lítt unnið á því til þessa, af því hve það er ungt. Milli Hvaleyrarholts og Brunans er Hvaleyrarhraun, frem- ur flatt helluhraun og mjög ellilegt. Til marks um aldur þess eru bergstallar, sem sjór hefur klappað í hraunið í flæðarmáli, þar sem heitir Gjögrin. Þar eru miklar lindir, sprettur fram vatn 4.3° heitt sumar og vetur. Trúlegt er, að þar komi fram vatnið úr Kaldá, sem hverfur í hraunið upp af Hafnarfirði, eins og kunnugt er. Austast í Hvaleyrarhrauni við vegamót Krísuvíkurvegar er gryfja, sem nefnist Rauðhóll. Þama var áður lítið snoturt eld- fjall, eflaust eitt hið minnsta hér á landi, og er víst réttar að tala um gíghól. Hann hefur nú verið numinn burt til vegagerð- ar, en gigtappinn stendur þó eftir , i miðju eldvarpinu, hefur reynzt mokstrarvélum of harður undir tönn. Rauðhóll er eða raunar var eldri en Hvaleyrarhraun, því að það lá utan á hon- um á alla vegu og ofan á rauðamölinni, en þunnt moldarlag og brunnir lyngstönglar finnast á mótum malar og hrauns. Undirlag rauðamalarinnar er barnamold, sem myndazt hef- ur í ósöltu vatni. Þarna hefur því verið tjörn endur fyrir löngu, en undir barnamoldinni er ægisandur með skeljabrot- um, svo að hingað hefur ægir einhverntíma teygt arma sína. Þá hefst Hvaleyrarholt með fjörumörkum í 33 m hæð. Er Eiður Bergmann, skrifstofumaður: Það er óþolandi að við séum hersetin þjóð. Ég trúi á þýð- ingu göngunnar. Gréta Tómasdóttir, afgreiðslustúlka: Fyrst og fremst til að mótmæla hernum og leggja þetta af mörkum, því að ég trúi að gangan hafi þýðingu í rétta átt. Svanhvít Einarsson, verzlunarmær: -Ég tek þátt í göngunni til þess að andmæla her og her- stöðvum í landinu, held að þetta séu sterk mótmæli. Ólafur Ólafsson, verkamaður: Ég vil veita þessu máli sem mestan þunga. Þetta á að vera sterkur liður til þess að koma hernum úr landi. Ludvig Thorberg Helgason, verzlunarmaður: Langar til að losna við herinn, tel að þessi ganga sé vissu- lega kröftug til þess að ýta undir kröfuna um brottför hersins. Ólafur Þórarinsson, verzlunarmaður: Hersetan er óþörf, hættan af henni gífurleg, tortíming þjóð- arinnar vofir yfir, ef til styrjaldar kemur. Með göngunni mót- mæli ég áframhaldandi hersetu. Björn Sigfússon. háskólabókavörður: Ekkert knúði mig, mér finnst sjónarmið göngunnar svo sjálfsagt, að í þessum góða félagsskap verður mér gangan létt. Eftir gönguna lagði ég eftirfarandi spurningu fyrir nokkra þátttakendur, sem gengu alla leið: — Hver eru viðhorf þín til baráttunnar gegn hersetunni og fyrir hlutleysi íslands eftir Keflavíkurgönguna: Einar Laxness, cand. mag.: — Ég tel Keflavíkurgönguna og útifundinn hafa staðfest það fyrst og fremst, að krafan um brottför hersins eigi sér talsvert ríkari hljómgrunn meðal íslendinga, en ýmsir hafa viljað vera láta. Fólk vill greinilega aðgerðir, og þessvegna finnst mér ríða á, að þeim góða árangri, sem náðist með göngunni, verði fylgt eftir af fremsta megni unz fullur sig- ur er unninn. Birna Lárusdóttir, frú: — Ég er afar ánægð af að hafa fengið tækifæri til þess að taka þátt í Keflavíkurgöngunni. Það ér tímabært að eitthvað Keflavíkurgangan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Keflavíkurgangan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.