Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Síða 18
Þá var klukkan 7.55.
Skipaðir höfðu verið göngustjórar þeir Björn Þorsteins-
son, Böðvar Pétursson og Gísli Ásmundsson. En mér er nær
að halda að ákefð göngufólksins hafi tekið af þeim ráðin á
fyrsta áfanganum, því greitt var gengið — svo greitt, að
nokkrir varfærnir menn höfðu orð á að þetta kynni ekki
góðri lukku að stýra. En takmarkið blasti við augum okkar
tæpum fimmtíu kílómetrum fjær — og þennan dag voru
menn langskyggnir, þrátt fyrir dumbunginn.
Vindstrekkingurinn, sem sjálfsagt var nöturlegur fyrir her-
búðahyskið er norpaði innan girðinga langt að baki, reynd-
„Allir skálmuðu jafn greitt og snerpulega að hinu setta marki . . .“
Ég vil leiðrétta þann misskilning, sem fram hefir komið,
að samtökin „Friðlýst land“ samanstandi af mönnum úr ein-
um stjórnmálaflokki. Samtökin hafa aðeins eitt mál á stefnu-
skrá sinni: burtför hernámsliðsins, úrsögn úr Atlanzhafs-
bandalaginu, og að ísland verði aftur hlutlaust land í átökum
stórveldanna. Ég veit að í samtökunum eru menn úr þremur
stjórnmálaflokkum og auk þess flokksleysingjar eins og undir-
ritaður. Ég get ekki fallizt á þá kenningu, að „andskotans
kommúnistarnir séu hinir einu þjóðræknu menn, sem eftir
eru í þessu landi“.
Gunnar M. Magnúss:
Hinn 18. júlí 1918 náðist hinn langþráði sigur, er ísland
endurheimti sjálfstæði sitt er þjóðin hafði verið svipt í 656
ár. Danmörk viðurkenndi Island sem fullvalda ríki og til-
kynnti jafnframt,
„að ísland lýsi yfir ævarandi hlutleysi sínu
og að það hafi engan gunnfána“.
ÞessT dýri arfur var nútíma kynslóð Islands fenginn í
hendur. Þetta var heimssögulegur atburður, sem vakti fögnuð
friðelskandi manna víða um lönd. Hinn 1. desember 1918
var ríkisfáni Islands, hinn ævarandi hlutleysisfáni, í fyrsta
sinn dreginn að hún á Stjórnarráðsbyggingunni. Á næstu
áratugum var hlutleysisyfirlýsingunni á lofti haldið innan-
ist vera hollvinur okkar og óþreytandi að hvetja og létta
okkur gönguna. Regnúðinn, sem hafði virzt svo ófýsilegur
þegar við litum út um gluggann í býtið, svalaði okkur á göng-
unni, en varaðist eins og heitan eldinn að smjúga gegnum
föt okkar. Islenzkt veðurfar hafði greinilega lagzt á sveif
með okkur, jafnskjótt og sýnt var að okkur skorti ekki mann-
dóm til að þiggja liðstyrk þess. Fáninn varð svo sókndjarf-
ur í þessum góða byr, að við lá að fánaberinn yrði að hlaupa
við fót til að hafa við honum.
Flugvallarafleggjarinn er malbikaður — og háll í bleytu,
stendur á ensku og íslenzku á járnskilti við vegbrúnina (enska
letrið sýnu ábúðarmeira en hið íslenzka) — en engum varð
hált á þeirri sigurbraut sem við höfðum nú lagt undir fót.
Fótabúnaðurinn var að vísu misjafn — strigaskór, hnallar,
gúmmískófatnaður, venjulegir götuskór, skæðin af öllum hugs-
anlegum gerðum, og raunar göngufólkið líka: ljósmóðir,
blikksmiður, listmálarar, blaðamenn, iðnnemar, fjölritari,
frúr, bændur og sjómenn, söngstjóri, háskólastúdent, prest-
ar, rafvirkjar, læknir, verkamenn, trésmiður, nuddkona, póst-
maður, alþingismaður, fyrrverandi alþingismaður, rithöfund-
ar, kennarar, verkfræðingur, verslunarfólk, prentarar, fóstr-
ur, magisterar, skrifstofufólk, sagnfræðingur, hagfræðingur og
háskólabókavörður, í einu orði fólk af öllum stéttum, og á
öllum aldri: frá tólf ára til sjötíu og tveggja, — en allir skálm-
uðu jafn greitt og snerpulega að hinu setta marki. Ef ég man
rétt komum við á fyrsta áfangastaðinn hálftíma fyrr en ráð-
lands og utan sem göfugu tákni. Hugtakið var sett inn í
kennslubækur, börnin voru frá ómálga aldri minnt á þennan
dýra arf, — þetta hugtak prýddi þúsund ræður.
16
Keflavíkurgangan