Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 20

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 20
til Reykjavíkur. Hraunklungur, grasgeirar og vatnssósa leir- flákar tóku við hvert af öðru í endalausri röð meðfram há- spennulínunni, sem við fylgdum. Menn steyttu ýmist fótum við steinum, eða sökktu þeim upp að öklum í votan leir. Ann- arsstaðar skeiðuðu þeir nokkra tugmetra á grasi, — svo hófst torleiðið að nýju. Leiðin átti að heita bein, en hún var eins og gormur: alltaf var verið að krækja fyrir versta ólendið. I upphafi var talið að þessi áfangi myndi verða um ellefu kílómetrar og taka tvo og hálfan tíma. En þegar gengið hafði verið í tvo og hálfan tíma, allrösklega og þó með stuttum hvíldum, sást enn hvergi til byggða. Þá kom á daginn að enginn í hópnum þekkti þessa leið til hlítar, enginn gat sagt fyrir um, hve lengt væri eftir í áfangastað. I fulla þrjá tíma sóttum við fram yfir veglausa heiðina, með háspennulínuna eina að leiðarmerki. Og þegar við að lokum komum í Kúagerði, þar sem beið okkar kaffi og heit súpa í tjaldi, höfðum við vissulega gengið lengri leið en ellefu kíló- metra, ef bugðótt slóðin hefði verið mæld. íslenzki fáninn var borinn fyrir göngunni alla hina löngu leið Keflavíkur og Reykjavíkur 19. júní n.k. Tilgangur hennar er að leggja enn meiri þunga í kröfuna um tafarlausa brottför bandaríska hersins af íslandi en búið hefur að baki þeirrar kröfu um hríð. Er hér farið inn á nýja braut í hinni lang- vinnu baráttu gegn herstöðvunum, en vissulega mjög athyglis- verða. Nú eiga menn þess kost að skera upp herör á nýstár- legan hátt og sýna að þeir vilja skapa samstillta fylkingu, sem leggja vill nokkuð á sig í því skyni að stæla menn til bar- áttu og vekja athygli á þessu stærsta þjóðernis- og sjálf- stæðismáli okkar íslendinga. En með hinum nýju aðgerðum er um nokkra þolraun að ræða, svo að slík mótmælaganga hlýtur öðru fremur að skírskota til æskufólks, — að það verði meginstoðin og geri með því ráðamönnum landsins ljóst, að vaxtabroddur þjóðarinnar þoli ekki þá smán að sjá erlendan hermannalýð traðka íslenzka jörð. Á tímum stórveldaátaka og hinna miklu gereyðingarvopna hlýtur herstöð í landinu að bjóða hættunni heim og sýnir hversu gálausan leik ráða- menn íslenzku þjóðarinnar leika með tilveru hennar. Það er öfugmæli sem æskan á ekki að þola, að þjóð hennar, fámenn og vopnlaus, sé ánetjuð í hernaðarbandalag stórvelda grárra fyrir járnum. Ekki sízt þegar bandalagsþjóðir okkar hafa ýmist gengið svívirðilega á rétt okkar og beitt okkur vopna- valdi, eins og Bretar, — eða sannað fyrir umheimi að þær eru hálffasistisk einræðisríki, eins og Tyrkir. Hér er þessvegna mikilvægt verkefni, sem kallar á alla æskumenn. En tíminn er dýrmætur og þörf á að vinna þessu málefni því betur með hverjum degi sem líður. Því lengur sem erlend herstöð er í landinu því meiri voði fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Einn liður baráttu okkar er fólginn í væntan- legri mótmælagöngu og vil ég skora á alla, sem til þess treysta sér að taka þátt í henni ellegar styðja á annan hátt með ráðum og dáð. I anda hinna beztu manna íslenzkra, þeirra er mest lögðu á sig í baráttu liðins tíma fyrir frjálsu og sjálfstæðu íslandi, skulum við vinna, og heita á alla andstæðinga herstöðva á Islandi að duga nú vel og sýna mátt sinn. Fylkjum liði í Keflavíkurgönguna 19. júní! Bergur Sigurbjörnsson: Stórveldin hafa á öllum tímum blátt áfram þjáðst af áhyggj- um út af frelsi, lýðræði og menningu smáþjóða. Þau hafa alltaf verið reiðubúin til að tryggja smáþjóðum allt þetta með herbækistöðvum i löndum smáþjóðanna og sérlegum hand- höfum hins erlenda valds. Smáþjóðir eru víst svo illa gerðar í eðli sínu, að þær hafa sjaldan kunnað að meta þessa er- lendu blessun til lengdar. Stúdentar í Suður-Kóreu gengu nýlega siðvæðingarmann- inn Shingman Rhee úr veldisstólnum. Þó var hann til þess 18 Keflavikurgangan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Keflavíkurgangan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.