Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 40

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 40
Góðir fundarmenn! Nú höfum við mörg okkar gengið talsverðan spöl í dag. Við höfum gert það í ákveðnum tilgangi. Þetta hefur verið nefnd mótmælaganga og kröfuganga. En ég vil líka kalla þetta minningargöngu. Ég las í fyrra lýsingu ensks blaðamanns á athöfn, sem fram fór í Hírósíma í tilefni af því, að 14 ár voru liðin, síðan kjarn- orkusprengjan sprakk þar. Athöfnin fór fram við minnisvarða, sem reistur hafði verið á miðju sprengjusvæðinu, fábrotin athöfn og hljóðlát á austurlenzka vísu. Þegar henni var lokið fór blaðamaðurinn að skoða minnisvarðann og tók þá eftir því, að þar á litlum stalli lágu 3 karamellur. Blaðamaðurinn spurði japanska konu, sem var þarna nærstödd, hvernig stæði á þessum karamellum. „Þær eiga að friða sálir barnanna okk- ar, sem fórust í sprengingunni“, sagði konan. Blaðamaðurinn spurði, hve mörg börn á karamellualdri hefðu farizt. ,,Þau voru 30 þúsund“, sagði konan. Ég vildi nú að lokum mega lýsa því yfir, fyrir hönd okkar allra, að þessi gönguferð okkar hafi einnig verið farin til minningar um börnin í Hírósíma. Þorvarður Örnólfsson Gunnsteinn Gunnarsson, stúdent: Ég vildi afneita þeim hjáguði, sem ættlerar Islands blóta. Ásdís Thoroddsen, frú: Það er eðlilegt fyrir margra barna móður. Helga Tryggvadóttir, frú: Ég vil ekki herinn hér, þess vegna fór ég af stað til þess að styrkja málstaðinn. Sigurður Jónsson, nemandi: Þetta, að losna við herinn. Það hefur sýnt sig í öðrum löndum, að erlendar herstöðvar eru allsstaðar til ills. Kristmundur Halldórsson, stúdent: Er reiðubúinn til þess að taka þátt í hverju, sem heppi- legt þykir, sem liður til þess að losna við herinn, og þetta er eitt af því. Halldóra Danivalsdóttir, frú: Ég fagna því að hafa fengið tækifæri til þess að mótmæla her í landinu og öllum þeim ósóma, sem honum fylgir. Atli Magnússon, nemandi: Mér hefur alltaf sviðið, að stjórnarvöld þeirra tíma skyldu gera þá svívirðu að samþykkja her í landið. Sérhver þjóð á að sjá sóma sinn í því að lifa ekki á peningagjöfum erlends hervalds. Gunnar B. Guðmundsson, Heiðarbrún: Ég álít að gangan stuðli að því að vekja þjóðina af þeim svefndrunga, sem hún hefur verið í. Það er ósk min og trú, að þetta verði upphaf að nýrri og virkri baráttu gegn erlend- um herstöðvum á Islandi. Kári Arnórsson, kennari: Vil mótmæla hersetunni og hef trú á þessu fyrirtæki til áhrifa í baráttunni gegn hernum. Ævar Jóhannesson, trésmiður: Hef alltaf viljað herinn burt. Þetta ætti að fá fólk til þess að hugsa um málið. Hallveig Thorlacius, stúdent: Mér leiðist að hafa herinn í landinu, leizt vel á gönguna og því betur sem ég geng lengur. 38 Keflavíkurgangan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Keflavíkurgangan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.