Vísbending


Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 16

Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 16
Hús Islandsbanka við Lœkjartorg. að undanskildum 750 þúsund krónum sem landsjóður mátti gefa út handa Landsbankanum. Hámark seðlaútgáfú Islandsbanka var fyrst um sinn 21/: milljón króna.4 Rctturinn til seðlaútgáfu virðist hafa vcrið lykilatriði í hugum þeirra sem hugðust lcggja fram hlutafé til bankans. Þá naut bankinn skattfríðinda umfram önnur fyrirtæki eins og Landsbankinn. A móti seðlaútgáfurétti Islandsbanka kom að íslensk stjómvöld skipuðu §óra af sjö stjómarmönnum bankans þó að þau ættu ekki hlut í honum. Frá upphafi höfðu því stjómvöld úrslitaáhrif á rekstur bankans. Af þessum sökum þróaðist bankastarfsemi með öðrum hætti hér á landi en í grannlöndunum. Þar var seðlaútgáfa jafhan í höndum ríkisbanka sem smám saman drógu sig út úr venjulegri bankastarfsemi. Hérlendis nutu báðir viðskiptabankamir hagnaðar af útgáfu peningaseðla og báðir nutu skattffíðinda eins og fyrr segir. Ekki var einfalt mál að hefja samkeppni við íslandsbanka og Landsbankann meöan svo stóð á. Því hefiir verið haldið fram að sérréttindi bankanna tveggja, ásamt kröfiim um lágmarkshlutafé, hafi orðið til þess að öll áform um að stofha nýja einkabanka hér á landi mnnu út í sandinn á komandi áratugum.5 Rekstur bankans Rekstur Islandsbanka gekk mjög vel fyrstu árin og bankinn skilaði góðum arði. Fyrsta stóra Er t»að satt rmr UTÖ sem sta5lau*| ^aíurinn skuldi aó bankaeítirUtsm tslandsbanka um ^ ^ ^ und kronaT M ^ pc.m veta. aiveg 1 ^ann átti aö Iúnsstofnunum,sem r -U cttirVii me?! áfallið sem bankinn varð fyrir varð árið 1914 þegar milljónafélag Péturs Thorsteinssonar útgerðannanns varð gjaldþrota. Arið 1917 var hagur Islandsbanka þó enn traustur. Stjómmálamenn sættu sig hins vegar margir hveijir illa við að seðlaprentun væri í hönduin erlends banka og viðræður hófúst um að bankinn léti útgáfúna af hendi. Samkomulag náðist fljótt um að landsstjómin greiddi bankanum bætur fyrir seðlaprentunarréttinn, hluthafar skyldu einir velja bankanum stjóm og honum væri heimilt að auka hlutafé sitt að vild. Fyrir lá loforð fra danska Privatbankanum um IV2 milljón í nýtt hlutafé. En samkomulagið var fellt á Alþingi árið 1919. Þar þótti samningurinn of hagstæður bankanum. Þingmenn óttuðust að hann yrði fljótt miklu stærri en bankinn sem ríkið rak.6 Útflutningsverð hækkaði fyrst eftir stríðslok. Mikið var keypt af togumm og mikið veitt af nýjum lánum. Seðlaútgáfa jókst. „Þing og þjóð er samtaka í því að taka lausatökum á málinu og því barst alt stjómlaust út í hringiðu þenslunnar,"7 segir Magnús Jónsson í bankasögu sinni árið 1926. Peningaþensla ýtti undir verðbólgu og fast gengi miðað við dönsku krónuna gerði það að verkum að tekjur útgerðar jukust ekki jafhhratt og kostnaðurinn. Þegar verð féll á alúrðum árin 1919 og 1920 magnaðist vandi útflutningsfyrirtækja og Islandsbanki tapaði miklu fé. Síðla sumars 1920 gerðist það 16 IVÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.