Vísbending


Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 22

Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 22
ARIÐ 2007 í VÍSBENDINGU Margt hefur borið til tíðinda á sviði efnahagsmála og viðskiptalífs á yfirstandandi ári. Vísbending hefur verið með puttann á púlsinum að venju. Hér tökum við nokkur dœmi. Ef höfundar er ekki getið eru greinar eftir ritstjóra. Hvaö sagði Vísbending um markaöina? Hlutabréfamarkaður og efnahagslífiö almennt voru umtöluð allt áriö. Vísbending spáöi í spilin í upphafi árs. Hér á eftir birtum viö spádómana og horfur um hvernig þeir hafi rœst: Mestar líkur eru á því að verðbólgan verði minni í ár en í fyrra. Líklega fer hún undir íjögur prósent á árinu. (í raun nálgast hún sex prósent sem er þó lægra en í fyrra). Ekki er ástæða til þess að spá hruni en langmestar líkur eru á því að hagvöxtur verði lítill sem enginn á yfirstandandi ári. (Nú er áætlað að hagvöxtur á árinu verði innan við 1%). Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur vaxið í tólf ár samfleytt. Líklega gerir hann það enn eitt árið. (Hann hefúr hækkað um 2%). Ekki er ólíklegt að í árslok verði gengisvísitalan á milli 135 og 140 en sveiflur verði miklar. (Hún er undir 119 um miðjan desember og hefúr sveiflast milli 110 og 130 á árinu). Arið 2007 verður lakara en undanfarin ár ef þessi spá gengur eftir. (Þetta hefúr líklega ræst að dómi flestra). Heldur hagkeifió flugi árið 2007? 1. tbl. 12.janúar. Danir reyndu að spá fyrir uni stöðu Isiendinga vorið 2006. Sú spá var rifjuð upp: Gjaldeyrisspá Danske bank gerði ráð fyrir því að fyrir hvem dollara fengjust 92 krónur að ári liðnu. ... [Þá] var gengi krónu gagnvart dollar rúmlega 66. Frosti Olafsson, Sidegodt, Carsten! 40. tbl. 19. október. Margir væru ríkari en þeir eru í dag ef þeir hefðu kynnt sér eftirfarandi skrif frá því í mars. Þau voru fyrirboði þess sem varð sex mánuðum síðar. I Bandaríkjunum hafa menn nú miklar áhyggjur af því að uppsveifla á húsnæðismarkaði sé í rénun og að þar geti fasteignafélög og skuldabréfasjóðir sem hafa lánað með veði í húsnæði lent í vanda. meðan allt var á uppleið höfðu markir engar áhyggjur af ástandinu og lán sem þóttu áhættusöm gáfú af sér mjög góða ávöxtun. I fyrra tók þó að bera á vanskilum að veikari fasteignamarkaður en áður verði helsta vandamál á Wall Street á yfirstandandi ári. Hrun eða hiksti. 8. tbl. 2. mars. I júlí var gaman að lifa og met var sett í kauphöllinni. Spumingin er svo hver framtíðin verður í höllinni, hvort ný hallamiet verði sett á nær hverjum degi eftir sem áður? Greiningardeildir bankanna trúa því að metin eigi eftir að vera fleiri. Eyþór Ivar Jónsson, Nýtt hallarmet! 26. tbl. 13.júlí. Vísbending stóð fremur úrill utan við veisluna og hreifst ekki af metinu: Margir hafa spurt sig hvort ávöxtun á borð við þá sem sést hefúr hér á landi geti staðist til lengdar. Svarið er einfalt: Nei. Það er útilokað að viðhalda raunávöxtun á markaði upp á tugi prósenta til langs tíma. Gœti égtapað? 30. tbl. 10. ágúst. Markaðurinn hlustaði ekki á ncitt svartagallsraus og steig á ný: Raunávöxtun af því tagi sem hér hefúr sést undanfarin ár getur hreinlega ekki staðist. Hvers vegna hækkaði vísitalan þá um 10% á einni viku? Höfundur þessa dálks hitti fyrir nokkrum dögum einn mesta sérfræðing um markaði hér á landi og hann var ekki í neinum vafa um hvað væri að gerast: Þessu er öllu saman handstýrt. Allt handstýrt. 33. tbl. 31. ágúst Ekki þarfaö minna á afdrif úrvalsvísitölunnar síðan. 22 IVÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.