Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 51
Nokkru utar við Hafnarfjarðarveg liggur „gamli vegurinn“
yfir Arnarnesið, en kotið Litla-Arnarnes stóð við Kópavog, og
sér þar móta fyrir tóftum. Austan gamla vegar ofan við Litla-
Arnarnes er dys, sem nefnist Þorgarður. Þar á að liggja vinnu-
maður frá Bústöðum, er Þorgarður hét. Talið er að vingott
hafi verið með honum og húsfreyju, nyti Þorgarður góðs at-
lætis heima í koti er húsbónda mæddi vosbúð við gegningar.
Þegar bóndi fannst drukknaður í Elliðaám, var Þorgarður
tekinn og kærður fyrir morð. Ekkert sást á líkinu og Þor-
garður þrætti. Hann var þó dæmdur til dauða af líkum, en
leyfðist að leysa höfuð sitt með allhárri fjárhæð, af því að
sönnunargögn skorti. Ekki átti Þorgarður fé, og í nauðum
leitaði hann til bóndans á Seli á Seltjarnarnesi og hét að þjóna
honum og niðjum hans af trú og dyggð meðan sér ynnist
aldur og orka, ef hann leysti líf sitt. Bónda gekkst svo hugur
við vandræðum Þorgarðar, að hann tók fram sjóði sína, en
hann var ríkur, og fór að telja fram lausnargjaldið. I því kom
kona hans inn í stofuna og spurði, hvað hann vildi með allt
þetta fé. Bóndi segir sem var. Gekk þá konan að borðinu, tók
upp bæði svuntuhorn sin að neðan og sópar með annarri
hendinni öllum peningunum þar ofan í og segir: „Líði hver
fyrir sínar gjörðir.“ Þorgarður segir: „Ekki mun hér skilið
með okkur, því að ekki er það meira fyrir mig að sjá svo um,
að kveðja mín fylgi ykkur hjónum og ætt ykkar í níunda lið.“
— Hann var tekinn af, en gekk aftur og fylgdi Selsfólkinu og
hlaut afturgangan af því nafnið Sels-Móri.
Kópavogseiðar
Þingstaður við Kópavog lá undir handarjaðri danska valds-
ins á Bessastöðum; þess vegna bauð Friðrik II. 1574 að flytja
alþingi frá Þingvelli til Kópavogs, en Islendingar hlíttu aldrei
þeim konungsboðskap. Hér voru hinir illræmdu Kópavogseið-
ar unnir, mánudaginn 28. júli 1662. Þar setti Árni lögmaður
Oddsson þing, en Hinrik Bjelke höfuðsmaður, sem þá var ný-
kominn til landsins á herskipi, lét vopnaða hermenn standa
hringinn í kringum þingheim. Höfuðsmaður beiddist af þing-
heimi, að hann hyllti Friðrik konung III., og virðist það hafa
gengið fram mótspyrnulítið. Þá lagði Bjelke fram eiðvalds-
skuldbindinguna til staðfestingar, en þar „staðfestum og
styrkjum vér (íslendingar) honum (konungi) allir og einhver
til samans með öðrum hans Majestatis trúum undirsátum
með þessu voru opnu bréfi háverðugri hans Majst sem einum
fullkomnum einvaldsstjóra og arfaherra hans arfsrétt til Is-
lands og þess undirliggjandi insuler og eyjar, sem og allan
Majestatis rétt og fullkomna stjórnun og allt konungsvald,
sem hans konungl. Majst. og hans Majst. skilgetnum lífserf-
ingjum og skilgetnu afkvæmi og eftirkomendum svo lengi
sem nokkur af þeim er til í karllegg eða kvenlegg, er í fyrr-
nefndum act og giorningi bæði af Danmerkur og Norvegs-
ríkis stéttum er gefið og eftir látið.
Hér með afleggjum vér fyrir oss og vora erfingja og eftir-
1. Þinghústóftin. 2. Fangakofatóft. 3. ,,Hjónadysjar“. 4. „Systkina-
leiði“. 5. Litla-Arnarnes. 6. Gvendarbrunnur.
komendur allt það, sem í fyrri vorum fríheitum, landslögum,
Recess og Ordinanzíu kann finnast stríða í móti Majestatis
rétti ellegar maklega má þýðast að vera í mót Majestatis
réttri einvaldsstjórn og fullkomnum ríkisráðum.“
Brynjólfur biskup Sveinsson virðist fyrstur hafa orðið fyrir
svörum af hálfu landsmanna, og tjáði hann Bjelke höfuðs-
manni, að íslendingar væru ófúsir að afsala sér öllum rétt-
indum í hendur annarra. Bjelke svaraði biskupi einungis með
því að spyrja, hvort hann sæi ekki hermennina. Eftir það
fara ekki sögur af neinum mótþróa biskups eða klerka hans
gegn staðfestingu einveldisins. Árni Oddsson lögmaður stóð
þá á sjötugu. Hann neitaði að skrifa undir og stóð svo allan
daginn. Loks kom svo, að hann lét undan hótunum höfuðs-
manns og skrifaði undir tárfellandi. — Var þá slegið upp
ypparlegri veizlu, sem stóð langt fram á nótt. Þeir sýsluðu
upp á hljóðfæri til veizlunnar, trometa, filur og bumbur og
hleyptu skotum af feldstykkjum 3 í senn. — Þá gengu rac-
hetter og fýrverk af um nóttina. —
Neðst í túninu á Kópavogi við veginn eru rústir hins fræga
Kópavogsþings: Þinggerði og Þinghústóft.
Fyrstu sögur af Kópavogsþingi eru frá fyrri hluta 16. aldar
og tengdar landsölumáli. Kristján II. Danakonungur hafði lagt
sig allan fram um það að selja hinum fræga Hinriki VIII.
Englandskonungi eyjuna ísland með cllum gögnum, gæðum
og réttindum. Einhverjir samningar virðast hafa tekizt laust
eftir 1520. Þá kemur hingað Týli Pétursson frá Flensborg og
telur sig hafa eitthvert umboð yfir landi. Ekki leizt Islending-
Keflavíkurgangan — 49