Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 48
ar mötur koma til Njarðvíkur eftir skipan umboðsmannsins
á Bessastöðum fluttar með bændanna kostnað bæ frá bæ inn
að Bessastöðum, en flytjast frá Ytri Njarðvík á hestum til
Stafness yfir heiðina. — En nú að auki — setti umboðsmað-
ur bát hingað — í fyrstu með bón og síðan með skyldu,
tveggja manna far, sem ganga skyldi um vertíð, en ábúandinn
að vertíðarlokum meðtaka skipsábata, verka hann og vakta
til kauptíðar, ábyrgjast að öllu og flytja í kaupstað. Item
hefur ábúandinn til þessa báts svo oft sem nauðsyn hefur
krafið, orðið að leggja árar, keipla, drög, dagshálsa og aust-
urtrog, og fyrir allt þetta enga betaling þegið“. — Við Innri-
Njarðvík segir m. a.: „Kvaðir eru mannslán um vertíð suð-
ur á Stafnes. — Hér að auk að gegna gisting þeirra á Bessa-
stöðum, umboðsmannsins, sýslumannsins og þeirra fylgdar-
manna, hvenær sem þá að ber, vetur eða sumar, vor eða haust,
og hvað fjölmennir sem eru, hafa þeir í næstu 16 ár með
sjálfskyldu þegið mat, drykk og hús fyrir menn, hey, vatn og
gras fyrir hesta svo langa stund og skamma, sem sjálfir þeir
vilja“, auk margra annarra kvaða. Þannig voru álögurnar á
hverri jörð nema kirkjustaðnum.
Kaupþrælkun
A dögum illræmdrar kaupþrælkunar voru Suðurnesjamenn
oft hart leiknir af hálfu kaupmanna. Alkunn er sagan um
Hólmfast Guðmundsson, hjáleigumann á Brunnastöðum á
Vatnsleysuströnd, en bærinn stendur milli Kálfatjarnar og
Voga. Hann drýgði það ódæði að selja 3 löngur, 10 ýsur og
2 sundmagabönd í Keflavík árið 1698, en samkvæmt kaup-
svæðaskiptingu átti hann að verzla í Hafnarfirði, en kaup-
maður hans þar vildi ekki nýta þessa vöru. Fyrir þennan glæp
var Hólmfastur húðstrýktur miskunnarlaust, bundinn við
staur á Kálfatjarnarþingi í viðurvist Múllers amtmanns, af
því að hann átti ekki annað til þess að greiða með sektina en
gamalt bátskrifli, sem kaupmaður vildi ekki líta við. Hinn
dyggðum prýddi Hafnarfjarðarkaupmaður, sem stóð fyrir
málshöfðun og refsingu hét Knud Storm. Nokkru síðar lét
hann menn á sama þingstað veita sér siðferðisvottorð, þar
sem segir m. a., ,,að Knud Storm hafi umgengizt frómlega og
friðsamlega við sérhvern mann og sína kauphöndlun haldið
og gjört í allan máta eftir Kgl. Mts. taksta og forordningum
og sérhvers manns nauðsynjum jafnan góðviljuglega gegnt og
tilbærilega hjálpað og fullnægt með góðri kaupmannsvöru í
allan máta, svo sem sérhver óskað hefur og sérhverjum af
oss er vitanlegt. Hvers vegna vér sklduglega viljum — —
gjarna óska, að fyrr vel nefndur kaupmaður mætti vel og
lengi með lukku og blessun sömu höndlan fram halda og
hljóta (bæði hér á landi og annars staðar) guðs náð og gleði-
leg velfelli til lífs og sálar æ jafnan fyrir Jesum Kristum“.
Návígi
Ekkert hérað á íslandi hefur jafnrækilega fengið að kenna
á alls konar erlendri áþján og siðspillingu að fornu og nýju
Foreldrar hans eru Hrafnhildur Thoroddsen og Viggó Tryggva-
son lögfræðingur.
Þetta eru allt frísklegir og skarpir strákar og þeim finnst
sýnilega engin ástæða til þess að fjölyrða um það við blaða-
mann, þótt þeir hafi labbað 50 kílómetra vegalengd í strik-
lotu á einum degi til þess að mótmæla með því setu erlends
hers í landinu.
— Var þetta ekki erfið ganga? spyr fréttamaðurinn.
— Jú, frekar, svarar einn piltanna.
— Fenguð þið ekki strengi af göngunni?
— Smávegis. Það fór af eftir fyrsta daginn, segir Guð-
mundur, sem helzt hefur orð fyrir þeim, enda elztur.
— Hafið þið nokkurn tíma áður gengið svona langt?
— Nei, ekki svona langt, svara þeir allir í kór. Það kemur
í ljós, að þeir hafa allir nema Kristinn verið í sveit á sumr-
in og sumir meira að segja farið í smalamennsku. Það er góð
æfing fyrir göngumenn.
Fréttamaðurinn spyr, hvort þeir hafi farið einir síns liðs í
gönguna eða hvort þeir hafi verið með foreldrum sínum eða
skyldmennum. Guðmundur segir, að mamma sín og bróðir
hafi bæði verið í göngunni alla leið. Bróðir Birkis og foreldr-
ar hans gengu einnig alla leið og sömuleiðis eldri bróðir Krist-
ins en Guðlaugur var einn úr sinni fjölskyldu.
Það er auðséð, að piltunum finnst heldur fávíslega spurt,
þegar blaðamaðurinn innir þá eftir því, hvers vegna þeir hafi
farið í þessa göngu. — Auðvitað til þess að mótmæla dvöl
erlends herliðs í landinu.
— Haldið þið ekki, að fleiri jafnaldrar ykkar hefðu gjarn-
an viljað ganga með sama markmið fyrir augum?
— Jú, ég býst við því, segir Guðmundur. Þeir vita bara
margir hverjir ekki hvað þetta er, bætir hann við.
— Haldið þið að gangan og fundurinn hafi mikil áhrif?
-—- Það er eftir því, hvað á eftir kemur, segir Guðmundur
strax.
— Munduð þið fara aftur í svona göngu, ef efnt yrði til
nýrrar?
— Já, ég myndi fara, segir Guðmundur enn. Það er alltaf
verst fyrst. Og hinir taka allir undir það, að þeir muni ganga
öðru sinni frá Keflavik til þess að mótmæla hersetunni ef með
þp.rf. Þetta eru drengir, sem vilja eitthvað á sig leggja fyrir
land '’itt og þjcð.
Elzti göngumaðurinn, Sigurður Guðnason fyrrum formað-
ur Dagsbrúnar, hefur ekki fremur en drengirnir tekið það
nærri sér að ganga frá Keflavík. Á sínum yngri árum lagði
hann oft lengri dagleiðir að baki fótgangandi og þeim, sem
eiga jafn heitan hug og brennandi áhuga og Sigurður Guðna-
son, verða ekki sporin þung, sem þeir ganga fyrir land sitt
og frelsi þjóðarinnar. Sigurður er að vanda hress og kátur og
léttur í máli.
— Ertu ekki ánægður með gönguna og fundinn, Sigurður?
46
Keflavíkurgangan