Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 5

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 5
horfði nú enn óvænlegar en fyrr um lausn málsins, þar sem vitað var að þeir stjórnmálaskörungar, sem nú tóku við völdum, voru auðsveipustu formælendur hins erlenda mál- staðar. Friðlýst land sá því fáa vænlega útvegi í bili: það hafði lagt rök málsins ljóst fyrir í rituðu og mæltu máli og beið nú átekta. Stjórn samtakanna og framkvæmdaráð, sem skipað er 15 mönnum, hélt alltaf fundi öðru hverju, fylgdist með þróun mála, reiðubúið að gripa fyrsta tækifæri til að stugga við mönnum og eggja þá til áframhaldandi baráttu. Keflavíkurgangan Ennþá fagnar ísland vori. Ennþá verður stolti og þori gott til liðs, er land vort kallar. Þá var það einhverntíma á fundi framkvæmdaráðs á út- mánuðum, að einhver sagði: nú er búið að tala og skrifa svo mikið um þetta mál, að öllum ættu að vera orðin rök þess ljós í hverju smáatriði. Þess vegna skulum við næst g e r a eitthvað, sem vekur athygli og veitir almenningi færi á þátttöku í jákvæðum aðgerðum. Förum í mótmæla- göngu frá Keflavík til Reykjavíkur og höldum útifund í höf- uðstaðnum um kvöldið. Þetta er að vísu 50 km leið og nokk- ur þolraun óvönum, en ekki ofraun neinum, sem gengur heill til skógar. Það var eins og við manninn mælt: menn þutu reyndar ekki strax af stað, en hugmyndin lét þá ekki í friði. Þeir urðu því staðfastari í ásetningi sinum sem þeir hugsuðu málið lengur, og á fundi einhvern tíma í vor þegar veðrátta var tekin að mildast, sögðu þeir hver við annan: Við förum í Keflavíkurgöngu einhvern sunnudag í júní. Þó að við verð- um ekki nema 5, er betur farið en heima setið — en við verðum miklu, miklu fleiri, sannið þið til. Þar með var það ráðið, og dagurinn var ákveðinn þegar í stað — sunnudag- urinn 19. júní. Við vorum ekki fyrr komin af fundi og farin að ympra á málinu við kunningja okkar, en hópurinn hafði fimmfald- azt. Hér var sýnilega þörf skjótra úrræða, við tókum að búa okkur undir fjöldagöngu. Við völdum nokkra menn úr okkar hópi til að standa fyrir göngunni, fengum til afnota herbergi með síma í Mjóstræti 3, og þrír af félögum okkar tóku að sér að veita henni forstöðu. Þá var að skýra frá tíðindum. Við höfðum ekki eyri til framkvæmda, gátum því ekki boðið fréttamönnum upp á svo mikið sem kaffi í anstöndugu vertshúsi, hvað þá brjóst- birtu, eins og margir töldu vel þokkað. Varð því að ráði að kalla saman blaðamannafund á heimili eins göngumanna, sem lumaði á sinni ögninni af hverju. En við urðum hönd- um seinni: fréttin var tekin að kvisast um bæinn. Blaða- mannafundur skyldi haldinn kl. 3 fimmtudaginn 9. júní, en að morgni þess dags birti Tíminn svohljóðandi skotspóna- fregn á forsíðu: Á skotspónum — Blaðinu bárust í gær lausafregnir af því, að andstæðingar hernámsins hér í bænum, væru nú komnir í mikinn vígahug. I vor er talið tuttugu ára afmæli erlendrar hersetu á Islandi, og er ætlun manna að minnast afmælisins með hópgöngu frá Keflavík til Reykjavíkur. Eftir því sem blaðið fregnaði í gær, á gangan að standa 19. júni n.k. Það er merk tilviljun að einmitt sama dag kemur Eisenhower Bandaríkjaforseti til Japans, og hafa sósíaldemó- kratar og róttækir stúdentar skipulagt margvíslega mótmæla- fundi og göngur þann dag, en þó mun hæpið að álykta, að „Við tókum að búa okkur undir fjöldagöngu . ..“ Nokkrir forvígismenn bera saman bækur sinar. Keflavíkurgangan 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Keflavíkurgangan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.