Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 29
Ingólfur leggur það fram, og þá voru þetta tíu prósent af landbún
aðarframleiðslunni. Svo bætti hinn samviskusami embættismaður,
Klemens Tryggvason, enn betur um með því að skilgreina hvað
landbúnaðarframleiðsla væri og fór þá eftir hagskýrslugerð og taldi
öll hlunnindi og aukabúgreinar með: Rekavið, æðarvarp, Iax- og
silungsveiði og grænmetisrækt. Þetta var allt tekið inn í stofhinn, sem
útflutningsbætumar vom reiknaðar á. Þess vegna varð þetta ennþá
meira en nokkur ætlaðist tíl í upphafí Samt var þetta ekki stórfellt á
þessum tíma.
JS: En svo koma þeir tímar að þetta verða háar upphæðir.
Sinnaskipti Sjálfstceöisflokksins
OH: Hvað er það sem veldur þessum straumhvörfum milli 1980 og
1990, þessum aðdraganda að siðasta áratug aldarinnar sem þú varst
að nejha að vœri óvenjulegur hvað ejhahagslegan árangur snerti?
JS: Já, og einkum stöðugleikann sem náðist á árunum eftir
1990. Aðdragandinn að vaxtarskeiðinu sem hófst um miðjan tíunda
áratuginn er í gegnum erfiðleika, því fyrstu ár áratugarins vom erfið
hér á landi. En þau vom ekki bara erfið á Islandi, heldur var lægð í
heimsbúskapnum og ekki síst í okkar heimshluta. Nágrannalöndin
glímdu þá við mikla efnahagsörðugleika og hér á landi dró úr
hagvexti. Það má segja Islendingum til hróss að þessum vanda
snem menn sér i hag. Því á þessum ámm sannfærast menn um það
að stöðugleiki og opnun viðskipta sé vegurinn til framfara, sem
sannarlega hefur reynst rétt skoðun.
Okkur er áreiðanlega öllum í fersku minni hvemig viðtökur
tillögumarum aðildað EES fengu í fyrstu, þegar Sjálfstæðisflokkurinn
var í stjómarandstöðu. Þá börðust ýmsir þingmenn hans gegn aðild að
EES. Það em hin miklu sinnaskipti Sjálfstæðisflokksins, undir forystu
Davíðs Oddssonar, sem réðu því að aðildin var samþykkt. Þcgar
tillögumar um aðild að EES koma til kasta þingsins í tíð ríkisstjómar
Davíðs, var meirihluti þingmanna Framsóknarflokksins reyndar á
móti aðildinni. En Halldór Asgrímsson, Valgerður Sverrisdóttir og
Finnur Ingólfsson sátu hjá.
Það markar líka tímamót að haustið 1992 vom sett ný lög um
gjaldeyrismál, sem hafa sömu meginreglu og innflutningslögin sem
viðreisnarstjómin setti í upphafi síns starfsferils, nefnilega, að það sé
leyft sem ekki er bannað. I staðinn fyrir það gamla kerfi sem áöur
ríkti, að það sé bannað sem ekki er leyft.
Einkaleyfi afurðasölufyrirtœkjanna
ÓH: Sala sjávarafurða var háð leyjisveitingum pólitiskra ráðherra
sem úthlutuðu einkaieyfum á saltfiski ogfrystum fiski. Hélst það ekki
framyfir 1990?
JS: Jú, ég veit það á mínu eigin skinni sem viðskiptaráðherra
undir lok níunda áratugarins. Það var þá í hendi ráðherra að leyfa
fískútflutning, öðmm en stóm sölusamtökunum. Þegar ég veittí slíkt
leyfí var rekið upp mikið ramakvein og hart deilt á ráðherrann.
JH: Mér er það minnisstætt fra dögum viðreisnarstjómarinnar að
í einhveijum umræðum lét ég orð falla um það að þetta fyrirkomulag
sölusamtaka sjávarútvegsins væri ekki skynsamlegt. Ólafur Thors
brást aldrei þessu vant við af reiði. Að láta sér detta annað eins í
hug.
JS: Þetta er í raun og vem spuming um átök á milli þeirra sem
aðhyllast almennar, sanngjamar leikreglur sem gildi eins fyrir alla,
og hinna sem vilja sértækar ráðstafanir og sérréttindi fyrir fáa.
ÓH: Það var líka almenn trú meðal forráðamanna frystihúsanna
að það væri langbest að framleiða fyrir Austur-Evrópu, það væri
einfaldast, fljótlegast og ódýrast. Þeir markaðir tóku líka ýmsar aðrar
fisktegundir en þorsk og stuðluðu þannig að aukinni fjölbreytni í
útgerðarmynstrinu.
JS: Já, og vom ekkert að kvarta þótt eitthvað væri af beinum í
flökunum. Þetta er allt saman vel kunnugt og sem betur fer liðin tíð.
Óskum vióskiptavinum okkar
og landsmönnum öllum
gleóilegs árs.
Þökkum samskiptin á árinu
sem er aó líóa.
Starfsfólk Gutenberg
ft *
Gutenberg
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík
Sími 545 4400
Fax 545 4401
www.gutenberg.is
VÍSBENDING I 29