Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 22
Að Straumi var áð. Og enn vorum við röskan klukkutíma
á undan áætlun. Göngustjórarnir höfðu af því þungar áhyggj-
ur og brýndu fyrir okkur að ganga hægar næsta áfangann.
En til þess var of mikill hugur í fólkinu, og þreytan latti okk-
ur ekki farar.
Nú stóð bíll við bíl, hvar sem útskot var á veginum. Og
þegar við eygðum brekkubrúnina fyrir ofan Hafnarfjörð, sá-
um við að þar hafði myndazt heil bílaborg.
Við gerðum stuttan stanz ofarlega í þeirri brekku. Og hér
bættist okkur talsverður liðsauki: Fólk úr Reykjavík og Hafn-
arfirði, sem komið var til að fylkja sér undir fána okkar og
kröfuspjöld.
Nei, það varð ekki við því spornað: Við komum klukkutíma
á undan áætlun til Hafnarfjarðar, og við urðum að bíða þar
rúman stundarfjórðung eftir lúðrasveitinni, sem lofað hafði
að leika fyrir göngunni gegnum bæinn. Meðan við biðum
margfaldaðist fylkingin, endaþótt fjölmargir Reykvíkingar,
sem höfðu ákveðið að fylkja sér þar í gönguna, yrðu of seinir
til leiks og yrðu að sætta sig við að mæta henni í Kópavogi.
Allar gangstéttir voru svartar af fólki, þar sem gangan fór
um í Hafnarfirði, og alltaf var fólk að bætast inn í raðir okk-
ar. Þegar haldið var út úr bænum munu hafa verið rúmlega
átta hundruð manns í göngunni.
Bíll við bíl á báðum vegbrúnum eins langt og augað eygði.
Og nú voru háðsbrosin orðin að sýfrulegri grettu. Nokkrir
stráklingar reyndu að rifja upp fyrir sér barnalærdóminn úr
og tortímingu alls mannkyns. Móðurhlutverkið er ekki ein-
ungis fólgið í því að fæða mannveru í heiminn, heldur engu
að síður að vernda og varðveita það líf sem borið er.
Hefjum sókn fyrir friði og bræðralagi í heiminum og tengj-
um það göfuga hlutverk kvennadeginum.
Ef allar konur heims sameinuðust um að vernda friðinn í
heiminum, ef allar mæður heims sameinuðust um að vernda
börn sí nog hverrar annarrar fyrir drápsvélum stríðsæðisins,
myndi friðarvon mannkynsins fá byr undir báða vængi og
hinn gullni draumur um frið á jörðu rætast.
Pétur H. Pétursson:
Síðastliðin 20 ár hefur baráttan gegn hernáminu verið ann-
að aðalbaráttumál verkalýðshreyfingarinnar, samfara beinu
kjarabaráttunni. Þetta mál hefur komið inn í kjarabaráttuna *
og stundum orðið beinlínis kjarabaráttan sjálf. Má þar til
nefna þegar brezkur her hélt verndarhendi yfir verkfallsbrjót-
um og reyndi þannig að brjóta á bak aftur verkfall okkar. Síð-
an bannaði herinn aðalblað verkalýðsins, hertók ritstjórnina
og flutti af landi burt í fangelsi.
Síðar meir, þegar svindlað hafði verið inn á okkur þessum
tyggigúmmíjórtrandi byssuberum frá guðs eigin landi, varð
þessi barátta gegn hernum samofin baráttunni gegn mútufé
Þrír ættliðir: Frú Áslaug Thorlacius Cstandandi) og Kristín dóttir hennar
með dóttur sína, sem kom til móts við gönguna.
kvennadaginn 19. júní. Konum er mikill sómi sýndur með
því að sá dagur skuli hafa orðið fyrir valinu. Þannig verður
þessi sögulegi atburður tengdur kvennadeginum órjúfandi
böndum um aldur og ævi. Og ættu konur að sýna það í verki
og láta ekki sitt eftir liggja að gera þessa göngu eins fjöl-
menna og kostur er. Engum stendur það nær en konum að
mótmæla djöfladansi vígbúnaðarins, sem felur í sér dauða
20
Keflavíkurgangan