Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 14
Staflar af síldartunnum.
Siglufjörður snemma á 20. öld, fullur af bátum.
fylgdust með síldargöngum, sem munu ekki hafa verið miklar, og að
auki vom yfirvöld á svæðinu á verði og meinuðu Norðmönnunum að
stunda veiðar sínar í fjöruborðinu. Síðan var skipunum haldið austur
á Seyðisfjörð og þar keypti nýja félagið stóra lóð við hlið lóðarinnar
sem Jacobsen hafði keypt þar árið áður. Reistu þeir hús á lóðinni
en höfðu jafnframt góðar gætur á síldargöngum sem létu lengi vel
á sér standa. Var það ekki fyrr en um haustið sem mikil síld gekk í
fjörðinn og fengu Norðmennimir þá um 2.500 tunnur af góðri síld.
Munaði ekki miklu að fcngur þeirra yrði mun meiri, þar sem um
miðjan október höfðu þeir náð álíka mikilli síld í nætur sínar. En þá
gerði vonskuveður og sjógang þar eystra sem varð til þess að þeir
misstu alla síldina úr nótunum.
Fleiri Norðmenn en Mandals Fiskeriselskab komu við sögu
síldveiða við Island árið 1868. Weyergang, útgerðarmaður í Mandal,
sendi skipin Sleipner og Caroline til Islands. Leiðangursstjóri og
skipstjóri á fyrmefhda skipinu var Otto Wathne sem átti eftir að
koma mikið við sögu síldveiða á Islandi. Leiðangursmenn lögðu
fyrst og fremst stund á verslun en gripu einnig í síldveiðar og Otto
Wathne notaði tækifærið og festi sér lóð á Búðareyri. Þá vom einnig
á ferð þetta sumar og haust menn frá Hammersfélaginu eða „Danska
fiskiveiðafélaginu á Vestdalseyri". Urn þetta leyti vom þeir að gefast
upp á hvalveiðum og ákváðu að reyna fyrir sér við síldveiðar. Keyptu
þeir net af Norðmönnunum en fengu sáralítinn afla, eða einungis um
100 tunnur.
Sá ágæti árangur sem Mandælir náðu við veiðamar árið 1868
vakti enga sérstaka athygli í Noregi, enda vom vorsíldarveiðamar
þar árvissar og arðbærar. Arið eftir komu Mandælimir affur og
Weyergang sendi einnig leiðangur til síldveiða á Seyðisfirði undir
stjóm Ottos Wathnes. Nú brá svo við að engin síld veiddist. Þetta
ár var tíð einkar óhagstæð og þess getið að þegar Norðmennimir
hugðust fara til Sigluljarðar eða Eyjafjarðar og leita fyrir sér þar,
þá komust þeir ekki lengra en til Borgarfjarðar eystri vegna hafiss.
Til betri tíðar brá þegar leið á sumarið og um haustið var í frásögur
fært að hafsíldarhlaup hefði komið í Hafharfjörð. Var síldin stór og
feit og var nokkuð veitt af henni og nýtt sem beita í Hafnarfirði og
nágrannabyggðarlögum. Af söltun varð hins vegar ekki þar sem
tunnur skorti og enginn á þessum slóðum kunni til verka.
Sagan endurtók sig næstu árin. Mandals fiskeriselskab sendi
síldveiðileiðangur til Seyðisfjarðar ár effir ár en nánast enginn afli
fékkst og fyrirtækið var rekið með bullandi tapi. Vom Norðmennimir
rcyndar stundum seinheppnir eins og árið 1870. Þá vom þeir búnir að
bíða lengi eystra eftir síld, en ákváðu síðan að halda til Eyjafjarðar og
reyna fyrir sér þar. Enga síld fengu þeir í norðurferðinni en hins vegar
fylltist Seyðisfjörður af síld á meðan þeir vom fjarverandi. Hún var
farin þegar þeir komu til baka.
Arið 1875, eftir sex ára síldarleysi, gáfúst flestir hluthafanna í
Mandals fiskeriselskap upp. Albert Jacobsen og Carl Lund keyptu
þá eignir félagsins og héldu áfram rekstri fyrir eigin reikning. Og nú
uppskám þeir loks laun erfiðis síns og fengu um 2.000 tunnur. Árin
1877 og 1878 fengu þeir einnig allgóðan afla.
Haugasundarar koma til sögunnar
Um þessar mundir höfðu vorsíldarveiðar Norðmanna bmgðist um
nokkuna ára skeið og síldveiðimenn í Vestur-Noregi löptu dauðann
úr skel. Jacobsen og Lund höfðu alla tið haft síldveiðimenn frá
Haugasundi og Karmöy í þjónustu sinni. Það var því að vonum
að aðrir síldveiðimenn af þessu svæði hugsuðu sér til hreyfmgs.
Arið 1876 sendi Sigvart Waage fra Skudeneshavn leiðangur til
Seyðisfjarðar. Það ár gengu veiðar Norðmanna betur en áður og
fregnir vom af ágætum síldarafla á Eyjafirði í ársbyijun 1877. „Hér
hefir viðhaldist til langs tíma ágætur síldarafli og þarf lítið fyrir að
hafa, því síldin veður stöðugt upp við landsteina; daglega er hún flutt
héðan í stórlestum í allar áttir til matar og fóðurs og er tunnan seld á
50 aura,“ segir í blaðinu Norðlingi 18. febrúar 1876.
En afli Norðmanna fór vaxandi næstu árin og það leiddi aftur til
aukinnar þátttöku í veiðinni. Arið 1879 sendu Haugasundarar fyrst
skip á Islandsmið með góðum árangri. Nú var ísinn brotinn. Arið
1880 vom 578 Norðmenn við síldveiðar á Islandi og sú tala hækkaði
í 1.800 árið 1881. Forsendur fyrir stórfelldri sókn Norðmanna
voru nú fyrir hendi. I fyrsta lagi vom veiðarfæri og marmafli til
staðar í norsku síldarbæjunum. I öðm lagi hentuðu veiðarfærin
vel við íslenskar aðstæður og norsku síldveiðimennimir höfðu
áratugareynslu af því að flytja búnað sinn um langa vegu
meðfram norsku ströndinni. Loks hafði nokkurra ára aflabrestur í
vorsíldarveiðunum og ríkuleg aflavon í íslensku fjörðunum það í för
með sér að norsku síldveiðimennimir vom óðfúsir til Islandsfarar.
I Noregi var eignarhald á nótalagi og flutningaskipum yfirleitt
ekki á einni hendi. Utgerðannenn skipanna og eigendur nótalaganna
stoíhuðu því yfirleitt með sér félag um Islandsleiðangur. Þetta vom
raunar einu skipulagsbreytingamar. Að öðm leyti má líta á Islandsferðir
Norðmanna sem rökrétt framhald vorsíldarveiðanna. Haugasund
var, eins og að framan greinir, höfiiðmiðstöð vorsíldarveiðanna.
Síldveiðimenn þaðan urðu því umsvifamestir í íslenskum fjörðum
og áttu oft um og yfir helming úthaldsins hér við land. K
14 IVÍSBENDING