Vísbending


Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 30

Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 30
Traustar, almennar reglur OH: Þessu aukna frjálsræði hafa líka fylgt alls konar takmarkandi reglur um hegðan fyrirtækja á markaði og þykja að minnsta kosti eðlilegar annars staðar. Eftirlit með markaði sem framámenn í atvinnulífi kalla gjaman eftirlitsiðnaðinn og er mjög í nöp við. JS: En markaðslögmálin njóta sín hvergi nema í kringum þau sé settur traustur reglurammi. Þetta er auðvitað sú mikla breyting sem orðin er. ÓH: Já, og það er greinilegt að það er mörgum svokölluðum frjálshyggjumönnum mjög í nöp við. JS: Ég veit nú ekki almennilega hvað það orð þýðir, frjálshyggjumaóur. Ég held að þú finnir hvergi dæmi um vel starfandi markað þar sem ekki em líka vel skipulagðar reglur sem móta umhverfi viðskiptanna.I raun og vem helst þetta tvennt algerlega í hendur. Það er íráleitt að tala um þetta tvennt sem andstæður. Þetta er eins og tvær skeljar sem mynda samloku. JH: Morgunblaðið hefúr gengið allt of langt í þessum málum á of veikum grunni. Sérstakt myntkerfi ? ÓH: En er íslenska hagkeifið of lítið tilþess að vera sérstakt myntketfi? Eykurþað á sveiflur? JS: Ég held að fæstum geti blandast hugur um það að íslenska myntsvæðið er minna en það sem kalla mætti kjörstærð á myntsvæði, svo ég vísi óbeint til frægrar greinar eftir Robert Mundell ffá 1961, A Theory of Optimum Currency Areas. En hvaða val átti Island eftir að gjaldeyris- ogjjármagnshreyfingar höfðu verið gejharfijálsar? Þá var valið annað hvort að tengjast stærra myntsvæði - og í því efni er kosturinn að flestra áliti aðeins einn: að tengjast Evrópusambandinu með aðild að Efhahags- og myntbandalaginu þ.e. evmsvæðinu - eða reka myntkerfi af því tagi sem við höfúm glímt við ffá árinu 2001. í raun og vem er kannski ekki eins mikill munur á þessu tvennu og mönnum gæti virst, því að til þess að reka farsællega sjálfstæða mynt með verðbólgumarkmiði og stýrivöxtum sem helsta stjómtæki, þurfa Islendingar að koma á því, jafnvægi í efnahagsmálum'1 sem er forsenda fyrir aðild að Efnahags- og myntbandalaginu, EMU, innan ESB og þar með að evmsvæðinu. JH. Það stendur engin auðveld leið til boða. JS:Þaðstendurenginauðveldleiðtilboðaútúrþessumvanda. En hins vegar tel ég að það séu ákveðnar hættur í því fólgnar að reyna að halda áffam að reka þennan minnsta gjaldmiðil heims sem sjálfstæða mynt í ólgusjó hnattvæddra fjármagns- og gjaldeyrismarkaða. Um þetta þarf að fara ffam opinská og skynsamleg umræða og athugun. Það er ekki nokkur vafi á því að reynslan sem við höfúm af því að taka þátt í Evrópusamstarfi á sviði efnahags- og viðskiptamála hefúr í öllum atriðum verið góð. Það var eitt af því merkasta sem viðreisnarstjómin gerði, að beijast fyrir aðildinni að ffíverslunarsvæðinu EFTA sem var ákveðið 1968 og kom til ffamkvæmdar 1970 og svo ffíverslunarsamningunum við Evrópusambandið, sem lokið var af vinstri stjóminni 1972. Þetta em vörður á leiðinni til framfara. Aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu sem ákveðin var 1992 og gekk í gildi 1994 byggir á þessum aðdraganda. Þaó er að mínu áliti fyrst og ffemst tæknilegt spursmál hvort myntbandalagið er með í samstarfinu eða ekki. Það er ekki allur munur á því og þeim skuldbindingum sem menn gangast undir í sambandi við EES. Stundum er látið í veðri vaka að þama sé mikill eðlismunur. Ég tel það ekki vera. En þetta er og verður eitt af varanlegu viðfangsefnunum á íslenskri þjóðmáladagskrá. JH: Undir þetta get ég allt saman tekið, af heilum huga. Það hafa alltaf verið til gætnir og skynsamir stórkapítalistar og einnig