Vísbending


Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 10

Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 10
Þór, Tryggvi Sigurbjarnarson og Guðmundur Agústsson á námsárunum. Stasi á hálfsmánaðarfresti og sagði honum fréttir úr verksmiðjunni ef cinhvcrjar vom. Eg hitti auðvitað aldrei þennan mann og vissi ekkert um þetta mál annað en það sem hún kjaftaði í mig. Ég er sannfærður um að Stasi átti einhvem fulltrúa í hópi námsmanna í Berlín en ég veit ekkert hver það var. Orðið Stasi heyrðist eiginlega aldrei ne&t upphátt á þessum árum.“ En heldur þú að Helga hafi ekki verið látin líta eftir ykkur Islendingunum fyrir Stasi? „Nei, ég held að þeir hafi aldrei treyst henni nógu vel eftir að hún fór til Islands. Hennar helsta verkefni var að fylgjast með yfirmanninum i verksmiðjunni sem var ekki flokksbundin en afar fær tæknilega svo að hún var ómissandi. Ég gerði mér í hugarlund að Stasi-maðurinn væri aðallega að gera skyldu sina og passa sjálfan sig með þessum yfirheyrslum.“ Varstu þá orðinn efasemdarmaður á námsárunum en villtir á þér heimildir í þínum hópi? „Já, það var þannig. Við ræddum þetta mikið okkar á milli Islendingamir sem vomm þama við nám, sérstaklega ég, Tryggvi og Hjörleifúr Guttormsson. Mér leið þó langverst því að meira svigrúm var fyrir ídeólógiu í mínu fagi. Þeir vom báðir að læra raungreinar og nám þeirra var mjög hefðbundið og gott enda lítið rúm fyrir kenningar Marx og Engels í náttúmfræði og verkfræði. Við vomm þó alltaf sainmála um að best væri að halda þetta út og ljúka náminu því að ef maður færi eitthvað að rifa kjaft og gagnrýna samfélagið yrðum við reknir úr landi. Það vom persónulegir hagsmunir okkar sem réðu ferðinni. Við töldum okkur trú um að við myndum gera flokknum og Einari óleik með því að hverfa ffá námi.“ Múrinn reistur á einni nóttu Berlínannúrinn var reistur á einni nóttu sumarið 1961, sama sumarið og Þór kom heim jrá námi. Hvaða augum lítur hann þann heimssögulega atburð? „Múrinn var auðvitað reistur til að stöðva sífelldan og vaxandi fólksflótta frá austri til vesturs. Frá stofhun alþýðulýðveldisins 1949 var sífellt rekinn áróður fyrir því að allir bændur ættu að vera í samyrkjubúum en látið afskiptalaust þótt þeir væm það ekki. A árunum sem ég var þama var vottur af fijálsræði miðað við það sem seinna varð. Ritskoðun var ekki alger, matarskortur var minni en áður hafði verið og menn sáu framfarir hér og þar þótt óánægjan væri grasserandi undir niðri. Síðan gerist það árið 1960 að gefin var út tilskipun um að allir bændur skyldu án undantekningar gangast undir samyrkjubúskap og var fúll harka sýnd í samskiptum við þá. Þá fer af stað skriða flóttamanna, ekki aðeins úr sveitunum heldur um allt samfélagið og múrinn var reistur á einni nóttu. Ég átti að fara heim 10. ágúst 1961 en var lagður inn á spítala og skorinn upp við botnlangabólgu og þar var ég þann 13. ágúst þegar öllu var lokað. Ég upplifSi því umskiptin en ekki stundina sjálfa. Ég gat efth sem áður farið yfir því að ég var með íslenskt vegabréf en allar áritanh og ferðaleyfi höfðu verið numin úr gildi við lokunina. Enginn í samfélaginu hafði pata af þessu og þegar ég kom út af spítalanum fann ég hvemig reiðin sauð í fólki en það var líka mjög hrætt og óttaðist stríð. Ég skynjaði byggingu hans sem eina stóra yfirlýsingu um ósigur.“ Lögöum hart aö Einari Olgeirssyni aö afneita Þýskalandi Þegar þú komst heim í allt umtalið um Berlínarmúrinn, genguð þið þá á fund Einars Olgeirssonar og sögðuð honum af ástandinu I Austur-Þýskalandi? „Sumarið eftir að ég kom heim fór ég að vinna hjá miðstjóm flokksins og var einnig eitt ár á sendiskrifstofú Austur-Þýskalands. Ég varð handgenginn Einari og átti sennilega að verða einhvers konar faglegur ráðunautur flokksins i hagfræði og var það með vissum hætti um tíma. 10 IVÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.