Vísbending


Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 15

Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 15
Lokun Islandsbanka 1930 og þáttur stjórnvalda -------- SIGURÐUR JÓHANNESSON HAGFRÆÐINGUR - r Ibyijun febrúar árið 1930 var afgreiðslum Islandsbanka h/f lokað og reyndust það endalok starfseminnar. Bankinn hafði þá verið rekinn í rúman aldarfjórðung. Ýmis vandi steðjaði að, innlán höfðu dregist saman og bankinn hafði tapað lánum til viðskiptavina sem margir störfuðu í sjávarútvegi. Stjómmálamenn í Alþýðuflokki og Framsóknarflokki höfðu lengi haft hom í síðu bankans vegna þess að hann var í einkaeign og hlutaféð að miklu leyti danskt. Alþýðuflokksmenn höfðu raunar sumir mælt fyrir því um árabil að bankinn yrði lagður niður. Alið var á tortryggni gegn bankanum, einkum eftir að hann komst í þrot gagnvart Privatbankanum danska árið 1920. Hamrað var á því að innstæður í bankanum væm ótryggar, en á móti naut hinn bankinn, Landsbankinn, þess að ríkið átti hann og bar því ábyrgð á skuldbindingum hans. Hnykkt var á ábyrgð ríkisins á skuldbindingum Landsbankans með sérstökum lögum árið 1928. Raunar má velta fyrir sér hvort ríkið hafi ekki borið ábyrgð á skuldbindingum Islandsbanka líka því að það hafði ráðið mestu um stjóm hans frá upphaft. En þetta var almenningi engan veginn ljóst. Haustið 1929 kom í ljós að Stefán Th. Jónsson kaupmaður átti í miklum vandræðum, en hann skuldaði Islandsbanka rúmlega tvær milljónir króna. Eftir verðhrunið á Wall Street í október sama ár syrti yfir útí í heimi. Að matí Olafs Bjömssonar prófessors, sem ritaði sögu bankans, var það þó aðalkeppinauturinn, Landsbankinn, sem rak smiðshöggið á endalok Islandbanka með því að neita honum um lán haustið 1929.1 Lánið var ætlað til að standa straum af innlausn á seðlum Islandsbanka, sem höfðu verið innkallaðir að boði Alþingis, en Landsbankanum hafði þá nýlega verið falið hlutverk seðlabanka, ásamt viðskiptabankastarfseminni. Annað meginhlutverk seðlabanka er að vera „banki bankanna“ og leysa úr greiðsluerfiðleikum þeirra þegar þörf krefúr. Hér væri raunar nær lagi að segja „banki bankans" því aðrir bankar en Landsbankinn og Islandsbanki störfúðu ekki hér á landi Sigurður Jóhannesson. Mynd: Geir Ólafsson. um þessar mundir, ef frá em taldir nokkrir sparisjóðir sem þjónuðu afmörkuðum svæðum. Raunar var beinlínis kveðið á um það í lögum að Landsbankinn skyldi kaupa víxla vegna seðlainnlausnar Islandsbanka. Landsbankinn virðist þó ekki hafa litið á það sem hlutverk sitt að sjá um að starfsemi Islandsbanka gengi eðlilega fyrir sig. Svo er að sjá að forysta Landsbankans hafi fyrst og fremst litið á Islandsbanka sem keppinaut.2 Um miðjan apríl 1930 tók til starfa nýr banki, Utvegsbanki Islands h/f, sem tók við eignum og skuldum Islandsbanka. Hinir erlendu hluthafar töpuðu hins vegar sínu fé því hlutafé bankans var afskrifað. Islenska ríkið átti meirihluta í nýja bankanum og það átti reyndar líka hinn bankann sem hér starfaði. Skömmu síðar sama ár tók tíl starfa þriðji ríkisbankinn, Búnaðarbanki Islands. Ríkið hafði þá náð til sín öllurn bankarekstri á íslandi og áratugir liðu þar til hér var stofnaður nýr emkabanki. Enn er deilt um hvort íslandsbanki hafi í raun verið gjaldþrota og hvort rétt hafi verið að stöðva rekstur hans. Upphaf íslandsbanka Árið 1899 bámst Islendingum boð frá tveimur dönskum peningamönnum þar sem þeir buðust til að beita sér fyrir stofnun hlutafélagsbanka gegn ákveðnum réttindum. Þá var Landsbankinn eini bankinn í landinu, en hann tók til starfa 1886. Næstu árin var hart deilt um nýja bankann. Því var meðal annars haldið fram að markmið hinna erlendu bankamanna væri eingöngu að féfletta landsmenn. En í heildina má segja að stjómvöld hafi tekið hinu erlenda fé fagnandi. Skortur var á lánsfé í landinu, ekki síst til áhættusamra atvinnuvega, en Islandsbanki átti síðar eftir að sérhæfa sig í slíkum lánum. íslandsbanki hóf störf 1904. Ekki leikur vafi á að bankinn var mikil lyftístöng íslensku atvinnulífi. Hann lánaði mikið fé til útgerðar og var líklega aðallánveitandi við togarakaup á fyrstu áratugum aldarinnar. Á árunum 1905 til 1917 vom yfir 20 togarar keyptir til landsins.3 Islandsbanki hlaut sérréttindi sem óvenjulegt var að einkabankar nytu. Hann fékk einkarétt til þess að gefa út seðla og mynt í 30 ár, VÍSBENDING I 15

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.