Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 33
PABBASTRÁKUR
--- SMÁSAGA EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR -
Pabbi minn er bestur af öllum. Það er
alveg sama hvað hver segir. Hann er
langbesti pabbi í heimi!
Fyrir utan það að hann skyldi skilja við
mömmu er ég bara óhress með eitt sem hann
hefbr gert. Það er nafiiið sem hann ákvað að
ég skyldi heita. Eg er mjög óánægður með
það. Eiginlega er ég alveg öskureiður út af
því. Þetta nafn er búið að baka mér mikil
vandræði.
Nafnið sjálft er reyndar ósköp sakleysis-
iegt. Ég heiti Jónas. Það kippir sér enginn
upp við að heyra það. Samt hefði pabbi átt
að velja eitthvert annað nafn. Hvaða nafn
sem væri. Bara ekki Jónas. Maður, sem
heitir Hallgrímur, á ekki að láta son sinn
heita Jónas.
“Hvað segirðu? Jónas Hallgrímsson!
Heitirðu virkilega Jónas Hallgrímsson,
alveg eins og þjóðskáldið okkar? Yrkirðu
kannski líka?“ Ég væri orðinn moldríkur
ef ég hefði fengið tíkall í hvert skipti sem
einhver gerði veður út af nafhinu mínu. Það
gerist alltaf þegar ég þarf að segja til nafhs.
Undantekningalaust. Þess vegna segist ég
stundum heita Jón.
Það þýðir auðvitað ekkert að þykjast
heita Jón í skólanum. Þar vita allir að ég
heiti Jónas og krakkamir þreytast aldrei á
að stríða mér á því að heita sama nafni og
þetta blessaða ljóðskáld sem var þar að auki
alkóhólisti. Hann dó vegna þess að hann
datt niður stiga þegar hann var á fylliríi í
útlöndum. Það finnst krökkunum ofboðslega
fyndið. I hvert sinn sem við göngum niður
stigann í skólanum minnist einhver á þetta.
“Passaðu þig, Jónas!“ “Dettu ekki, þú gætir
drepist!" Og allir skellihlæja.
Ég er búinn að bíða lengi eftir því að þau
fái leið á þessu. Það eru þijú ár síðan ég
kom í þennan skóla. Ég hef verið í honum
ffá því ég var átta ára og núna er ég orðinn
ellefu. Það ættu allir að vera búnir að venjast
nafninu mínu fyrir löngu. En þetta er ennþá
uppáhalds brandarinn í bekknum.
Pabbi ætlaði auðvitað ekki að gera mér
erfitt fyrir. Honum fannst bara sniðugt að
eiga son sem héti svona þekktu nafni. Hann
áttaði sig ekki á því að mér yrði strítt á þessu.
Pabbi er svolítið þannig. Oft áttar hann sig
ekki á hlutunum fyrr en það er orðið of seint.
Svo er hann líka óskaplega utan við sig.
Hann hefur stundum steingleymt að sækja
mig á föstudögum. Samt veit hann vel að ég
á að vera hjá honum aðra hveija helgi.
Kristján, nýi kærastinn hennar mömmu,
er allt öðruvísi. Hann keinur alltaf á réttum
tíma og gleymir aldrei neinu. Það mætti
halda að maðurinn væri með tölvuheila.
Þegar ég var níu ára spurði hann mig til
dæmis hvaða bíómynd mér þætti best. Ég
sagði “Batmarí? A tíu ára afmælinu mínu
— löngu, löngu seinna -- gaf hann mér svo
Batmanspólu. Mömmu fannst alveg ffábært
að Kristján skyldi muna þetta eftir allan
þennan tíma. Hún fékk tár í augun og kyssti
hann á munninn fyrir fJaman alla strákana
i afmælisveislunni minni. Hún hefur
örugglega verið að bera hann saman við
pabba í huganum. Þetta ár gleymdi pabbi
nefnilega afmælinu mínu, alveg óvart. Hún
var rosalega reið út af því.
VÍSBENDING I 33