Vísbending


Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 25

Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 25
fyrirkomulagi gengis- og peningamála, né bankamálunum. Það er ekki stofnaður Seðlabanki. Jón Þorláksson ætlaðist að vísu til þess aö sá Landsbanki, sem kemur með lögunum 1927 þróaðist yfir í að vera Seðlabanki. En þeir menn sem tóku við stjóm bankans vom bara alls ekki á þeim buxunum. JS: Ég tel reyndar að gallað skipulag bankanna hafi til lengdar verið afdrifaríkara en gengisákvarðanimar, þótt þær hafi skipt miklu máli á sínum tima. Fordœmi norrœnu þjóöanna ekki fylgt JH: Þegar svo kreppan kemur stendur Landsbankinn berskjaldaður, hann hefur hvorki eiginfjárstyrk eða gjaldeyrislegan styrk sem hann hefði þurfl að hafa. Svíar fengu ekki lán sem þeir sóttu um á alþjóðamarkaði til að halda gullkrónunni, þannig að þeh gáfu gengið fijálst og það er látið fljóta fram á árin 1932- 1933. A því timabili gerist það að allar Norðurlandamyntimar lækka gagnvart pundi, en í Englandi var þeirra stóri markaður. En gengi íslensku krónunnar er hæst. Við höldum í við pundið. A sama tíma og gengisákvörðunin er tekin um haustið 1931 em Landsbankastjóramir með lífið í lúkunum. Jón Amason, sem var formaður bankaráðs, var erlendis þegar þetta gerðist og kemur heim mjög áhyggjufullur imi að Landsbankinn hefði ekki nógan gjaldeyri til að geta staðið við skuldbindingar sínar um áramótin. Það er hugmynd Jóns Ámasonar, sem hann leggur fyrir bankaráðið að setja á innflutningshöft. Greidd em atkvæði, bæði í bankasþóm og bankaráði og þessi tillaga er samþykkt og send til ríkisstjómarinnar og þar með byija höftin. Það munaði einu atkvæði. A móti þessari tillögu, vom tveir bankaráðsmenn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksmaðurinn eða alls þrír. Framsóknarmenn vom með þessu tveir í bankaráðinu og tveir bankastjórar Landsbankans. Georg Olafsson, sem var þriðji bankastjórinn, sat hjá, vildi ekki ganga á móti hinum. Þannig að þessi tilmæli Landsbankans em send til ríkisstjómarinnar og á eftir fylgja innflutningshöftin. JS: Hitt skipti enn meira máli að tækifærið var ekki notað til að koma á fót seðlabanka eins og nágrannaþjóðimar gerðu á þessum tíma. Reyndar á svipuðum gmnni eins og Landsbankinn, þ.e.a.s. þetta vom þjóðbankar sem vom upphaflega almennir viðskiptabankar. OH: En hefðum við staðið rétt að gengismálunum á öðrum og þriðja áratugnum, hefðum við mögulega getað komist hjáþessu miklu atvinnuleysi kivppuáranna, eða dregið verulega úrþví, og komist hjá þessum gífurlegu haftabeitingum og gjaldeyrisskömmtun? JS: Sérstaklega hefði það að minnsta kosti tafið skömmtun á gjaldeyri til þess að kaupa „þarfan“ innflutning, eins og það var jafnan kynnt. OH: En þama tóku valdamenn þjóðarinnar sér eiginlega það skömmtunarvald, að greina milli „þarfs“ og „óþarfs" í töluverðum smáatriðum. Skömmtun fró stríösárum JS: Skömmtunin byijaði auðvitað á stríðsámnum 1914-1918. Þá neyddust menn til þess að fara inn á þessa braut. En á ámnum fram að fyrra stríði höfðu Islendingar búið við fijálsa verslun og fijálsar gjaldeyrishreyfingar. ÓH: Það sem flestum þóttu eðlilegar ráðstafanir á stríðsámnum varð umdeilt í kringum 1920. Framsóknannenn og fleiri vildu bara halda Landsversluninni áfram og þessu fyrirkomulagi um inn- og útflutning á vegum opinberra nefnda, skipaðra af ríkisstjóminni. JH:Já, það stóðu miklar deilur um þetta. JS: A tímum Rauðku, stjómar hinnar vinnandi stéttar frá 1934, fékk stjómin sem ráðgjafa Svíann Erik Lundberg, þá ungan og upprennandi hagfræðing. Lundberg lagði ekki til róttækar breytingar á gengi eða gjaldeyrismálum. En hins vegar var hann með margar góðar tillögur, meðal annars þá að koma skyldi upp seðlabanka sem væri ótengdur viðskiptabönkunum. Og margt af því sem hann hafði til mála að leggja var áreiðanlega skynsamlegt. Ráðgjöf hans varð stofn að allmörgum fúmvörpum sem lögð vom ffarn á Alþingi en ekkert þeirra varð að lögum. JH: Hann var undir niðri hlynntur gengislækkun en honum var sagt að slíkt kæmi ekki til mála og hann tók röksemdimar gegn gengislækkun of hátíðlega. Menn sögðu við hann: Gengi krónunnar hefúr engin áhrif. Hvað sem tautar og raular róa menn og fiska, en auðvitað róa menn meira ef gengið er hagstætt! Lýðveldisstofnun truflaöi menn ekki ÓH: En ejhahagsstjórnleysan á seinni stríðsárunum, er það meðvituð stefha eða erþað bara máttleysi stjórnmálanna eða mega menn ekki vera að þvi að sinna þessu afþví allir eru að hugsa wn að stofna lýðveldi? JH: Eg held nú að stofnun lýðveldis hafi ekkert truflað menn. JS:Þaðerheldur„óhcppilegtilviljun,“ffásjónanniðihagsögunnar, að heimsstríðið byijar á Islandi með gengisfellingu, 1939. Stuttu síðar streyma gjaldeyristekjur inn í landið í stríðum straumum sem hefði helst átt að kalla á hækkun gengis, sem ekki varð. Þetta var upphafið að miklum þenslu- og verðbólgutímum. JH: Klemens Tryggvason er þá hagffæðingur Landsbankans. Eg held það sé árið 1941, sem hann skrifar skýrslu og leggur til gengishækkun, en þá held ég að það hafi verið tómt mál um að tala, því Englendingamir vildu ekki hlusta á það. JS: Bandamenn settu auðvitað pressu á að Islendingar fæm ekki með einu pennastriki að hækka reikningana hjá þeim. JH: En í staðinn kom það smátt og smátt. Alþjóðasamstarf afþakkað JH: Það var líklega árið 1943 sem Magnús Sigurðsson Landsbanka- stjóri kom til Washington til að ræða við Bandaríkjamenn um gjaldeyrisinnstæðu Islendinga. Hann hafði miklar áhyggjur af því að eignin í pundum frysi inni, og myndi ekki nýtast. Þar sagði Magnús ffá málum almennt hér á landi og talaði um hvemig myndi fara eftir stríðið. Hann sagði menn ekki eiga annars úrkosti en að fólksstraumurinn sem kom úr sveitunum meðan á stríðinu stóð flytti aftur út í sveitimar. Svo var okkur boðin aðild að undirbúningsstarfinu fyrir Bretton Wood-samkomulagið, sem varð upphafið að skipan gjaldeyrismála eftir strið með stofnun Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsin s, en því tilboði var ekki tekið - meðal annars vegna þess að við áttum ekki sérffæðinga á þessu sviði. Gleðileg jól og farsœlt komandi ár! NÓISÍRÍUS VÍSBENDING I 25

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.