Vísbending


Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 3

Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 3
FRA RITSTJORA BENEDIKT JÓHANNESSON Vísbending er alla jafiia upptekin af hræringum í viðskiptum og efiiahagslífi þjóðarinnar og fjallar um málefiii líðandi stundar. I jólablaðinu gefum við okkur tíma til þess að líta um öxl og læra af sögunni. Að þessu sinni em áföll og árangur í efnahagsstjóm á 20. öld meginviðfangsefhi blaðsins. Gjaldþrot íslandsbanka eldra árið 1930 hefur lengi þótt marka tímamót í íslandssögunni. Þar var þó ekki allt sem sýnist og kannski skipti mestu að á þessum tíma misstu Islendingar af fyrsta tækifærinu til þess að koma á fót sjálfstæðum seðlabanka. Sigurður Jóhannesson rekur þá sögu. Líklega er kommúnisminn eitt stærsta slys mannkynssögunnar. Hér á landi hrifust ungir menn af kenningakerfi hans og töldu að brátt yrðu öllum ljósir yfirburðir Marxismans. Þór Vigfusson héit til Austur-Þýskalands til þess að læra hagfiæði en komst brátt að því að ekki var allt dásamlegt í þessu fyrirheitna landi. Páll Asgeir Ásgeirsson ræðir við hann um þessa lífsreynslu. Líklega þekkja fáir íslendingar sögu efnahagsmála á 20. öld hér á landi jafnvel og Jónas H. Haralz og Jón Sigurðsson. Þeir vom báðir ráðgjafar margra ríkisstjóma. Jónas kom fyrst að málum sem bankaráðsmaður í Landsbankanum 1946-1950, en var seinna forstjóri Efhahagsstofnunar og loks bankastjóri Landsbankans. Jón var forstjóri Þjóðhagsstofiiunar og var svo í sex ár ráðherra og gafst færi á að hrinda mörgum framfaramálum í ffamkvæmd. Þeir koma víða við í spjalli við Olaf Hannibalsson þar sem hagstjómarmistök em í brennidepli. Síldin hefhr gert margan manninn ríkan en líka skilið menn eftir snauða. Við lítum á upphaf síldveiða við Island. Oðaverðbólgan var dýrari en margir hafa gert sér grein fyrir. Ásgeir Jónsson metur kostnaðinn af henni til §ár. Benedikt Jóhannesson. Mynd: Páll Stefánsson. Jónína Leósdóttir rithöfundur er höfundur smásögunnar Pabbastrákur þar sem lesendur gleyma eíhahagsmálunum um stund. Að vanda er i blaðinu áður óbirt jólalag, að þessu sinni glænýtt lag við jafngamla vísu Halldórs Blöndals. Lesendum er þökkuð samfylgd á liðnum ámm með bestu óskum um gleðileg jól og farsæl komandi ár. EFNISYFIRLIT Frá ritstjóra.............................................2 Jólasálmur................................................4 Úr Flóanum í sœluríki sósíalismans........................6 — Páll Asgeir Asgeirsson Síldin kenuir: Upphaf síldveiða við ísland...............12 — Hreinn Ragnarsson og Síeinar J. Lúðvíksson Lokun íslandsbanka 1930 og þáttur stjómvalda.............15 — Sigurður Jóhannesson Hvað kostuðu verðbólguáratugimir?........................20 — Ásgeir Jónsson Árið 2007 í Vísbendingu..................................22 — Annáll Afdrifarík hagstjómarmistök .............................24 — Ólafur Hannibalsson rœðir við Jón Sigurðsson og Jónas Haralz Pabbastrákur.............................................33 — Smásaga eftirJónínu Leósdóttur iUiUUU heimur Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Heimurhf., Borgartúni 23,105 Reykjavík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Netfang: visbending@heimur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans Umbrot og hönnun: Siguijón Kristjánsson, sjonni@heimur.is Auglýsingar: Vilhjálmur Kjartansson, vilhjalmur@heimur.is Prentun: Gutenberg. Upplag: 5.000 eintök. Forsíðumynd: Páll Stefánsson. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki affita án leyfis útgefanda. VÍSBENDING I 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.