Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 23
Morgunblaðinu, en mundu ekkert nema tvö gatslitin fúkyrði:
Helvítis kommúnistar!
Enn dreif að mikið lið í gönguna í Kópavogi og í Fossvogi,
og þegar komið var upp á Öskjuhlíðarbrún skiptu göngumenn
ekki lengur hundruðum, heldur þúsundum.
Því hafði verið spáð, að þessi síðasti tíu kílómetra spölur
frá Hafnarfirði til Reykjavíkur myndi verða okkur lang-
göngumönnum erfiðastur. En einnig það reyndist tilhæfulaus
hrakspá. Nú fannst mér ég gæti hæglega gengið 50 km til
viðbótar, ef þess væri þörf. Sérhver nýr liðsmaður, sem fylkti
sér undir merki okkar, gaf okkur nýjan þrótt — og nú hafði
afl okkar margfaldazt.
Gangan
lengist óðfluga á leið sinni
um Hafnarfjörð
Marshalls, gengislækkun og atvinnuleysi. I gegnum herstöð-
ina hafa Bandaríkjamenn haft slíkt heljartak á íslenzku at-
vinnulífi og efnahagsmálum, að heita má við höfum ekki verið
fullvalda þjóð nema að nafniun til.
Þegar verkalýðshreyfingin fékk um stund aðstöðu til að
hafa áhrif á stjórn landsins miðaði loks nokkuð í rétta átt.
Framleiðsla þjóðarinnar var aukin og dýrtíðin stöðvuð í bili.
Bjartsýni jókst á að við gætum losnað við herinn og alla þá
niðurlægjandi spillingu sem því fylgir að vera hersetin þjóð,
ísland yrði ekki lengur herstöð undir það breiða spjót sem
bandarískt hervald mundar gegn hinum sósíaliska heimi.
Af þessu leiðir, að með því að fara gönguna frá Keflavíkur-
flugvelli er hægt að gera margt í einu. Aðallega er það þó
þrennt; auk skemmtunar á göngu með frjálslyndu, kjark-
miklu fólki er unnt að rækja skyldur við tvo meginþætti
verkalýðshreyfingarinnar. Hinn þjóðlega þátt að sýna viljann
til að losna við erlendan her úr landi sínu, og samstöðuna
með alþýðu annarra landa í hinni alþjóðlegu baráttu gegn er-
lendum herstöðvum.
Þorsteinn frá Hamri:
Island er fótþurrka útlends skríls sem hefur fyrir atvinnu
að tortíma mannslífum. Þetta hlutskipti lands síns samþykkja
íslenzk stjórnarvöld með glöðu bljúgu geði. Slíkt samþykki á
rót sína í fégræðgi þeirra og þýmennsku gagnvart úrkynjuðu
dollararíki í vesturátt. Ég mun með þátttöku minni i Kefla-
víkurgöngunni n.k. sunnudag sýna reiðan hug minn í garð
erlendrar hersetu og þrælslundar nefndra stjórnarvalda; og
þeirra tortímingarvopna sem þessar staðreyndir tvær reiða
að saklausum börnum.
Olafur Jónsson:
Er Hildiríðarsonum hafði tekizt að rægja Þórólf Kveldúlfs-
son nógsamlega við Harald konung hárfagra, veitti konungur
Þórólfi aðför heima á búi hans að Sandnesi við mikið lið.
Tókst þar hinn harðasti bardagi og féll margt lið af báðum.
Er líða tók á orustuna hljóp fram Þórólfur og hjó til beggja
handa, sótti þangað að er fyrir var merki konungs, og er
hann kom þar að lagði hann sverðinu gegnum þann sem
merkið bar. Þá mælti Þórólfur:
— Nú gekk ek þremr fótum til skammt.
Þá stóðu á honum bæði sverð og spjót, en sjálfur konung-
ur veitti honum banasárið, og féll Þórólfur fram á fætur
konungi.
Þau eru nú að verða 19 árin sem íslenzk alþýða hefur
gengið þrem skrefum of skammt í baráttu sinni við bandarískt
hernám, ýmist dulbúið eða opinbert. Sjöunda júlí 1941 kemur
bandarískur herskipafloti til fslands með bandarískt herlið.
Keflavíkurgangan
21