þessar ofsafengnu göslaratýpur sem kunna sér ekki hóf og þekkja ekki mannasiði. Mér finnst það ótrúlegt að þessir menn skuli ekki skilja það sjálfir, hvað þeir gera sjálfúm sér og öðmm og öllu kerfmu illt með háttalagi sínu. Svo em til menn, sem kunna að haga sér skynsamlega og vekja traust. En það er ekki annað en reynslan sem refsar hinum. JS: Ég tel að nú sé sérstaklega mikilvægt að eftirlitsstarfsemin sé sem allra vönduðust m.a. vegna mikilla umsvifa íslenskra fýrirtækja erlendis, ekki síst ljármálafyrirtækjanna. Opinbert eftirlit má þó auðvitað aldrei fara offari og þarf jafúan að byggja á traustum, almennum reglum. JH: Ég held að það hafi orðið slys í sambandi við bankana og fjármálakerfið þegar Fjármálaeftirlitið var tekið ffá Seðlabankanum og gert að sjálfstæðri stofnun sem ekki byggði á nægri reynslu. Þaó var gert á versta tíma, einmitt þegar verið er að einkavæða bankana. Þetta er ábyggilega komið í betra lag núna, en ég held að það hafi verið mistök á sínum tíma. JS: Þama var nú í raun og vem verið að fara eftir tíðarandanum. JH: Tíðarandanum? JS: Já, til dæmis var verið að kljúfa bankaeftirlitið ffá seðlabankanum í Bretlandi um þetta leyti. Hugmyndin á bak við þetta var m.a. var sú að eftirlitið þyrfti að taka til fleiri fjármálastofnana en áður, ekki eingöngu bankanna heldur einnig til tryggingafélaga og verðbréfafýrirtækja sem létu sífellt meira að sér kveða. Það verður ekki nógsamlega undirstrikað hversu mikilvægt það er að þetta séu traustar stofnanir. Þessar stofrianir, Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið em auk Seólabankans afar mikilvægar fýrir vel- virkan markaðsbúskap. Afskráning fyrirtcekja af markaði JH: Nú hefúr orðið sú þróun í þá átt að taka fýrirtækin út af hlutabréfamarkaðinum. Þróunin er ekki einungis hér á landi heldur í umheiminum líka. Hún hefúr að nokkm byggst á þessu óvenjulega lága vaxtastigi í heiminum á þessum ámm. Það hefúr verið mikil ffeisting að taka eigið fé út úr fýrirtækjunum og setja lánsfé inn í staðinn. Þetta held ég hafi ekki verið gott, það er óheppilegt að þetta skyldi einmitt byija þegar hlutabréfamarkaður hér er að komast til nokkurs þroska. Kannski snýst þetta við þegar vaxtastigið verður eðlilegra og ekki verður hægt að mata krókinn á þennan hátt. Það hefði verið heilbrigðari þróun ef fýrirtækin hefðu haldið áffam á markaði. OH: En svo erþað hlutverkJjölmiðla. Hafa íslenskir Jjölmiðlar verið nógu vökulir og gagmýnir á ástandið? Við tókum eftir því þegar greiningardeildir erlendra banka fóru að efast um innviði bœði íslenskra banka og jafhvel íslenska ríkisins, þá var fyrsta vörnin sú að þessir menn vissu ekkert I sinn haus og œttu ekkert að vera að gjamma og að þetta væri öfund yfir íslensku útrásinni og velgengninni og svo Jramvegis. Svo tóku menn sig á, tóku þetta alvarlega, en islensku Jjölmiðlamir brugðust þannig við að þetta vœri árás á landið, þjóðina en ekki þá rnenn sem voru að stunda þessi viðskipti. JS: Sem betur fer bmgðust bæði bankamir og opinberar stofnanir við þessari ágjöf með skynsamlegum hætti, einfaldlega með því að leggja spilin á borðið og nota hvert tækifæri sem gafst til að kynna reikninga sína og starfsaðferðir og íslensk efnahagsmál - og reyndar hvað bankana varðar, að breyta sínu búskaparlagi, t.d. með því að draga úr krosseignarhaldi sem var eitt af því sem harðast var gagnrýnt. OH: En hefur ekki lengi verið tilhneiging til að takaJj’rírtœkin út af markaði, eins og þú varst að segja, Jónas, til þess að kornast hjá þessari upplýsingaskyldu? Er nema eitt sjávarútvegsf’rirtœki eftir á markaðnum? 30 IVÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.