Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 37
Jónas Árnason
og hefja sókn fyrir því að íslenzka þjóðin búi ein og frjáls í
landi sínu, fyrir hlutleysi, vopnleysi og friðhelgi fslands. Við
skulum heitstrengja að ljúka ekki þeirri sameiginlegu göngu,
sem hófst í dag, fynr en við höfum hreinsað af okkur óþrif
hernámsins og létt af okkur því fargi sem þjakar hvern fs-
lending meðan land hans er ofurselt erlendu herveldi.
Burt með herinn. ísland fyrir íslendinga eina.
Jónas Árnason:
Maður er nefndur John Kennedy og ætlar sér að verða
næsti forseti Bandaríkjanna. Hann var fyrir nokkru spurð-
ur um álit sitt á varnarmætti þjóðar sinnar og sagði í því
sambandi, að kjarnorkubirgðir Bandaríkjamanna mundu að
sprengimætti samsvara 10 tonnum af dýnamiti á hvert manns-
barn á jörðinni.
Nú býst ég við, að mörg ykkar eigi, eins og ég, erfitt með
að skilja í fljótu bragði, hve mikla orku hér er um að ræða,
enda erum við íslendingar yfirleitt ekki sprengiefnafróðir
menn. En til glöggvunar skal ég geta þess, að ég var viðstadd-
ur hér um daginn, þegar verkamenn sprengdu sundur stóra
klöpp í húsgrunni suður í Kópavogi, og þeir notuðu til þess
dýnamit, sem varla hefur verið meira en kíló að þyngd. Sam-
kvæmt upplýsingum John Kennedy geta Bandaríkjamenn sem
Rögnvaldur Finnbogason, prestur:
Ég kem til þess að mótmæla erlendum her í landinu og
krefjast þess að það verði um alla framtíð og ævarandi frið-
lýst land.
Drífa viðar, frú:
Það er svo margt. Það eru a. m. k. 10 atriði, sem ég gæti
nefnt. Veigamesta atriðið, sem ég vil leggja áherzlu á er það,
að þessi herstöð er forsmán, — forsmán frá öllum sjónarmið-
um. Þetta er 1. 2. 3. 4. og 5. atriði. Um hin get ég rætt síðar.
Einar Bragi, rithöfundur:
Mér finnst það svo sjálfsagt mál, að ég tel naumast þörf að
rökstyðja það.
Hrafn Sæmundsson, prentari:
Ég vil sýna vilja minn til þess að herinn fari héðan að fullu
og öllu.
Sigríður Sæland, ljósmóðir:
Ég vildi þurrka þennan óþverra af ásjónu Suðurnesja. Það
er skylda gagnvart næstu kynslóð, að við útrýmum herstöðv-
um af landinu. Það hafa alltaf verið álög á Suðurnesjum að
hýsa hið erlenda okurvald, sem hefur legið eins og mara á
þjóðinni, má fyrr minnast Bessastaðavaldsins, nú hervaldsins.
Sigurjón Einarsson, prestur:
Það þurfti að vekja upp úr deyfðinni um málið og strika
undir það, að við erum staðráðin í því, að losna við þennan
óþverra suðurfrá. Við göngum því þennan spotta með glöðu
geði til þess að sýna, að enn sé töggur í Islendingum.
Eysteinn Þorvaldsson, blaðamaður:
Fyrst og fremst að vekja storm i kring um þetta mál. Ég
er hrifinn af þessari nýju baráttuaðferð og vona að fólk
sjái að við viljum leggja nokkuð á okkur til þess að vinna
málinu gagn. Ég styð allt, sem miðar að útrýmingu hers af
landinu.
Keflavíkurgangan
35