Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 10
Sama veður þegar við skimuðum út um regnvotar rúðurn-
ar. Nema það lét ekki eins hátt og belgingslega í regninu.
Birta sumarnæturinnar var gráleit þegar við gengum spöl-
inn upp Njarðargötuna, frá Laufásvegi að horninu á Berg-
staðastræti, þar sem við áttum að biða eftir bílnum. Mann-
auðar götur, svefnhljóð hús. Martröð næturinnar virðist ekki
aðeins hafa verið martröð: Það bíður enginn maður eftir bíln-
um á hominu.
Hæ, en þarna kemur maður út úr súldinni og stefnir beint
á okkur. Hann er á strigaskóm, í vindúlpu, með bakpoka og
staf — það er ekki um að villast! Og jafnskjótt kemur stúlka
úr gagnstæðri átt með litla ferðatösku. Og þrjár barnungar
stúlkur niður Njarðargötuna. Og þá kemur piltur með sér-
„Það var líflegt í skrifstofunni okkar .. .“
hegðun amerískra soldáta á íslandi bæði fyrr og nú, ásamt
stuðningi Bandaríkjamanna og vernd þeirra á málstað Is-
lendinga í landhelgismálinu, virðast í augum talsmanna vest-
ursins að vera með þeim ágætum, að líkja mætti við einn
geislandi helgibaug drengskapar og hetjudáð, sem orðið geti
Islendingum að andlegu blysi frelsis og réttlætis um ókomna
tíma.
En menn eru stundum öðru vísi í augum annarra en í sín-
um eigin. Við Islendingar lítum ekki á Ameríkana — með
sitt herlið, sína vernd ásamt stuðningi þeirra við óvinveitta
þjóð eins og Breta — sem vini, verndara eða „velkomna
gesti“. I augum okkar eru hinir amerísku soldátar fólk sem
okkur stafar hætta af; fólk sem er okkur til leiðinda og
skammar, fólk sem sezt upp í húsum manna og ógerningur
er að losna við. Þetta er reynslan og hún er ólygnust. Islend-
ingar vilja ekki hafa útlendan her í sínu landi, og við erum
hvað þessu viðkemur nákvæmlega eins og aðrar þjóðir í
öðrum löndum. Og við mótmælum nú í dag, og við munum
halda áfram að mótmæla, halda áfram að þrjózkast og hat-
ast við átroðning útlendra soldáta. — Og það mun alltaf
blakta á skarinu hjá okkur — nú sem fyrr — og þó biðin
kunni að verða löng, þó hún kynni að verða þúsund og aftur
þúsund sinnum lengri en gangan frá Keflavík. Við munum
engu gleyma, en halda — hvernig sem allt kann að velta —
fast og óbifanlega við rétt okkar og umráð yfir íslandi.
kennilega húfu, og síðan hver af öðrum. Hvaðanæva drífur
að fólk. Það hefur þegar myndazt álitlegur hópur ferðafólks
þarna á horninu. Pinklar af öllum stærðum og gerðum hall-
ast upp að múrveggnum.
Svo kemur lítill bíll. I honum eru meðal annarra Sigurður
Guðnason fyrrverandi alþingismaður. Hann rennir niður rúð-
unni og kallar glaðlega til okkar, að bifreið okkar sé á leið-
inni. Mér var kunnugt um, að í undirbúningsnefnd göngunn-
ar höfðu verið uppi ráðagerðir um að bjóða honum að vera
viðstaddur athöfnina við herstöðvarhliðið sem heiðursgestur.
Nú grunar mig ekki, að þarna sé kominn sá maður, sem einna
knálegast mun þreyta gönguna til Reykjavíkur, — sjálf hetja
þessa nýbyrjaða dags. Ég sé fyrir mér aldraða kempu, gaml-
an forystumann íslenzkra verkalýðssamtaka, hýrleitan og
kankvísan og furðulega unglegan miðað við aldur — hann
skortir aðeins fáeina daga til að fylla 72. aldursárið. En ég
sé ekki hvílíka seiglu og þrek og baráttuvilja þessi maður
hefur að geyma. Þannig er og um fólkið, sem stendur við hlið
okkar hjóna: Við vitum ekki að það á eftir að afsanna illar
forspár næturinnar, hverja af annarri, með svo glæsilegum
hætti, að ótrúlegt er að þær loði okkur framar í eyrum, hversu
langvinn sem barátta okkar kann að verða.
Þetta grunar mig ekki þennan síðasta morgun efasemd-
anna.
Við stöndum þarna á krossgötum, ofurlítill hópur fólks,
og tölum varlega saman um veðrið.
Einar Bragi:
Við systkyni ólumst upp við óbrotin og auðlærð siðalög-
mál: að þola ekki órétt andstöðulaust og hafa þolgæði til að
bíða hins góða. Þessar lífsreglur voru okkur innrættar með
fordæmi fremur en mælgi. Þess vegna sæmir ekki að ég
hafi um það mörg orð, hvers vegna ég fylki liði með þeim
,,Að kvöldi 18. júní höfðu 233 látið skrá sig . . .“
8
Keflavíkurgangan